Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 6

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 6
4 Fulltrúar í Hallveigarstaðanefnd. Guð- ríður Jónsdóttir á Kleppsspítala var kos- in, en til vara Katrin Gísladóttir. Fulltrúar í Áfengisvarnarnefnd voru endurkosnar Jóhanna Knudsen og Ragn- hildur Guðmundsdóttir, en Þuríður Þor- valdsdóttir og María Guðmundsdóttir voru nýkjörnar. Til vara voru Þorbjörg Árnadóttir og Halldóra Þorláksdóttir end- urkjörnar. Launakjör hjúkrunarkvenna í einka- hjúkrun. Stjórnin liafði fjallað töluvert um þetta mál, og taldi, að hjúkrunarkon- ur þær, sem stunduðu einkahjúkrun að meira eða minna leyti, byggju ekki leng- ur við viðunandi launakjör, cf þær héldu sig við hinn gamla taxta, þrátt fyrir gild- andi dýrtíðaruppbót, og væri því hrýn nauðsyn á að samræma laun þeirra l)æði í tímav. og vöktum nokkuð í hlut- falli við lögbundið kaup spítala- og heilsuverndarhjúkrunarkvenna. Stjórnin har fram eftirfarandi taxta á félagsfundi þ. 12. maí s.l. 1. Sjúkravitjanir, sem ekki fara fram úr klst. ki’. 15,00 pr. klst. 2. Fari vitjun fram úr klst. greiðist kr. 12,00 pr. klst. og framhaldsgreiðsla eftir því. 3. Næturvakt kr. 96.00 pr. 8 klst. vakt. 4. Eftirvinna kr. 12.00 pr. klst. umfram 8 ldst. vakt. 5. Dagvakt kr. 60.00 pr. 8 klst. vakt. 6. Eftirvinna kr. 12,00 pr. klst. umfram 8 klst. vakt. Að loknum talsverðum umræðum um málið var taxtinn samþykktur og jafn- framt mælzt ákveðið til þess, að hjúkr- unarkonurnar reyndu að framfylgja taxtanum, þótt hann væri að sumra dómi nokkuð hár, en þess bæri líka að gæta, að ekki væri krafizt kaups fyrir fridaga, ])ótt hjúkrunarkonan, sem vinnur lang- ar vaktir, teldi sér þörf á þeim til hvíld- ar, H.TÚKRUNARKVENNABLAÐ1Þ Félagsheimili hjúkrunarkvenna. Mikill áhugi ríkir nú meðal hjúkrunarkvenna um að koma upp félagsheimili. Á þessu ári barst sjóðnum vegleg minningargjöf kr. 5000,00 til minningar um Margréti Kristjánsdóttur, sem lézt árið 1934, en gjöfin er gefin af systur hennar, Elínu Kristjánsdóttur. Sjóðnum hafa borizt fleiri góðar gjafir á þessu ári, m.a. kr. 1000.00 frá Elliheimilinu Grund á 30 ára afmæli félagsins. Ákveðið hafði verið að halda bazar til ágóða fyrir sjóðinn, en það fórst fyrir vegna veikinda og anna. Baz- arinn mun verða haldinn fyrri hluta næsta árs og er þegar hafinn mikill undirbún- ingur að því að gera hann vel úr garði. A þessu ári mun þó verða efnt til happ- drættis til ágóða fyrir heimilið og er vinningurinn handsaumað veggteppi með mikilli handavinnu. Loks má geta þess, að frú Anna Johnsen, sem hefir gef- ið teppið, hefir tilkvnnt, að hún og maður hennar munu gefa annan grip, sem síðar verði efnt til happdrættis um, og muni það geta orðið til góðs ávinnings fyrir þann, sem heppninan liefir með sér. Ýmsar aðr- ar ráðagei’ðir eru uppi til fjáröflunar fé- lagsheimilinu og eru félagskonur hvattar til þess að styðja það nauðsynjafyrirtæki, sem mun verða til mikilla heilla fyrir framtið stéttarinnar í heild, ef fram nær að ganga. Bandalag starfsmanna ríkis og’ bæja. Síðastliðið sumar var lialdið aukaþing í B.S.R.B. og voru þar aðallega til umræðu tillögur um launauppbætur vegna hinnar sívaxandi dýrtíðar í landinu. Fyrir at- beina handalagsins fengust greiddar launuppbætur 20% til 1. nóv. þ.á. og nú er fram komin tillaga á Alþingi um að þessi launauppbót haldist óbreytt. Aðal- þing Bandalagsins var haldið dagana 26. —29. okt. kormaður F. I. H. var fjarver- andi, en þingið sóttu af hálfu lelagsins fulltrúar og varafulltrúar til skiptis. Kvenfélagasamband Islands hélt þing

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.