Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Qupperneq 8

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Qupperneq 8
6 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ FRÉTTIR Á gamlársdag voru gefin saman í lijóna- band af síra Jakob Jónssyni ungfrú Rebekka Jónsdóttir, hjúkrunarkona, Leifsgötu 13 og Guðbjörn Guðlaugsson vélvirki, Rauðarárstíg 22. Heimili þeirra verður fyrst um sinn á Leifsgötu 13. 7. janúar opinberuðu trúlofun sína Þórdís Kristjánsdóttir yfirhjúkrunarkona sjúkrahússins í Húsavík og Þórhallur B. Snædal, húsasmiður, Húsavík. Verndið börnin heitir nýtt rit um barna- uppeldi, sem Bamaverndarnefnd Reykja- víkur hefir gefið út foreldrum til leiðbein- ingar. Rit þetta er tekið saman af prófess- or Símoni Jóh. Ágústssyni og myndirnar teiknaðar af Stefáni Jónssyni. Til þess að rit þetta næði til sem flestra, voru barnaskólar bæjarins beðnir að lit- býta því. Þeir sem kunna að hafa orðið útundan i þeirri úthlutun og hug hafa á að eignast rit þetta, geta fengið það á skrif- stofu Barnaverndarncfndar Rvíkur Ing- ólfsstræti 9 B, alla virka daga kl. 10—12 og 14—15. Geðverndarfélag Islands. 18. desember síðastliðinn var haldinn stofnfundur Geðverndarfélags Islands að frumkvæði dr. Ilelga Tómassonar. Framhaldsstofnfundur var 17. janúar. Þessa félagsskapar verður getið síðar. fræðslufyrirlestur um mænusótt á fundi F. I. H. Var sá fundur vel sóttur. Félagskonur eru 264 og 40 aukafélags- konur. Heiðurfélagar eru 13. Reykjavík, 28. nóv. 1949. Sigríður Eiríksdóttir, formaður, Frá Heimilissjóði F. 1. H. Peningar afhentir gjaldkera (B. S.) þ. 16/12 f. á.: Kr. 250,oo, frá sjúkrahúsi Hvítabandsins, innk. fyrir minningar- spjöld. Kr. lOO.oo, til minningar um Unni sál. Guðmundsdóttur frá vinkonu hinnar látnu, samt. kr. 350,oo. M. J. P. s. Þess skal að gefnu tilefni getið, að ég undirrituð var kosin gjaldkeri Heim- ilissjóðs, þá er sjóðurinn var stofnaður, árið 1944, en afhenti Bjarneyju Samúels- dóttur embættið, þegar ég sigldi síðast, til framhaldsnáms, og hefi eigi tekið við því aftur. Virðist mér, sem svo oft er á ferð og flugi, að gjaldkerastörfin fari vel í vönum höndum frk. Bjarneyjar, en mun þó að sjálfsögðu gera skyldu mína, hve- nær sem þess verður krafizt. 1. jan. 1950. Margrét Jóhannesdóttir. Bazar og happdrætti. Basar var haldinn til ágóða fyrir Heim- ilissjóð þann 5. febrúar síðastliðinn í húsa- kynnum verzlunar Jóns Björnssonar, sem Pétur Guðmundsson í Málaranum lánaði endurgjaldslaust af mikilli góðvild. Bas- arnefndinni bárust margar góðar gjafir frá bjúkrunarkonum og ýmsum hollvin- um þeirra. Salan gekk ágætlega og nam andvirði þess, sem seldist um 15 þúsund krónum. Hjúkrunarkonur þær, sem undir- l)juggu og önnuðust basarinn sýndu þakk- arverðan dugnað í starfi sínu. Síðastliðið ár var efnt til happdrættis um handsaumáð veggteppi, hinn mesta kjörgrip, til ágóða fyrir Heimilissjóð. Gef- endur voru þau hjónin Anna og Gísli J. .Tohnsen. Dregið var 10. febrúar stíðast- liðinn og kom upp númer 2793. Ágóðinn af happdrættinu var um 10 þús. krónur. Á 30 ára afmæli Fél. ísl. hjúkrunar- kvenna færðu áðurnefnd ágætishjón

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.