Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 11

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 11
HJfJKRUNARKVENNABLAÐIÐ 9 ef nauðsyn krefur, að unnið sé lengur, skal sá tími jafnaður með fríum, þann- ig, að meðaltalsvinutími verði 10, klst. Undanskildar ákvæðum 2. og 3. gr. skulu vera hjúkrunarkonur í 1. og 2. launaflokki. Ef ástæða þykir til að bæta þeim upp laun, skal það gert með scr- stöku samkomulagi. Röntgenhjúkrunarkonur fái sömu kaupuppbót og' aðrar hjúkrunarkonur rikisspítalanna, með tilliti til bins heilsu- spillandi starfs þeirra. 4. gr. Auk sumarleyfis fá röntgenbjúkrunar- konnr 10 daga vetrarorlof á ári. 5. gr. Heimilt skal að semja sérstaklega um þessi alriði: a. ) Að starfsaldur hjúkrunarkvenna við aðrar stofnanir en ríkisins, verði tekinn til greina við ákvörðun launa. Þó því aðeins, að um samsvarandi stöður og launagreiðslur sé að ræða. b. ) Að sérlærðar hjúkrunarkonur frá viðurkenndum framhaldsskólum hjúkr- unarkvenna erlendis, geti átt kost á hærri byrjunarlaunum en samningar gera ráð fvrir. 6. gr. Samriingur dags. 1. marz 1937 gildi áfram með þeim breytingum, sem i þess- um viðbótarsamningi felast, en þær brevtingar gilda frá 1. maí 1942. Reykjavik, 30. júní 1942. F.h. Stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Guðin. Gestsson. F.b. Félags íslenzkra bjúkrunarkvenna. Sigríður Eiríksdótt iv. Eins og ársskýrsla F. í. H. sýnir, licfir gengið mjög að óskum með mál okkar bjúkrunarkvenna á þessu starfsári. ■— Viðbótarsamningurinn er að sjálfsögðu merkasti þátturinn í þessari velgengni, hann inniheldur auk heimildar fyrir 8 klst. vinnudegi og launabækkun sérstakra flokka, atriði, sem befir sennilega meiri þýðingu en séð verður í fljótu bragði, þ. e. 5. greinin (sjá viðbótarsamninginn). — Fyrst og fremst er það mjög rétt- mætt að tekin er til greina starfsaldurinn, er þar með réttur blutur þeirra hjúkrunar- kvenna sem vinna utan ríkisstofnana. — Svo er og gott til þess að vita, að sérlærðar bjúkrunarkonur frá viðurkenndum er- lendum framhaldsskólum, geli ált kosl á bærri byrjunarlaunum. — Stuðlar þetta ó- tvírætt að því að fleiri leggi út á þá braut, og auki þar með liróður stéttarinnar. Ötula framgöngu i málum þessum ber að þakka formanni og stjórn F. í. H. og fyrir góðar undirtektir stjórnarnefnd rík- isspítalanna og öðrum stofnunum, sem vel bafa brugðist við umbótum þessum Fréttir. Heilbrigt líf, II. árg., 3.—4. hefti er nýkomið út. Þar eð þetta ágæta rit er eingöngu helgað beilsuvernd og beil- brigðismálum, bafa hjúkrunarkonur tæp- asl ráð á þvi að lála það fram hjá sér fara. Þær sem ekki hafa þegar gerst áskrifend- ur að því, ætlu að vinda bráðan bug að því. Lan dlælm irinn hefir góðfúslega orðið við beiðni ritstj., um að skrifa i Hjúkrunarkvennablaðið. — Grein bans, „Nokkur framtíðarmál hjúkrunarkvenna“ ber með sér slika vel- vild og skilning á málefnum stéttarinn- ar, að við megum vel við una. Þar sem okkar unga stétt er nú að hefja nýjan áfanga í framþróun sinni, eru uppá- stungur þessar mjög ákjósanlegt vega- nesti, ásamt kjarabótum þeim, sem okk- ur hafa hlotnast á þessu ári, svo það

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.