Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Side 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Side 20
18 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS Raddir hjúkrunarnema Félag íslenzkra h j úkrunark venna fertugt Þ. 19. nóv. s.l. átti Félag ísl. hjúkrunar- kvenna 40 ára afmæli og var þess minnzt með hófi í Sjálfstæðishúsinu tveim dögum síðar. Þátttakendur í hófinu voru á þriðja hundrað manns, sem virtust skemmta sér hið bezta. Vegna þeirra sem ekki „voru með“ vil ég lýsa þessari veizlugleði að nokkru leyti. Sezt var að sameiginlegu borðhaldi kl. 19,30. Undir borðum var mælt fyrir minni frú Sigríðar Eiríksdóttur, sem verið hef- ur formaður félagsins með heiðri og sóma í 35 ár, en þvínæst talaði afmælisbarnið og Ásrún Sigurjónsdóttir las upp frum- samið ljóð. Þá var sunginn borðsálmur, og söng forsöngvarinn, Sigríður Guð- mundsdóttir hjúkrunarkona, fyrri hluta hverrar vísu, en síðan tóku aðrir undir og sungu viðlagið. — Mun sálmurinn í heild birtur hér í blaðinu. — Þá voru lesin upp heillaskeyti, sem borizt höfðu víðs vegar að, en að því loknu voru borð tekin upp og dans stiginn til kl. 3 um nóttina. Það er að segja, dansað var milli þess sem skemmtiatriðin fóru fram, en þau voru þessi: Sigríður Guðmundsdóttir og Hulda Emils sungu tvísöng, Bessi Bjamason, Steindór Hjörleifsson og Knút- ur Magnússon sýndu leikþátt og Jón Val- geir og Edda Scheving spánska dansa. Allt vakti þetta gleði og hrifningu og var það mál manna, að afmælishófið hefði farið fram með prýði. M. J. Læknirinn kemur þangað sem sólin kemur ekki. Lifðu lífinu. Hugsaðu aldrei að ástæðulausu um sjúkdóm. Hugsaðu mikið um aðra, minnst um sjálfan þig. ÍHreJna Björnsdóttir Elísabet Pálsdóttir Gunnur Sœmundsdóttir Ég seilist eftir vekjaraklukkunni og stöðva hana. Klukkan er sjö og ég hugsa ekki lengra en það á því augnabliki, hversu yndislegt væri að sofa lengur, aðeins eina mínútu, tvær mínútur, fimm mínútur væri alveg dýrðlegur tími. Hversu hræðilega andstyggilegar eru ekki vekjaraklukk- ur klukkan sjö að morgni, ég tala nú ekki um í svartasta skammdeginu. Þar sem ég ligg milli svefns og vöku, heyri ég, að klukkur taka að hringja í þöglu húsinu. Ég skreiðist fram úr, hvílíkt heljarátak, sem þarf til þess. Augnabliki síðar er það gleymt, hve gott það er að sofa og vont að vakna. Dagurinn, með sitt amstur og strit, er kominn og er á sinn hátt eins miskunnarlaus og vekjaraklukkan og til við- bótar öllu venjulegu og hversdagslegu, sem vinn- unni viðkemur, þá er ég, þennan drottins dag, á mér ókunnri deild. Það, sem ég óttast mest á hverri nýrri deild, er geðvont fólk. Ég set mig í kuðung til að vera viðbúin öllu illu, en það hefur oftast reynzt óþarfa fyrirhyggja, svo fór og í þetta sinn. Það er vissum erfiðleikum háð að vera ókunn- ugur, og ég er með þeim ósköpum gerð, að þar sem ég er ókunnug, rek ég mig á allt og alla. Tærnar á mér verða harðast úti, því að alls staðar er eitthvað fyrir þeim. Vatnið úr krönunum spýt- ist í allar áttir, þegar ég skrúfa frá þeim, eða ég toga ef til vill langan tíma í skáphurðir, sem eru negldar aftur. Suðupottarnir krefjast sér- stakrar athygli og umhugsunar, því að niður- soðnar sprautur og angan af steiktum gúmmí- slöngum eiga litlum vinsældum að fagna. Er inn á sjúkrastofu kemur, finn ég sjúkling- ana horfa á mig spurnaraugum, það er eins og þeir spyrji, „hvernig ertu“? Minnimáttarkenndin, hinn svarni óvinur minn og margra annarra, hyggst nú þjarma að mér. Með sjálfri mér end- urtek ég spurninguna, „hvernig ertu“? Ég fæ ekkert svar. Speglarnir, sem ég er að fægja, svara að vísu fyrir sig, e.i það er ekki þeirra svar, sem ég þarfnast mest. Ég rökræði við sjálfa mig. „Sjáðu til, fyrst er að vilja, svo að geta“. Síðan kemur spumingin. Hversu hæfar erum við til okkar starfa? Sjúklingarnir svara fyrir sig þeirri spumingu, ekki með orðum, heldur með fasi sínu

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.