Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 27
Ásta B. Þorsteinsdóttir. Einnig getur hjartavöðvinn rifnað vegna drepsins, gollurshúsið fyllist af blóði, sem þjarmar að hjartanu, og sjúklingur deyr. Oftast er það þó þannig að sjúklingur lifir af bráða stigið, og hinn skemmdi vöðvi grær á 4—8 vikum. I stað drepsins myndast örvefur. Aug ljóst er þó, að þessi vefur getur ekki starfað á við heilbrigðan hjartavef, svo ef þessi vefur er útbreiddur í hjartanu, leiðir það til bjartainsufficiens, þ. e. ónógrar starfsgetu. Einkenni við kransæðastíflu koma oftast mjög brátt. Mjög sársauka- fullur, substernal verkur, sem getur leitt út í hendi, aftur í bak, upp í kjálka, eða niður í kvið. Nitroglycerin, sem vinnur á angina pectoris verk, kemur ekki að notum hér. Sjúklingurinn er mjög órólegur og hræddur. Shock einkenni koma oft. Litarháttur er gráfölur eða cyanotískur, húðin þvöl og köld, púls hraður og veikur. Blóðþrýstingur oft ómælanlegur. Ástand- ið getur endað með meðvitundarleysi og dauða. Ef um vinstri hjartabilun er að ræða, lýsa dekompensations einkenni sér með lungnabjúg. Vinstri hjartahelmingur annar ekki að dæla því blóði, sem berst frá lungum út um líkamann, þannig að vökvi sezt að í lungum. Lýsir þetta sér með andþyngslum, hryglu og hósta. Sjúklingur er öskugrár eða cyanotiskur, og hóstar upp hvít- eða rauðleitri froðu. Ef um hægri lijartabilun er að ræða, eru sjúkdómseinkennin venustasis, lifrarstækkun. bjúgsöfnun á þá líkamshiuta, sem lægst eru, og jafnvel ascites. Algengast er, að um vinstri bilun sé að ræða, en oft er hægri bilun einnig með í spilinu. Arhythmiur eru algengur fylgifiskur kransæðastíflu. Eru þær einkar hættulegar lífi sjúklings, og draga oft fljótt til dauða, ef ekki er að gert. Ástæðan fyrir kransæðastíflu er ekki fyllilega þekkt. Betri lífskjör, t. d. í mataræði, ónóg hreyfing, svo og hin mikla streyta, sem fylgir lífi nútímamannsins, eru talin eiga sinn þátt í þessum sjúkdómi, sem nú leggur menn í gröfina iangt um aldur fram. Rannsóknir. Við komu sjúklings var hjartalínurit tekið, en það er mjög mikilvægur þáttur í greiningu kransæðastíflu. Ekki þurfa þó breytingar á línuriti að koma í ljós strax, e. t. v. ekki fyrr en eftir 2—3 daga. Nú sýndi línurit strax, að sjúklingur hafði fengið infarct í framvegg hjartans. Af blóðrannsóknum, sem gerðar voru við komu, kom í ljós hækkun á sökki, 34 mm, eðlilegt má telja sökk 0—12 mm hjá karlmönnum. Einnig hafði sjúklingur leukocytosis, hvít blóðkorn mældust 19.500, en eðlilegt er að hafa 4—9 þúsund per mm3. Transaminasar reyndust hækkaðir, GOT 190 ein. Transaminasa mæling er mikilvæg við greiningu á infarct. Þetta eru enzym, sem leysast úr læðingi, ef drep kemur í hjartavöðvann, og berast út í blóðið. Eðlilegt er, að þeir mælist 5—40 ein. í ml, og hækkun er aðeins hægt að finna fyrstu dagana, eftir að sjúklingur hefur fengið infarct. Þann 6. ágúst er transaminasa mæling aftur gerð, og hafði þá GOT töluvert lækkað eða 74 ein., en varð þó enn að teljast hækkað. Blóðurea reyndist hækkuð, var nú 73 mg%, má vera frá 0—40 mg%, til að um eðlilega nýrnastarfsemi sé að ræða. Electrolyta- mælingar voru allar eðlilegar. L. D. H. mæling sýnir hækkun, 24,60, en þessi enzym hækka mikið við infarctus myocardii. Ýmsar aðrar blóðrannsóknir voru framkvæmdar, svo sem cholesterol- mæling, total CCL bilirubin, og total protein, og reyndist allt innan eðlilegra marka. Þann 15/8 voru transaminasar mældir aftur. og voru þá innan eðli- legra marka, eða 19 ein. L.D.H. var þá einnig orðið eðlilegt, eða 480. Blóð- urea var þó ennþá örlítið hækkuð, 53 mg%, en var mæld aftur þann 2/9, og var þá komið niður í 25 mg%. Þáttur hjúkrunarkonu í undirbúningi fyrir blóðprufur er að sjá um, að sjúklingur fasti, ef nauðsyn krefur, t. d. fyrir urea mælingu, electro- lyta, sykur, og serum protein mælingu. Almennar þvagrannsóknir, þ. e. athugun á þvagi fyrir eggjahvítu, sykri, og greftri voru gerðar, eins og hjá öllum nýinnlögðum sjúklingum. Protein mældist + + +, sykur +, og gröftur +. Þurfti því að rannsaka þvag þessa sjúklings nánar með tilliti til hans proteinuri. Sólarhrings þvagi var safnað fyrir proteinútskilnaði, og þann 8/8 mældist protein í þvagi 135 mg%, og verður að telja það mikla hækkun með tilliti til þess, að eðlilega eiga nýru ekki að skilja út protein. Þvag var sent í ræktun, næmispróf og TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 103

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.