Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Qupperneq 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Qupperneq 13
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS ingja hins slasaða, en hann getur þá og þegar misst meðvitund og hefur e. t. v. engin skilríki á sér. Þá þai'f að athuga hvort blæðir úr sár- um. Bláæðablæðing (þegar dökkt blóð renn- ur jafnt úr sárinu eins og úr vatnskrana) stöðvast venjulega, ef blæðandi staðnum er lyft hærra en hjartað liggur, eða ef þrýst er með grisju eða öðru efni fast að sárinu. Við slagæðablæðingu spýtist ljósrautt blóð úr sárinu í samræmi við hjartaslögin. Sé ekki hægt að stöðva blæðinguna með því að þrýsta á sjálft sárið, þá reynir maður að þrýsta fingrinum gegnum húð- ina fyrir miðju sárinu og klípa þannig saman æðina. Dugi það heldur ekki, og blæði kröftuglega, má, ef það er útlimur sem blæðir úr, reira um liminn. Til þess er notaður klútur, sem bundinn er með hnút um upphandlegg eða læri. Undir hnútinn þarf að setja trausta spítu, og er henni síðan snúið unz bandið herðir að. Haldið er áfram að snúa uppá þar til blæð- ingin stöðvast. Þannig umbúðir mega aðeins liggja kyrrar í 15—20 mínútur, annars getur það skaðað liminn, sem ekki þolir að blóðrásin sé stöðvuð lengur. Verði sjúkrabíllinn ekki kominn að þeim tíma liðnum, þarf að losa um bandið í eina mínútu. Hlúa verður að hinum slasaða með ábreiðu eða yfirhöfnum. Ef hann er með rænu, þarf að reyna að róa hann og koma fram með festu og stillingu. Látið hann ekki sjá sárin og ekki vita hve alvarlega hann er meiddur. Því hræddari og æstari sem sjúklingurinn er, því meira blæðir honum. Leyndannál skottulæknanna sem hér áður voru frægir fyrir að geta stöðvað blæðingar, hefur vafalaust verið í því fólgið að þeir gátu róað sjúklingana. Við það hefur ósjálfráð- 11 ur hæfileiki líffæranna til blóðstorknunar verkað betur. Oft flykkist forvitið fólk að, og það veldur einnig hræðslu. Reynið, svo sem mögulegt er, að halda mannfjöldanum í fjarska, m. a. með því að láta hann mynda varnargirðingu. Látið þá sem eiga bílana fara með þá til hliðar og kveikja stöðu- ljósin. Stundum eiga sér önnur umferða- slys stað vegna þess að menn koma að í fartinni og lenda á farartækjum, sem lagt hefur verið ljóslausum, eða með Ijósum sem blinda vegfarendur. Aldrei má vanrækja að veita hjálp í við- lögum í þeirri trú, að hinn slasaði sé dá- inn. Þótthjúkrunarkonurhafi, vegna stöðu sinnar, séð margt dáið fólk, þá mega þær aldrei undir þessum kringumstæðum kveða upp þann dóm, að sjúklingurinn sé dáinn. Eftir slysfarir getur lífsneistinn verið svo veikur, að aðeins sé á færi lækna að sanna að hann sé til. En samt getur verið hægt að bjarga lífi sjúklingsins. Margrét Jóhannesdóttir þýddi úr tímariti danska hjúkrunarfél. Þakkir! Ég færi félagskonum í Hjúkrunarfélagi íslands alúðarþakkir fyrir mjög rausnar- lega peningagjöf, sem mér var afhent á 40 ára afmæli félagsins. — Vona ég að gefendur misvirði ekki, þótt ég noti gjöf- ina til þess að bæta á einhvern hátt að- stöðu við stjórnarstörf félagsins, en það þætti mér vænt um að geta gert. Sigríður Eiríksdóttir. s>-----------------------------------«> Deildarhjúkrunarkona óskast í Kópavogshælið nýja. Upp- lýsingar á staðnum og í símum 19785 og 19084. 4------------------------------------<4

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.