Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Qupperneq 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Qupperneq 15
evu hæfír til að ,,hafa vakandi auga á hverju því, er miðar til eflingar almennrar heilbrigði héraðsbúa, og gera sér far um að leiðbeina þeim um allt þar að lútandi,“ eins og segir í erindis- bréfi héraðslækna. Öngþveiti í skipulagi heil- brigðismála þjóðarinnar væri líka minna ef héraðslæknar væru almennt betur þjálfaðir í að skipuleggja og leiðbeina ekki síður en að lækna einstaklinga, sem til þeirra leita með mein sín. Engu fremur útskrifast í dag beint frá Hjúkrunarskóla Islands hjúkrunarkonur, sem hæfar eru til starfa á vettvangi heilsuverndar.Til slíks þarfnast þær framhaldsnáms. — Banda- ríkjamenn hafa markað þá stefnu að í framtíðinni skuli all- ir hjúkrunarnemar öðlast byrj- unarstarfs undirstöðu í heilsu- vernd innan grunnnámsins. — Bandaríkjamenn steina líka að því um leið að allir hjúkrunar- nemar nái Bachelors gráðu að grunnnámi loknu. Norðurlöndin hafa ekki tekið þessa stefnu enn sem komið er, hvað sem verður. Eitt er víst að mikið vantar á að unnt sé að mennta íslenzkar hjúkrunarkonur til sjálfstæðra heilsuverndarstai'fa hér heima, og ef við æskjum slíks er vissu- lega tímabært að gera eitthvað til að svo geti orðið einhvern- tímann, eitthvað annað en að senda reynslulaust fólk leið- sagnarlaust út í strjálbýl héruð í þeirri von að það læri eitthvað af reynslunni þar. Það, að ráða æ fleiri og fleiri hjúkrunarkon- ur án sérnáms í heilsuvernd til starfa í þéttbýli sem skólahjúkr- unai’konur, að mæðravernd og barnaeftirliti o.s.frv. og flokka þær undir sama heiti og sér- menntaðar manneskj ur í þessum greinum, kann vart góðri lukku að stýra. Raunar er slíkt ekkert annað en þjónustusvik við allan almenning, sem vissulega vill ekki að smjörlíki sé selt sem smjör á búðarborðinu.þótthvort tveggja sé gott til síns brúks. Ef við ekki höfum ráð á að borða smjör, látum við smjörlíki duga. Ef við ekki getum útvegað næg- an fjölda sérmenntaðra héraðs- lækna og heilsuverndarhj úkr- unarkvenna (í héruð og víðar) til að mæta kröfum tímans, verðum við að láta okkur nægja lélegri þjónustu. Slíka þjónustu höfum við hins vegar engan rétt á að nefna sama nafni og þá sem betri er og ef málið skortir réttnefni, verður að finna upp nýyrði, sem ekki valda mistúlk- un og blekkingu. I lok erindis Auðar Angan- týsdóttur segir hún: „En það, sem mestu máli skiptir er, að ég tel að héraðshjúkrunarkomir með staðgóða undirbúnings- menntun geti starfað í dreifbýl- inu, þar sem langt er til lækna.“ Að ráðstefnunni lokinni kom fyrirsögn í einu dagblaðanna eitthvað þessu lík: „Leysa hér- aðshjúkrunarkonur úr lækna- skorti dreifbýlisins?“ Þessi um- mæli gefa tilefni til að vara ein- dregið við að hlú að þeirri hug- mynd meðal almennings að for- svaranlegt sé í þjóðfélagi, sem ekki telur sig vanþróað, að hjúkrunarkonur, þótt sæmilega menntaðar séu, taki að sér ábyrgð læknisþjónustu nema í algjöru neyðarástandi. Staða héraðshj úkrunarkvenna f ram- tíðarinnar þarf að verða í nánu samstarfi við læknisþjónustuna og eðlilega hljóta þær að hafa mikilsverðu hlutverki að gegna innan væntanlegra heilzugæzlu- stöðva um land allt. Öllum íslendingum ber saman um að erfiðleikar séu varðandi fjárhagþjóðarbúsins sem stend- ur, en þar sem vilji er fyrir hendi finnast oft ráð.Telji þjóð- in átaksins vert að bæta mennt- unarskilyrði með umbótum hér heima eða með því að senda námsmenn til erlendra skóla í ríkára mæli, þá verður fólk bara að reykja minna, drekka minna áfengi, fara færri skemmtireis- ur, kaupa sjaldnar ný föt, byggja hóflegri vistarverur, fara betur með bílana sína og kaupa ekki þá stærstu og dýr- ustu ef minni duga o.s.frv., o.s.frv. Ekki hvað sízt ríður á að skipuleggja námið sjálft og kennsluna af samvizkusemi og framsýni og af lifandi áhuga fyrir velferð heildarinnar. Laus stada. Hjúkrunarkonu vantar þegar í stað að sjúkrahúsi Patreksfjarðar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Upp- lýsingar gefur sýsluskrifstofan Patreksfirði. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. TÍMAIíIT hjúkrunahfélags íslands 91

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.