Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 26
Utgáfu- og kynningarnefnd SSN
Árið 1955 var stofnuð út-
breiðslunefnd SSN — SSN Pub-
lic Relation Committee •— enda
náði þá hugtakið „Public Rela-
tion“, eða kynningar- og út-
breiðslustarfsemi, til flestra
sviða þjóðlífs.
Nefndina skipuðu ritstjórar
norrænu hj úkrunartímaritanna
og tóku sér fyrir hendur að efla
norræna hyggju, útbreiðslu og
kynningarstarf innan vébanda
SSN. Viðfangsefnið var og er
þess eðlis, að stöðugrar elju er
þörf, og verkið vinnst ekki allt
í einum áfanga. Hin einstöku
verkefni eru breytileg, en mark-
miðið helzt óbreytt og þar með
tilgangur nefndarinnar.
I upphafi hét nefndin út-
breiðslunefnd en nú útgáfu- og
kynningarnefnd, og hæfir síð-
ari nafngiftin tilganginum bet-
ur.
Fyrsti formaður nefndarinn-
ar var Vera Brock, ritstjóri
danska hj úkrunartímaritsins,
en núverandi formaður er Mara-
jatta Katajamáki, sem jafn-
framt er aðalritstjóri málgagns
finnskra hjúkrunarkvenna.
Meginviðfangsefni umræddr-
ar nefndar snýr að fulltrúamót-
unum annað hvort ár. En kynn-
ingarstarfsemi nefndarinnar hér
mótast einkum af því, hvort
landsnefndir þær, er mótin ann-
ast, óska íhlutunar og aðgerða
nefndarinnar á sviði útgáfu- og
kynningarstarfs.
Mikilvægt hefur verið, að í
nefndinni hafa átt sæti ritstjór-
ar hjúkrunarblaðanna, en þeir
hafa átt þess kost í störfum sín-
um að koma á framfæri nor-
rænni samhyggð, jafnframt því
að skiptast innbyrðis á upplýs-
ingum af starfsvettvangi. Góð
reynsla hefur skapað það sam-
dóma álit, að framvegis sem
hingað til verði nefndin skipuð
ritstj órum tímarita þeirra hj úkr-
unarfélaga, sem aðild eiga að
SSN.
Nú á byrjuðum öðrum ára-
tug liggur fyrir að meta er-
indi og erfiði nefndarinnar og
móta sameiginlegt upplýsinga-
starf á komandi tímum. Kemur
þar til fréttaþjónusta milli land-
anna, samtímis birting frétta-
greina í öllum norrænu hjúkr-
unartímaritunum, og kynnis-
ferðir til þeirra landa og staða,
þar sem nýjunga gætir. Einn-
ig má geta kynnisferðar fyrir
rúmlega ári síðan. Var sú
ferð skipulögð af þáverandi for-
manni nefndarinnar og reyndist
bæði ánægjuleg og fróðleg
nefndarmönnum og leiddi síð-
ast en ekki sízt til athyglis-
verðra skrifa.
Nefnd sú, er hefur með hönd-
um endurskoðun starfshátta
SSN, hefur nýlega látið frá
sér fara tillögu um heildar-
skipan samtakanna. Ekki ligg-
ur enn fyrir á hvern hátt sú
skipan máía, sem þar er gert ráð
fyrir, hafi áhrif á framtíðar-
störf og tilveru útgáfu og kynn-
Marajatta Katajaniáki
ingarnefndarinnar. Til mála
hefur jafnvel komið að leggja
hana niður í núverandi mynd, en
efna í þess .stað til reglubund-
inna ritstjórafunda norrænna
h j úkrunartímarita.
Hvað sem öðru líður þá gegna
tímarit hjúkrunarfélaganna
veigamiklu hlutverki til efling-
ar norrænum anda og sam-
skiptum frændþjóðanna á sviði
hjúkrunarmála.
Aukin víðsýni og þekking á
hinum faglegu málefnum á
Norðurlöndum kemur í veg fyr-
ir einstrengingshátt og leiðir til
framsýni og frekari kynna af
öðrum þjóðum.
Aldu Halldórsdóttir
þýddi.
50 TÍMAIUT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS