Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Side 4

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Side 4
- 4 - að sofa, ef hann á að geta haldið ser uppi næsta dag. Þar af leiðandi er hann krníður til þess að taka svefnmeðul, að meira eða minna leyti móti vilja sínum. úrangur nútíma lifnaðarhátta er stöðugt aukandi svefnleysi, og að sama skapi eykst tala þeirra efnafræðinga, sem vinna að því að uppgötva og framleiða lyf, sem um leið og þau hafa áhrif eru óskaðleg. En er það efasamt, hvort nokkurt það lyf er til, sem gagn er í, sem að skaðlausu er hægt að taka daglega árið út. En ef sú hætta, sem stafar af því að taka svefnmeðul er mikil, er þó sú hætta, sem stafar af svefnleysi ef til vill ennþá meiri. MÖrg af þeim lyfjum, sem við þegar þekkjum eru oklcur dýrmæt um leið og þau eru hættuleg. Efnafræðingarnir eru því að vinna þarft verk £ þágu mannanna, með leit sinni að sem skaðlausustum meðulum. MORPHINIÐ, sem með réttu er skoðað sem hættulegt eiturlyf, er okkur mjög dýrmætt um leið og okkur stafar af því hætta. Það er nógu skrítið að jafnvel mörgum árum eftir að farið var að gera MORPHINI úr OPHIUM var að engu höfð sú hætta, sem staf' að getur af langvarandi inntöku MORPHINIS. Allir vissu að OPHIUM var frekar hættu- legt eiturlyf, og að þeir, sem tækju það inn að staðaldri yrðu forfallnir "ophium- neytendur". En það tók heiminn hér um bil tvo tugi ára að átta sig á að OPHIUMS- preparatið MORPHIN er þó miklu hættulegra. Nú eru menn aðeins að hyrja að átta sig á því hve hættuleg hin svokölluðu meinlausu lyf, sem komin eru í stað OPHIUMS og MORPHINIS kunna að vera. irið 1903 kemur nýtt svefnlyf fram á sjónarsviðið. Emil Fischer ogV. Mehring kynntu það fyrstir manna undir nafninu "VERONAL", og var því tekið með fögnuði. Hér var að lokum meðal, sem sjúklingar gát' tekið inn, kvöld eftir kvöld, sér að skað- lausu. Það liðu mörg ár áður en búið var að átta sig á því að VERONAL og önnur eiturlyf úr sama efnafræðilega flokki eru sem tvíeggjað sverð. Það væri ekki ein- ungis það, að með stórum inntökum af VERON- AL mátti fremja sjálfsmorð, heldur voru tilfelli, þar sem sjúklingarnir gátu ekki, eftir að hafa notað það lengi, vanið sig af því, og tóku því stöðugt vaxandi skamt til þess að fá þá fróun, sem þeir óskuðu. Þegar leið á síðasta áratug (þessarar aldar) fór neyzla VERONALS, SOMNIFENS, BROMURALS, LUMINALS og fjölda annara hlið- stæðra lyfja mjög í vöxt. Samhliða því fer að bridda á miklum fjölda sjúklinga með nýjum sjúkdómum. Svefnlyfin hafa veitt þeim stundar fróun, sett meiri hraða á líf þeirra, en í flestum tilfellum aðeins slegið hinum erfiðu dögum á frest. Það er ekki hægt að gera sér' grein fyrir fjölda þessara sjúklinga, en nokkra hugmynd má fá um fjölgun þeirra, frá hin- um ýmsu sjúkrahússkýrslum. L.G. Rylander, Sabbats-bergs. Upptagningsanstalt £ Sví- þjóð gefur upp aðeins 10 tilfelli innlögð sökum ofneyzlu eiturlyfja árið 1930, en árið 1931 er þessi tala stigin upp £ 20 tilfelli, en árið 1932 eru skráð 26 til- felli. Þetta eru að v£su ekki háar töl- ur, en þær sýna af hvaða átt' vindurinn blæs. Fyrir hvert tilfelli, sem er svo alvarlegt að meðhöndla þarf á sjúkra- húsi, hljóta að vera mörg, sem dvelja heima og hin sanna orsök sjúkdómsein- kennanna látin liggja milli hluta, þv£ það er ekki auðvelt að þekkja langvarandi eitrun frá VERONAL eða öðrum skyldum lyfjum. Sjúklingar kjósa oft að þegja um það, hvað og hve mikið þeir taka inn dag- lega af svefnmeðulum. Þegar læknirinn, sem sóttur er, fær elcki neitt að vita, er það augljóst, að hann hlýtur að stilla ranga diagnosu, Hann er ef til vill sann- færður um' að sjúklingurinn þjáist af NEURASTHENIA, eða einhverjum meira eða minna illkynjuðum sálarsjúkdóm. Nuddkona nokkur 30 ára gömul var lögð inn á hæli, vegna þess að hún hafði undan- gengnar vikur verið mjög uppstökk, gleym- in, sýnt vöntun á allri domgreind og haft tilhneigingu til að gera ónauðsynleg inn- kaup. Stundum sá hún tvöfalt, eða aðrar brjálæðislegar missýningar. Við rannsókn kom fram, að hún hafði öll einkenni DEMENTIA PARALYTICA, brjálæðis orsökuðu af SYPHILIS. Ef nú, að ekki hefði komið £ ljós við frekari nákvæma skoðun, algjör- lega ófullnægjandi sannanir fyrir þv£, að um SYPHILIS væri að ræða, hefði stúlkan að öllum l£kindum verið meðhöndluð við þeim sjúkdómi. Eftir nokkra vikna dvöl á hæl- inu fór sálarástand hennar batnandi, og kom þá smámsaman £ ljós,að hún hafði tekið

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.