Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 3
2.-4. tbl. 1942. XVIII. arg. Útgefandi: F. í. H. Ritstjóri: Jakobina Magnúsdóttir. Afgrciðsluk.: Guðríður Jónsdóttir. Auglýsingast.: Elísabet GuSjohnsen. Form. F.Í.H.: Frú SigríSur Eiriksdóttir. Adr.: Ásvallagötu 79, Reykjavik. Sími 1900. Gjaldk.: Frk. Bjarney Samúelsdóttir, Adr.: Póstbússtrœti 17, Reykjavík. Vilmundur Jónsson landlæknir: Nokkur framtíðarmál hjúkrunarkvenna. fslenzkar hjúkrunarkonur eiga ekki yf- ir að líta langán starfsdag. En þeim lief- ir unnizt vel á ekki lengra tímabili. Þær liafa á einum eða tvejmur áratugum gert sig að viðurkenndri og vel metinni stélt i þjóðfélaginu og svo ómissandi, að þeim, sem ungir eru og uppvaxandi, þykir æði torskilið, hvernig foreldrar þeirra fóru að því að bjargast af að öllu leyti án hennar. Jafnframt því að ávinna sér þessa viðurkenningu, hefir hjúkrunar- kvennastéttin séð stundlegum hag sínum næsta vel borgið. Hún hefir verið öflug- lega skipulögð frá upphafi og beitt sam- tökum sinum með auðfengnum atbeina ríkisvaldsins hæði við það að tryggja stéttinni viðhlítandi menntun ásamt sam- svarandi sérréttindum og húa Iienni við- unandi kjör, eftir því sem gerist hér á landi. Þessi ferill hjúkrunarkvennastéttar- innar er ævintýri likastur, þegar hann er borinn sainan við það, sem ýmsar aðr- ar stéttir hafa orðið að þola og þrauka lil að ná svipaðri aðstöðu i þjóðfélaginu. Læknastéttina íslenzku tók það þannig að minnsta kosti hálfa aðra öld, og liinni sérmenntuðu, nærri tveggja alda gömlu ljósmæðrastétt hefir naumast enzt allur aldurinn lil þess. Hjúkrunarkvennastétt- in hefir hér notið þess að vera síðust á ferð, siglandi í kjölfar annarra stétta, er leiðina höfðu gert liltölulega greiða. Hún hefir og átt viðskipti við ólíkt skilnings- gleggri, betur vitandi og' betur megandi tíma en hinar, sem á undan fóru, auk þess sem luin hefir stuðzt við fullmótað- ar hjúkrunarkvennastéttir nágranna- landanna, og er hér þó engan veginn gert lítið úr sérstökum verðleikum hennar sjálfrar. En þetta hraðbyri og eftirlæti er stétt- inni hvergi nærri fengur einn. Ætla má, að jafnungri stétt sé einmitt nokkur hætta búin af því að hafa svo fyrirhafnarlitið og þrautalaust orðið að virðulegri og til- tölulega vel settri og öruggri atvinnustétt í landinu, og því heldur sem hjúkrunar- stétt mun að ýmsu levti henta það stétta verst að stunda slörf sín i atvinnuskvni eingöngu. Trúa mætti, að allrar aðgæzlu væri þörf, ef þessarar hættu ætti ekki að sjá meira eða minna stað, þegar úr lest- inni heltast hinar elztu hjúkrunarkonur vorar, sem í stéttina völdust óneitanlega fyrst og fremst af áhuga á starfanum, sjáandi til erfiðra vinnuskilyrða, vafa- sams frama og lítilla launa, þó að sæmi-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.