Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 8
Svo sugði hún í fyrsta sinn sögu
sína. Faðir hennar hafði dáið
skyndilega þegar hún var 5 ára.
Honum var ekið heim á sleða og
hann lagður í hlöðuna á bænum.
Þetta skeði meðan móðirin
var í miðjum jólabakstrinum.
Snemma næsta morgun læddist
litla stúlkan út í hlöðuna til þess
að sjá föður sinn. Hún tók eftir
einkennilegum blettum á iljun-
um. Þegar sjúklingurinn var 13
ára dó móðirin. Hún varð
skyndilega veik. Þegar læknir-
inn kom leit út sem hún væri
skilin við. Hún raknaði þó við
aftur, en dó svo daginn eftir.
Þessir atburðir höfðu mikil á-
hrif á litlu stúlkuna, en hún tal-
aði aldrei um þá. Þegar frá leið
fór hún sjálf að fá tilfelli af
skinndauða. Þau komu gjarnan
ef hún fann lykt af safran,
negul og öðru jólakökukryddi.
Þá þaut hún beinustu leið heim,
lagðist í rúmið og dró lakið upp
fyrir höfuð. Á næsta augnabliki
var hún ,,dáin“, á fætur hennar
komu „líkblettir“ eins og þeir
sem hún hafði séð á föður sín-
um. Þegar hún raknaði við aft-
ur fann hún alltaf til lamandi
þreytu, og sviða í fótunum þar
sem blettirnir voru. Saga henn-
ar gaf til kynna hvers eðlis lík-
blettirnir væru. Þeir voru eins
konar „stigmatisering“ af hyst-
eriskum orsökum. (Sbr. þegar
persónur fá vessandi sár í lóf-
ana og á ristarnar eins og Krist-
ur eftir krossfestinguna vegna
ekstatiskrar innlifunar í þján-
ingar Krists).
Hve lanyt á é<j eftir, læknir?
Sjúkrahúsið er venjulegast
síðasti samastaður mannsins
hér í lífinu, síðasta heimilið.
Oft fer læknirinn stofuganginn
einn, sezt niður og rabbar smá-
stund við sjúklinginn. Þá kem-
ur gjarnan spurningin: „Á ég
bráðum að deyja, læknir?“ Og
svarið verður að sjálfsögðu:
„Það getum við ekkert sagt á-
kveðið um.“
Á sjúkrahúsi fá sjúklingar
meðferð til hinztu stundar. Þeir
eiga að geta treyst því að allt sé
gert sem hægt er fyrir þá.
Keynslan sýnir að þetta er einn-
ig það bezta fyrir þá nánustu.
Oft kemur fyrir að sonur eða
dóttir láta orð falla um að það
væri kannski eins gott að
„mamma fengi ekki stimuler-
andi lyf“ eða að „pabbi fengi
ekki penicillin“, Slík ráð eru
ekki tekin til greina í samræmi
við þá reglu áð ræða hvorki
meðferðina við sjúklinginn né
aðstandendur. Þegar sjúkling-
urinn er látinn, bera oft hinir
sömu fram spurninguna: „Þér
gerðuð auðvitað allt sem hægt
var, læknir?“ Og léttirinn yfir
jákvæðu svari er oft áberandi.
Áhyggjur veyna
fj ölskyldunnar.
Aldraður sjúklingur skilur
að sjálfsögðu að dagar hans eru
brátt taldir. En jafnvel margir
dauðveikir, sem ekki eru svo
mj ög gamlir, vita kannske löngu
áður með sjálfum sér, að hverju
dregur.
Þeir liggja þarna í sjúkra-
rúminu og hafa áhyggjur af
fjölskyldunni. Mæðurnar hugsa
um hvernig börnunum muni
farnast, féðurnir hvernig fjár-
hagur fjölskyldunnar verði.
Ef maður verður var við að
sjúklingur hafi áhyggjur ber
manni að spyrja hvort það sé
nokkuð sem maður geti hjálp-
að með. Ef til vill segja þeir:
„Getur systirin ekki lesið svo-
lítið fyrir mig?“ Og þar sem
maður getur gefið sprautu án
þess að trúa því að þær gagni
nokkuð, ætti maður áð geta les-
ið sálm eða bæn fyrir hinn deyj-
andi þótt maður sé ef til vill
ekki trúaður sjálfur.
Við banabeðinn á að vera ró
og- kyrrð. Vilji hinn sjúki hafa
aðstandanda hjá sér, ætti að
koma því svo fyrir að hann
geti ætíð verið nærri og geti
hvílst þegar sjúkl. sefur, en
hægt sé að kalla hann hvenær
sem er að sj úkrabeðnum.
Oft fer allur stofugangur inn
til sjúklingsins. Þetta er ekki
heppilegt. Aðeins lækniiúnn á-
samt einni hjúkrunarkonu ættu
áð fara þangað inn. Þegar hann
og annað starfslið gerir það
sem hægt er, er ekki nauðsyn-
legt að gera hinar síðustu erfiðu
stundir erfiðari.
Það er svo margt, sem hægt
er að gera úr litlu. Til dæmis
bara það að maður virki ekki
alltaf svo mjög upptekinn, að
sjúklingur þori ekki að ónáða.
Hve lanyt á éy eftir?
Áður en penicillin og önnur
antibiotica komu til sögunnar
gat reyndur læknir eða hjúkr-
unarkona vitáð stundina, þegar
sjúklingurinn dæi. I dag er erf-
iðara að segja til um hvenær
stundin kemur.
Síðasti merkimiðinn.
Vikurnar líða. Fjölskyldan
vill ekki yfirgefa hinn sjúka og
hinn sjúki vill ekki vera einn.
Starfsliðið má oft hughreysta
bæði sjúklinginn og ættingja
hans. En öllu framar er að
hjúkrunin sé ekki vanrækt eitt
augnablik.
Hjúkrun deyjandi verður að
vera eins nákvæm og sú sem
aðrir sjúklingar fá. Sprautur séu
gefnar og sjúklingnum sé snúið
reglulega til að fyrirbyggja legu-
sár. Maturinn á að vera eins lyst-
ugur og hægt er.
Og svo að lokum kemur allra
síðasta aðhlynningin. Augum
hins látna er lokað. Kyrrð og ró
í stofunni. Ef til vill les einhver
bæn. Hinir nánustu eiga að fá að
vera einir um stund til að kveðja.
Síðan sé þeim vísað á rólegan
stað. Gluggarnir eru opnaðir og
lokað fyrir ofna. Hafi hinn látni
hringa eða skartgripi á sér eru
þeir afhentir ættingjum gegn
kvittun. Líkaminn er þveginn
og hárið hirt. Lausar tennur (ef
32 TÍMAKIT UJÚKHUNARFÉLAGS ÍSLANDS