Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Side 7
- 7 -
eftir nokkrar mínútur. Eddy er uppáhalds
gamanleikarinn hans, en hann vissi ekki að
]það ætti að útvarpa leik hans í þetta sinn.
Þvílík hjúkrunarkona. Það er ekki að
furða þó sjúklingarnir taki á móti henni
með bros á vörum.
Það eru margar framúrskarandi hæfar og
fullkomnar hjúkrunarkonur til, og sjúkling-
arnir læra fljótt að gera greinarmun á þeim
og hinum ábyrgðarlausu og ófullkomnu hjúkr-
unarkonum. Sjúklingurinn metur mikils
alla viðleitni hjúkrunarkonunnar til þess
að bæta líðan hans og gleðja hann á einn
eða annan hátt. Hann veit að hún elskar
starf sitt, og það er sú hjúkrunarkona,
sem á skilið að heita eftirmaður Florence
Nightingale. En hinar, látum okkur hætta
að telja þær sem meðlimi hjúkrunarkvenna-
stéttarinnar.
JOHN GARDNER, Dr.
NAMSSTYRKUR. Samvinna hjúkrunarkvenna á
Norðurlöndum veitir einni íslenskri hjú'kr-
unarkonu námsstyrk að upphæð sænskar
krónur 500,oo, til þess að sækja fram-
haldsnámskeið á Norðurlöndum eða í Eng-
landi, á komandi hausti eða vetri.
Styrkurinn verður veittur af stjórn F. X.
H. Umsóknir sendist fyrir 1. júlí n.k.
til formanns F. X. H., er gefur frekari
upplýsingar, só þess óskað.
—0O0—
HJÚKRUNARKONUR þær, sem lokið hafa námi,
en óska eftir að fá framhaldsnám (Supplering)
í geðveikrahjúkrun, eru beðnar að senda
stjórn F. X. H. umsóknir um nám þetta.
X umsókninni skal tilgreindur fyrverandi
námstími hjúkrunarkvennanna og einnig frá
hvaða tíma þær óska að fá framhaldsnámið,
sem stendur yfir í 6 mánuði á Klepps-
spítala.
Norrænt hjúkrunarkvennamót
verður haldið í Kaupmannahöfn 18. - 21.
ágúst n.k. Samvinna hjúkrunarkvenna á
Norðurlöndum veitir F. X. H. kr. 450,oo,
sem ákveðið hefir verið að skifta í 5
ferðastýrki á kr. 150,oo hver, til handa
íslenzkum hjúkrunarkonum, sem hafa í hyggju
að sækja mótið. Umsóknir um ofangreinda
ferðastyrki sendist til stjórnar F. X. H.
fyrir apríllok n.k.
—oOo—
STJORN FEL.XSL. HJUKRUNARKVENM mælist til
þess, að þær hjúkrunarkonur, sem hafa í
hyggju að sækja hjúkrunarmótið í Kaupmanna-
höfn í sumar, tilkynni stjórninni það fyr-
ir l..maí, svo hægt verði að senda Dansk
Sygeplejeraad, nokkurnvegin nákvæma skýr-
slu um þátttöku íslenskra hjúkrunarkvenna
í mótinu.
—oOo—
HJONABAND: Gefin hafa verið saman í hjóna-
band ungfrú Katrín Kristjánsdóttir, hjúkr-
unarkona og Jósep Einarsson, ungfrú Sigrún
Pálsdóttir, bæjarhjúkrunarkona og Andrés
Straumland, ungfrú Anna Guðmundsdóttir,
hjúkrunarkona og Sigurður Magnússon,kennari
—oOo —
Allar nánari upplýsingar gefur for-
maður F. X. H. frú Sigríður Eiríksdóttir,
ásvallagötu 79, Reykjavík (venjulega heima
milli 1-2 síðdegis.
—oOo—
MUNIÐ MINNINGARGJAFASJOÐ Guðrúnar Gísla-
dóttur Björns.
—oOo—
Hjúkrunarkona óskast á sjúkrahús
HVÍTABAHDSIHS til að leysa af í
sumarfríura.
n331^11 'X/_
Sömuleiðis vantar/íijukrunarkonu
frá 1. júní næstkomandi.
Umsóknir sendist til yfirlæknis
sjúkrahússins fyrir 25. apríl
næstkomandi.