Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 7
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 5 sitt í júní í suniar. Vegna fjarveru for- manns var ekki fulltrúi frá F. I. H. með réttindum til atkvæðagreiðslu, en Jóhanna Knudsen og Þorbjörg Árnadóttir gengu frá tillögum til þingsins frá Félagi ísl- hjúkrunarkvenna viðvíkjandi mikilvæg- um heilsugæzlumálum, svo sem hyggingu h j úkrunark vennaskóla, heilsuvernadar- stöðvar og sjúkrahúsa, ásamt aukinni fræðslu í framhalsdskólum um heilsu- vernd. International Council of Nurses hélt al- þjóðaþing- sitt í Stokkhólmi dagana 12. 16. júní s.l. en frá 3. júní voru haldnir nær samfelldir stjórnarfundir bæði í I.C.N. og i Florence Nightingale Inter- nationaí Foundation. Frá Islandi fóru auk formanns hinir kjörnu fulltrúar félagsins, Sigríður Bachmann, Jakobína Magnús- dóttir, Þorbjörg Árnadóttir og María Pétursdóttir. Auk þess sótti Ásrún Sigur- jónsdóttir þingið. Voru þama unnin mörg mikilvæg störf, m.a. lauk margra ára um- ræðum með fullu samkomulagi um framtíðarstarfsemi Florence Nightingale International Foundation, en sú starf- semi verður nú í samráði við og undir aðalstjóm I. C. N. Að loknu hjúki'unar- kvennamótinu í Stokkhólmi fóru 4 full- trúanna til Finnlands og tóku þar þátt í fræðsluviku, sem haldin var í Helsingfors um sjúkrahúsmál, heilsuvernd og kennslu- fyrirkomulag Finna í þessum greinum. Námskeiðið var mjög fræðandi, eins og raunar öll mótin. Fulltrúarnir fóru allir för þessa félaginu að kostnaðarlausu. Dansk Sygeplejeraad 50 ára. D. S. R. átti 50 ára afmæli dagana 27.—30 okt. sl. Formanni hafði verið hoðið til hátíða- haldanna og tók hún því boði, en F. I. H. greiddi þann hluta farareyris, sem vantaði á aðstoð annars staðar frá. Mun sú upp- liæð vera um 595,00 kr. Mótið var allt hið ánægjulegasta og afhenti formaður D.S.R. í afmælisgjöf vatnslitamynd frá Þing- yöllum, málaða af Ásgrnni Jónssyni, — Safnað hafði verið inn fyrir málverkinu hjá félagskonum. Fél. ásl. hjúkrunarkvenna 30. ára. — F. I. H. átti 30 ára afmæli 19. nóvember s.l. Hélt félagið upp á afmæli sitt með veizlu í Sjálfstæðishúsinu að kvöldi hins 19. nóv. Félagið íekk mikið af heilla- óskaskeytum í tilefni af afmælinu, auk góðra gjafa til heimilissjóðsins, eins og að framan getur. Auk þess átti stjórnin viðtal við blaðamenn allra dagblaða Reykjavíkur og útvarpið um áhugamál sín og framtíðaráætlanir. Sjóðir I eign Fél. ísl. hjúkrunarkvenna: Félagssjóður (Eignir fél.): Kr. 22,858,42. Sumarhússsjóður: Kr. 1615.00. Félagsheimilissjóður: Kr. 30.000,oo. Minningarsjóður Guðrúnar Gísla- dóttur Björns: Kr. 8597.02. Námsstyrkir hafa engir verið veittir á árinu, en ungfrú Ragnheiður Árnadóttir er nú við nám við háskólann í Árósum, og hefir hún því rétt til námsstyrks Sam- vinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum. —o—- Stjórnin hefir skrifað 103 bréf á árinu, auk ýmsra skýrslna, meðmæla og annarra upplýsinga, sem óskað hefir verið eftir. 9 hjúkrunarkonur útskrifuðust frá Lands- spítalanum með góðri einkunn. Af íslenzk- um hjúkrunarkonum eru nú við störf eða framhaldsnám: 2 í Danmörku, 1 í Græn- landi, 10 í Noregi, 2 í Svíþjóð, 2 í Eng- landi, 3 í Ameríku, 1 í Belgíu. Hér á isndi lrafa starfað á árinu 14 danskai hjúkrunarkonur, 3 sænskar, 1 norsk oy 1 kanadísk, auk 2 hollenzkra hjúkrunar- kvenn og 8 þýzkra, sem ekki hafa verið ráðnar í samráði við félagið. Jóhann Sæmundsson prófessor hélt einn

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.