Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Side 8
■^JJfín (junnaridóttir:
Heimsókn á farsóttarhús
í Englandi
Fyrir nokkrum mánuðum síðan, er ég
var á ferð erlendis, heimsótti ég farsótt-
arsjúkrahús í einni af stæi'stu iðnaðarborg-
um Englands. Var þessi heimsókn mér
mjög minnisstæð, því svo sérstakkga vel
var tekið á móti mér. Held ég að hjúkr-
unarliði spítalans hafi einnig þótt fróð-
legt að hitta hjúkrunarkonu frá íslandi,
því margar spurr.ingar voru lagðar fyrir
mig og reyndi ég að svara þeim eins greið-
lega og mér var unnt.
Birmingham Citv Fever Hospital er sér-
stæð bygging, sem stendur í fögrum garði.
Hver deiid er í sérstöku eins hæða húsi,
sem inniheldur 12—24 smá herbergi og
er innangengt í þau af svölum. Aðeins
einn sjúklingur er í herbergi hverju, sem
gerir smitun á milli sjúklinga næstum
óþekkt fyrirbæri.
Deildir sjúkrahússins eru 14 að tölu og
mátti þar finna flestallar farsóttir, en sú
deild sem mest vakti athygli mína var
taugaveikisdeildin, var sú deild þétt skip-
uð, þar sem ný afstaðin var taugaveikis-
epidemía í litlu þorpi rétt fyrir utan Birm-
ingham. Þetta var 24 manna deild og var
hverjum sjúklingi hjúkrað út af fyrir sig.
Hver sjúklingur hafði merkta þvottaskál
og bekken. Við dyr herbergisins héngu
hlífðarsloppar og fer lækna- og hjúkrun-
arlið aldrei inn í herbergið án þess að fara
í þessa sloppa. Hjúkrunarkonurnar íklædd-
ust, afklæddust og hengdu sloppana upp
á alveg sérstakan hátt. Áður en þær af-
klæddust sloppnum þvoðu þær sér um
hendur með sótthreinsandi sápu (hand-
laug var við hverjar herbergisdyr), síðan,
án þess að þerra hendurnar, afklæddust
þær sloppnum og brutu hann saman, svo
burstuðu þær og þvoðu aftur á sér hend-
urnar og þerruðu. Notuð voru smá hand-
klæði og pappírsþurrkur; var hvert hand-
klæði aðeins notað einu sinni.
öll ílát og aðrir hlutir, sem nálægt
sjúklingnum komu, voru sótthreinsuð af
mikilli varúð, t. d. matarílát voru látin
liggja í bleyti í sótthreinsandi vökva í
sólarhring, síðan þvegin í góðu sápuvatni,
skoluð og soðin í 30—40 mínútur.
Allar matarleifar, þvag og saur lá í
sótthreinsandi efni í 8 klst. áður en því
var fleygt. Óhreinn þvottur lá í bleyti í
24 klst. Þá skolaður og sendur í þvott.
Eftir að yfirhjúkrunarkonan hafði út-
skýrt fyrir mér, hvernig þessum sjúkling-
um er hjúkrað, bauð hún mér að vera við-
stödd fyrirlestur um taugaveiki, sem yfir-
læknir sjúkrahússins, Dr. Ker ætlaði að