Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 20
Leiðbeiningatafla um barnasjúkdóma Kristjnna Sigurðardóttir þýddi og endursagði. Þegar börnin veikjast af barnasjúkdómuni, er gott að liafa þessa töflu við höndina. Hún gefur stutt og góð svör við ýmsu. SJÚKDÓMUR: Orsök og meðgöngutími: Sjúkdómseinkenni: MISLINGAR (Morbilli). Mjög smitandi vírussjúkdómur, smit- ast með úðunarsmitun, t. d. við hósta. Meðgöngutimi 10—12 dagar. Byrjar með nefkvefi og einkennandi hörðum hósta. Hvarmarnir verða rauð- ir og á slimhimnuna inni í munninum (kinnunum) koma litlir hvítir dilar. Á öðru stigi sjúkdómsins korna smá- dílótt útbrot, fyrst á andlit, svo á all- an líkamann, hár hiti, sem lækkar eft- ir nokkra daga, og um leið smáhverfa útbrotin. RAUÐIR HUNDAR (Rubeolae). Smitandi vírussjúkdómur, þó ekki eins smitandi og mislingar. Uðunar. smitun. Meðgöngutími 14—20 dagar. Lítilsháttar kvefeinkenni. Aumir bólgnir vessakirtlar aftan á höfði. Kauð upphleypt útbrot fyrst í framan, svo um allan líkamann. Þau hverfa eftir nokkra daga. Lítill eða enginn hiti í 2—3 daga. SKARLATSSÓTT (Skarlatina). Bakteríur, sem nefnast streptococ- cus pyogenes. Smitun við beina snert- ingu, og úðunarsmitun og getur flutzt með heilbrigðu fólki. Meðgöngutimi 1—5 dagar. Byrjar með nefkvefi og hálsbólgu, sjúkl. er máttlaus með 38—40 st. hita. Eftir 1—2 daga koma útbrotin, litlir rauðir dilar, sem liggja þétt saman, en renna út i stærri fleti eftir nokkra daga. Kokið verður rautt og þrútið, rauðar bólur á tungunni. Hitinn og út- brotin hverfa venjulega eftir nokkra daga, í hæsta lagi 1 viku. Síðan hreistr- ar húðin. KÍGHÓSTI (Tussis convulsiva). Orsakast af sérstakri bakteriu, kíg- hóstabakteríunni. Oðunarsmitun og bein snerting. Meðgöngutími 7—14 dagar, stundum lengri hjá ungbörn. um. Byrjar eins og venjulegt kvef með hósta og hita. Eftir 1—2 vikur byrjar sogið, þ. e. langt hóstakast með ýlfr- andi sogum og oft uppköstum á eftir. Sjúkdómurinn getur tekið allt að 6—8 vikur. HLAUPABÓLA (Varicellae). Mjög smitandi vírus-sjúkdómur. Smitast við snertingu eða úðunar- smitun. Meðgöngutími 13—16 dagar. Kauðir dílar, sem verða að vessaból- um um allan líkamann, þorna svo og flagna. Lítill eða hár hiti í nokkra daga. HETTUSÓTT (Parotitis epidemica). Smitandi virussjúkdómur. Með. göngutími 16—21 dagur, í fáum til- fellum lengur. Bólgnir munnvatnskirtlar, þannig að önnur eða báðar kinnar bólgna mikið. Bólgan eykst fyrstu dagana, en hjaðnar svo eftir eina viku eða svo. Sjúkdómnum fylgir venjulega hiti i 3—4 daga, stundum allt að 40 st. h. 44 TÍMARIT HJÚKRUNarfelags ísi,ands

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.