Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Page 13
.»
Elín Eggerz-Stefánsson.
hún sjálfstætt, skiptir á sár-
um, gefur flestar sprautur,
sér um alla sótthreinsun og
sér um ýmsar einfaldari
rannsóknir.
4. Læknamiðstöðvar, sem liggja
fjarri stórum rannsóknar-
stofum, þurfa að geta annast
slíka þjónustu og hafa því á
að skipa sérþjálfuðum aðila í
þessum efnum (Laborant) og
tækjabúnaði við hæfi.
I stuttu máli má segja að
þannig er heimilislæknum búin
lík vinnuskilyrði og sjúkrahús-
læknar hafa.
örn skýrði frá væntanlegu
fyrirkomulagi í Vestmannaeyj-
um, þar sem gert er ráð fyrir 3
heimilislæknum og auk þess 2
sérfræðingum, lyflækni og
skurðlækni. Læknamiðstöðin þar
mun fá húsnæði í sjúkrahús-
byggingu þeirri, sem nú er ver-
ið að reisa og þar verður einnig
heilsuverndarstöðin. Hópsam-
vinna verður þar um sjúkdóma-
varnir, heilsuverndarstarfsemi,
heilbrigðiseftirlit og lækninga-
starfsemi. Sjúkrahúsið verður
°pið, þ.e. að allir læknarnir
starfa á sjúkrahúsinu, sérfræð-
ingarnir munu hafa sjúkrahús-
starfið að aðalstarfi, en heim-
ilislæknarnir hafa þaðsemauka-
starf, en aðalstarf þeirra verð-
ureðlilega í heilsugæzlustöðinni.
Til þess að losna við alla þá só-
un á tíma sjúklinga, sem nú
tíðkast, verður viðhöfð tíma-
pöntun. Sé upppantað hjá þeim
lækni, sem sjúklingurinn kýs
lielzt að tala við og viðkomandi
læknir getur ekki skotið honum
inn á milli, á sjúklingurinn þess
völ að bíða þar til læknirinn get-
ur sinnt honum, t.d. næsta dag
eða annar læknir úr hópnum
tekur að sér að leysa vanda hans.
Varðandi spjaldskrá verða all-
ar upplýsingar um sjúklinga
skráðar á sérstök eyðublöð og
þeim fylgja bréf frá sjúkrahús-
um, álit sérfræðinga, vottorð og
skýrslur. Eru þannig á einum
stað að finna allar upplýsingar
um sjúklinginn, en þessi spjald-
skrá er sameiginleg spjaldskrá
sjúkrahússins og verður þannig
komizt hjá allri óþarfa skrif-
finsku. Flytji sjúklingur burt,
eru plöggin send til viðkomandi
heilsugæzlustöðvar.
í lokin lagði Örn áherzlu á, að
ekki væri nóg að reisa stöðvarn-
ar. Hann sagði: „Vísir að starfs-
hóp verður að vera kominn, áð-
ur en stöðin rís. Hlutverk opin-
berra aðila er að stuðla að því,
að fjármagn sé fyrir liendi til
framkvæmda og síðan aS líta
eftir því, að stöðvarnar verði
reknar í samræmi við þau fyrir-
heit, sem gefin eru.“ 1 þessu
sambandi fagnaði Örn þeirri ný-
fengnu frétt frá heilbrigðis-
málaráðherra, að bráðlega yrði
sú tillaga lögð fyrir Alþingi, að
ríkissjóður skuli greiða stofn-
kostnað læknamiðstöðva.
Gísli G. Auðunsson hafði lát-
ið fjölrita erindi sitt líkt og örn
og fylgdu því ýmis gögntilskýr-
ingar, m.a. meðfylgjandi yfirlit
yfir læknaskortinn eftir lands-
hlutum. Gísli sagði að af 57
læknishéruðum landsins væru
aðeins 31 skipuð héraðslæknum
og 12 héruð læknislaus, en bráð-
lega mætti búast við að læknis-
laust yrði miklu víðar, m.a.
vegna þess að aldur færist yfir
menn nú í starfi, svo að aðeins í
23 læknishéruðum virðist ríkja
nokkurn veginn tryggt ástand.
Um ávinning við uppbyggingu
læknamiðstöðva og heilsugæzlu-
stöðva í strjálbýli vísaði Gísli
mjög til þess, sem Örn hafði
sagt og ítrekaði nauðsyn slíkra
framkvæmda, en taldi að öll
þessi starfsemi hlyti að verða
nokkru minni í sniðum í dreif-
býlinu en í þéttbýli, þótt um
liliðstæður væri að ræða. Sér-
staklega gerði Gísli grein fyrir
liugsanlegu fyrirkomulagi í
Húsavíkurhéraði.
Erindi þeirra Ólafíu Sveins-
dóttur og Auðar Angantýsdótt-
ur um „starf héraðshjúkrunar-
konu“ voru frásagnir af störf-
um þeirra við heilsuvernd og
sjúkrahjálp í Grindavík, í Bol-
ungavík og á Flateyri.
Með tilliti til hversu nýlegt
starfsheitið „héraðshj úkrunar-
kona“ er meðal okkar og e.t.v.
ókunnugt í margra eyrum, vil
TÍMARIT II.IÚKRUNARFÉI.AGS ÍSLANDS 89