Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 18
Snemma á árinu 1844 var sent til sjúkrahússystranna „Gráu nunnanna" í Montreal neyðar- kall um hjálp. Það var brýn þörf fyrir sjúkrahús í hinu af- skekkta grösuga héraði St. Bonéfarce. Neyðarkallinu var sinnt og um vorið þegar ísa leysti lögðu fjórar nunnur, sem voru hjúkrunarkonur, af stað frá Montreal í langa og erfiða ferð í vesturátt. Mikinn hluta leiðarinnar fóru þær á báti gerðum úr trjáberki. Strax um sumarið var spítal- inn í St. Bonéfarce orðinn að raunveruleika. Þessar konur höfðu ekki lilot- ið aðra menntun en reynsluna, en áhugi á hjúkrun hafði vakn- að hjá konum fyrir meira en 200 árum þegar ekkja apótek- arans, María Hubou, byrjaði að hjúkra sjúkum í bænum Que- bec. Margar kanadiskar konur fetuðu í fótspor hennar eftir því sem íbúunum fjölgaði. Loðdýra- veiðimenn, kaupmenn og land- nemar fluttu sig stöðugt lengra og lengra inn í landið til að reisa bú og úr því urðu nýlendu- héruð. Alls staðar risu fljótlega sjúkraskýli, þar sem þeir sjúku fengu umönnun. Konurnar sem tóku að sér þessi hj úkrunarstörf eru fyrirrennarar hjúkrunar- kvenna vorra daga. LAND VONARINNAR. Náttúran, veðráttan og sagan hafa haft áhrif á fólksfjölgun- ina í Kanada og eftir því sem Hjúkrunarkonur í Kanada fólkinu fjölgaði varð meiri og meiri þörf fyrir hjúkrunarkon- ur. Þær hjúkrunarkonur sem sækja mótið í Kanada munu strax taka eftir hinni geysi- miklu víðáttu landsins. Landið liggur milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins og er það meira en 4.000 mílna vegalengd. Þegar Evrópumenn komu fyrst til Kanada, voru íbúar landsins Indíánar, sumir vinsamlegir, aðrir fjandsamlegir. Kanada var land vonarinnar í hugum Evrópubúans land, sem myndi færa þeim auð, því landið var auðugt af trjám og málmstein- um. Fyrstu hjúkrunarkonurnar voru franskar, því Kanada var frönsk nýlenda. Frá Monti'eal, Quebec og Trois Riviers komu menn til að rannsaka hin nýju landsvæði og gáfu bæjum og stöðum frönsk nöfn. Meðan fáir Evrópubúar voru í Norður-Ameríku voru Frakkar allsráðandi og vörðu af miklu kappi landið meðfram St. Lawrence-fljótinu og austur- hluta landsins. SAGA HJÚKRUNARMÁLA. Þá höfðu frönsk áhrif í hjúkrunarmálum náð fótfestu í Kanada. Skilningur Frakka var sá að kirkjan ætti að annast sjúka og fátæka, öfugt við mörg önnur lönd — því hentuðu hjúkrunarstörf konum af tignum aðalsættum, sem vildu helga líf sitt hjúkrunarstörfum. Þessar konur unnu að hjúkr- unarstörfum í anda kristin- dómsins og dugnaður þeirra og samvizkusemi hafði mikil áhrif á aðrar konur sem unnu að hjúkrunarstörfum. Fyrsti spít- alinn var reistur í Quebec-City 1639 af þremur Águstinusar- systrum frá Dieppe. Sjúklingarnir voru Indíánar og innflytjendur. Árið 1640 skrifaði kennimaður Jesuita- reglunnar svohljóðandi viður- kenningarskjal: „Þeir sjúku koma allsstaðar að í stórum hópum. Loftslagið er óheilnæmt og hitinn óþolandi. Hjálp er erfitt að fá í þessu ó- þekkta landi. Ég skil ekki hvernig þessar góðu.konur, sem næstum aldrei unna sér svefns eða hvíldar geta haldið þetta út.“ Ástandið var það sama 1643 þegar Jeane Mance Champagne í Frakklandi opnaði fyrsta spít- alann í Montreal til að hjúkra 65 Evrópumönnum og 100 Indí- ánum. Hann var seinna starf- ræktur af nunnureglu frá Frakklandi. Á þeim tíma voru spítalar oftast byggðir og starf- ræktir af nunnum og varð það síðar fyrirmynd að þróuninni. Eftir að uppbygging spítala hófst í Kanada fluttu ca. 1700 nunnur frá heimalandinu til starfa þar. NÝJAR AÐSTÆÐUR Það sýndi sig eftir fall Que- becks hversu mikilvægt sjálf- stæði sjúkrahúsanna var. Marg- ir leiðtogar innflytjendanna fluttu aftur til Frakklands og þau fengu ekki lengur fjárhags- stuðning þaðan. Hj úkrunarreglan sem var vön að skipuleggja starf og leggja á ráð hélt ótrauð áfram vinnu sinni af eldmóði þrátt fyrir stríð og neyð. 94 TÍMAKIT HJÚKKUNAKFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.