Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 4
Í5 HJÚKRUNARKVENNABLAÐTf) Islendingum er ljóst, að þroska hvers þjóðfélags má meta eftir því hvern að- húnað þeir veita sjúkum og gömlum. 5. júli 1944 var búið að kaupa 30 liekt- ara landssvæði af landi Suður-Reykja í Mosfellssveit, og hélt nú þáverandi for- seti S.I.B.S., Andrés Straumland, ásamt öðrum stjórnarmeðlimum og fáeinum sjálfhoðaliðum, þar á meðal frá Vífils- stöðum, þangað uppeftir, og grófu þeir fyrstu skóflustungurnar fyrir grunni smá- húsanna, sem urðu upphaf að Reykja- lundi. 1. febrúar 1945 var staðurinn vígður og gefið nafn af séra Hálfdáni Helgasyni prófasti að Mosfelli, að viðstöddum Finni Jónssyni heilbrigðismálaráðherra, mið- stjórn S. 1. B. S. og fyrstu vistmönnun- um 17 að tölu, sem þann dag fluttust í 5 smáhús, er að mestu voru tilbúin, hvert ætlað 4 vistmönnum til íbúðar; en verk- stæði borðstofa, eldhús o.s.frv. var útbúið í 17 hermannaskálum, sem S.l.B.S. átti í landareigninni, en yfir 100 bragga átti eftir að rífa niður og koma burt, því að þarna var mikið braggahverfi. Brátt fjölgaði smáhúsunum og árið eft- ir voru vistmannahúsin 11 og vistmenn rúmlega 40, þá höfðu einnig verið byggð 2 starfsmannahús og eitt keypt smíð- að. Vorið ’46 var hafizt handa um byggingu aðalbyggingar, 10 þúsund rúmmetra að stærð, sem nú á 5 ára afmæli Reykja- lnndar stendur fullgerð. Þar er íbúð fyr- ir 60 manns, auk þess sem byggingin er miðstöð fyrir J)orpið, sem nú telur 16 hús auk aðalbyggingar. Á annað hundrað manns búa nú og starfa í Jæssu merkilega þorpi, Beykja- lundi. Merkilega af því, að hvergi á Norð- urlöndum er sambærilegur staður fyrir berklaöryrkjana. Og nú þegar hin Norður- löndin hafa í hyggju að koma á fót líkum stofnunum hafa þau augun á þessu litla þorpi til fyrirmyndar. Af þeirri ástæðu var Berklavarnarsamband Norðurlanda stofnað að Reykjalundi 15. ágúst 1948 að viðstöddnm 2 fulltrúum frá hverju Norðurlandanna, sem allir gerðu sér mikið far um að kynnast starfi S.l.B.S. í þágu berklavarna, og einkum þá starfi og rekstri vinnuheimilisins. Hvernig er þá daglegu lífi og starfi háttað í Jjessum stað? Vistmenn eru nú 80 talsins og skiptast í 3 flokka: nýútskrifaða sjúklinga, krón- íska sjúklinga og berklaöi-yrkja. Yfirlæknir staðarins ákveður lengd vinnutíma í hverju till'elli, styzti vinnu- tími er 3 stundir og lengsti 6 stundir. Vinnudagurinn skiptist í tvennt með 3 klukkutíma hvíldarhléi ummiðjan daginn, og er staðurinn J)á sem dauður væri. Vistmaður greiðir 2 vinnustundir á dag fyrir fæði og húsnæði, þvott, læknishjálp og aðra aðhlynningu. Alla vinnu fá þeir greidda eftir Iðju-taxta og býðst þeim því gott tækifæri til þess að starfa enn á ný, án Jdcss að ofbjóða kröftum sínum, og sýna þeir oft og tíðum eindæma áhuga og grandvarleika í störfum og allri um- gengni. Berklastyrkur, elli- og örorkubætur renna til stofnunarinnar. Vinna heimilisins selzt mjög vel og bar reksturinn sig strax á fyrstu árum. Allur ágóði rennur að sjálfsögðu i stækkun staðarins, því að takmarkið er, að geta tekið á móti, og greitt fyrir 100% af þeim berklasjúklingum og berklaöryrkj- um, sem þess þurfa með. Þegar unninn er bugur á berklaveiki hér á landi, verða alltaf eftir öryrkjar, sem athvarf munu eiga að Reykjalundi. Margs konar vinna og nám er stund- að að Reykjalundi. Atvinnugrcinarnar eru: Leikfangagerð, trésmiði, húsgagna- bólstrun, búsgagnafjaðragerð, sauma- stofa, bókband, skermagerð, gljáprent. Auk J)ess vinna vistmenn að ýmisk. heim- ilisstörfum. Þeir hirða sjálfir garða sína,

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.