Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Qupperneq 9
tímarit hjúkrunarfélags íslands
halda næsta dag fyrir hjúkrunarkonur
sjúkrahússins og þáði ég það boð.
Var erindi þetta mjög lærdómsríkt og
ætla ég nú í fáum orðum að fara yfir helztu
atriði þess. Taugaveiki eða typhus-sýkill-
inn berst aðallega milli manna með mat
og drykk (food-borne), einnig berast aðr-
ir sjúkdómar á þennan hátt, eru það t. d.:
a) Matareitrun.
b) 1. Blóðsótt (Dysenteria Baciliaris).
2. Blóðkreppusótt (Dysenteria
Amboebica).
c) Garnabólga (Gastritis).
d) Berklar.
e) Einnig sjúkdómar af streptococca-
ættinni.
Þær tegundir matvæla sem virðast vera
hættulegastar eru þær sem mikið eru með-
höndlaðar áður og eftir að þær ná til neyt-
enda. Hakkað kjöt, pylsur, mjólk og rjóma-
ís eru afurðir, sem fara í gegnum hendur
margra manna áður en þær eru tilbúnar
til neyzlu. Verið getur að einhver fram-
leiðandinn'sé með streptococci-sýkil í hálsi
eða nefi. Getur sýkill þessi fallið yfir
matinn.
Lélegar geymslur eru stórhættulegar; ef
framleiðslan hefur verið smituð og svo sett
í lélega geymslu, fá sýklarnir gott tæki-
færi til að margfaldast og útbreiðast. Rott-
ur og mýs í geymslum eru oft slæmir smit-
berar.
Framleiðandi getur smitað framleiðslu
sína:
a) Með höndunum. Framleiðandinn get-
ur verið typhus eða dysenteria-smit-
beri jafnvel án þess að vita það sjálf-
ur, hann þvær ekki hendur sínar
nógu vel eftir salernisnotkun og ber
þannig sýkilinn á höndum sínum frá
anus í framleiðsluna, þar sem sýk-
illinn margfaldast og verður neyt-
anda stórhættulegur. Sár á fingri
7
geta einnig smitað, þar sem þau eru
oft staphylococci inficeruð.
b) Eins og ég nefndi áður, ef framleið-
andi er með kvef eða hálsbólgu, þá
fellur sýkillinn frá hálsi og nefi
yfir matinn.
Illa þvegin áhöld og ílát, sem notuð eru
til að geyma eða framleiða í, eiga sinn
þátt í smithættunni. Mörg dýr bera sýkla;
eru rottur, mýs og flugur hættulegastar.
Bera þau oft sjúkdóma af Samonella-
ættinni.
Um mjólk og mjólkurafurðir hefur ver-
ið mikið rætt sem smitbera. Mjólkin getur
smitast á ýmis konar hátt áður en hún
nær til neytenda: t. d. sýktar kýr og
mjaltarmaður, óhreinindi í fjósi, illa þveg-
in ílát o. fl. og mættum við minnast alls
þessa hér heima. I sumum löndum, þar sem
vatnsveitan er ófullnægjandi, á vatnið oft
sök á sjúkdómi sem taugaveiki.
Taugaveikissjúklingar eru oft mjög illa
haldnir, hár hiti, höfuðverkur, uppköst og
niðurgangur. Þurfa þeir góðrar hjúkrun-
ar við. Kvaðst dr. Ker hafa fastar reglur
á sínu sjúkrahúsi hvernig hjúkra ætti
þeim sjúklingum.
Fyrstu dagana, þegar hitinn er hæztur,
fær sjúklingurinn aðeins fljótandi fæði,
3000—3500 ml. yfir sólarhringinn, sem
er gefið í smá skömmtum á 2 tíma fresti,
er aðallega gefið rjómabland, rjómaís,
hafraseyði og kjötsoð, sem síðan er breytt
smám saman í létt fæði, er hitinn hefur
fallið.
Chloramphenicol er lyfið sem nú er að-
lega notað. Er það gefið í stórum skömmt-
um 500 mg á 4 tíma fresti, þangað til hit-
inn hefur lækkað, síðan 500 mg á 6—8
tíma fresti í 2—3 vikur. En áður en lyf-
gjöfin hefst, eru blóð-, þvag- og saurpruf-
ur sendar til rannsóknar og síðan er blóð-
ið rannsakað tvisvar í viku hverri, þvagið
annan hvorn dag, en saurinn daglega. Og