Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 10
GuSfinna Thorlacius: Finnlandsferð 6.—14 nóv. 1967 Dagana 6.—14. nóv. s.l. var haldið í Helsingfors námskeið á vegum SSN fyrir yfirhjúkrunar- konur í heilsuvernd og heima- hjúkrun. Tilgangur þessa nám- skeiðs var að ræða vandamál i samhandi við vinnuskipulagningu, stjóm og kennslu heimahjúkrun- arkvenna og heilsuvemdarhjúkr- unarkvenna á vinnustað. Þátttakendur voru 41, frá öll- um Norðurlöndunum, þar af 2 frá íslandi, Elín Anna Sigurðardóttir heilsuverndarhjúkrunarkona og Guðfinna Thorlacius aðstoðarfor- stöðukona. Námskeiðið fór fram í Finn- lands Rode Kors Kurscentrum í Helsingförs, en það er gríðarmikil bygging nálægt miðborginni. Áður en námskeiðið hófst höfðu stjómir hjúkrunarfélaganna i hverju landi fengið senda spum- ingalista um heilbrigðisþjónustu í landinu. Þar átti að svara spurn- ingum um — menntun heilsuvemdar- og heimahjúkrunarkvenna, — stöðu þeirra i heilbrigðis- þjónustunni, — starfssvið þeirra, -— hvernig varið væri sam- vinnu þeirra við aðra starfs- hópa innan heilbrigðisþjón- ustunnar og — hver væru framtíðaráform þeirra. Einnig átti að svara þvi sama um yfirhjúkrunarkonur innan heilsuvemdar- og heimahjúkrun- ar. Svörin voru siðan fjölrituð og send öllum væntanlegum þátttak- endum til glöggvunar og undir- búnings fyrir námskeiðið. Auk þess fengu þátttakendur áætlun um tilhögun námskeiðsins. Verkefnin á námskeiðinu vom sniðin eftir tilgangi þess og flokk- uð í þrjá hluta: Fyrsti hlutinn fjallaði um stjóm og skipulagningu, annar hlutinn um kennslu heilsuvemd- arhjúkmnarkvenna og heima hjúkrunarkvenna á vinnustað og síðasti hlutinn um innbyrðis- vandamál þeirra sem vinna sam- an að heilbrigðisþjónustunni. Vinnutilhögun við lausn verk- efnanna var i föstu formi og byggð þannig upp, að fyrst var haldinn fvrirlestur um efnið, síð- an vom þrjii framsöguerindi og almennar umræður, þvi næst lióp- vinna, þar sem hver hópur fékk sitt afmarkaða úrlausnarefni og siðast var svo greinargerð frá hverjum hópi. Fengnir höfðu verið finnskir prófessorar til þess að flytja fyrir- lestrana og fjölluðu þeir um efn- ið á breiðum grundvelli og leit- uðust við að gefa sem gleggst heildaryfirlit yfir vandamálin. Framsöguerindin voru aftur á móti flutt af þátttakendúm sjálf- um. Var þá valin ein frá hverju landi til að segja frá sinni starfs- reynslu og gera grein fyrir hvem- ig málum væri háttað í hennar landi. Var mjög fróðlegt að kynn- ast tilhögun hjúkmnarmála á Norðurlöndum á þennan hátt. Eftir framsöguerindin fylgdu venjulega fjörugar umræður, þvi að allar höfðu mikinn áhuga á að fræðast sem mest og fræða aðra. Með fyrirlestrana og framsögu- erindin sem veganesti var öllum þátttakendum síðan skipt í 4 hópa og fengin verkefni til úrlausnar, sem miðuðu að því að fullnýta þá kennslu, sem fólst i því sem á undan var komið. Hópvinnuverkefnin í fyrsta hlutanum, sem fjallaði um stjóm og skipulagningu, voru þessi: 1. Demokratisk stjóm og not þess konar stjómar við stjóm á vinnu heilsuvemdar- og heimahjúkmnarkvenna. 2. Hvemig getur starfsstjóm- andi fengið fram hjá undir- mönnum sínum — framtaks- semi — skapandi starf og góðan starfsárangur? 3. Vinnuáætlun heilsuvemdar- og heimahjúkmnarkvenna. 4. Hvemig á að meta vinnu heilsuverndar- og heima- h j úkrunarkvenna ? T næsta hluta, sem fjallaði um kennslu á vinnustað, vom hóp- vinnuverkefnin þessi: 1. Gmndvallaratriði í sambandi við ráðningu nýrra heilsu- verndar- og heimahjúkrunar- kvenna. 2. Gerið áætlun um kennslu á vinnustað fyrir heilsuvemd- ar- og heimahjiikrunarkonur. 3. Hvernig getum við, með hjálp kennslu á vhmustað, aukið og bætt samvinnu milli þeirra sem vinna að hjúkrun á stofnunum og utan þeirra? 4. Hvemig metum við árangur af kennslu á vinnustað? Síðasta verkefnið var tekið nokkuð öðrum tökum en hin fyrri. Hófst að vísu á fyrirlestri um inn- 34 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.