Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Síða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Síða 22
þeir tóku þátt í fleiri verkefn- um, en ekki var laust við að sumir, þar á meðal ég, þjáðust af ,,skrekk,“ þegar komið var fram á „sviðið." Ég hafði held- ur ekki haft það tækifæri, sem nemendur fá núna í verklegri kennslu hér heima, en það er „sýnikennsla" og fá þá nemend- ur æfingu í að standa fyrir framan lítinn hóp og sýna til- tekið verkefni. Er þetta mjög góð kennsluaðferð og eykur á öryggi og framkomu um leið. Við fengum einnig tækifæri til að kynnast kennslu í hjúkr- unarskólum víðs vegar um Eng- land. Þetta var mjög vel skipu- lagt. Voru ýmist einn eða tveir nemendur boðnir á skóla til að dveljast í 14 mánuð, annað skiptið um haustið, í október, og svo aftur seinni hluta nám- skeiðsins í febrúar. Var svolítið misjafnlega látið af þessum ferðum, en ég var mjög ánægð. Fór ég í fyrra skiptið til Orp- ington, Kent, í suð-vestur-Eng- landi, mjög fallegu umhverfi. Við skólann þar var ákaflega starfsamur og mikilsmetinn skólastjóri, Miss Joan Darwin. Var henni mjög annt um að reyna á allan hátt að gefa okk- ur sem beztar upplýsingar um allt, sem viðkom námi stúlkn- anna, rekstri skólans og sam- starfi við spítala, sem var mjög mikið og gott. Var hún sérlega fær í að gera heildar náms- áætlun fleiri ár fram í tímann. Var hún mikið menntuð og hafði gefið út kennslubók í verklegri hjúkrun, ásamt tveim öðrum hjúkrunarkonum. Bókina fékk ég að gjöf með áritun hennar. Síðan fór ég til Norður-Eng- lands til einnar elztu og merk- ustu borgar Englands (fyrir ut- an London) og heitir sú borg York. Var ég mjög þakklát fyr- ir að fá tækifæri til að kynnast bæði Suður- og Norður-Eng- landi á þennan hátt, auk þess sem ég naut svona góðrar kennslu. 1 skólanum í York fengum við tvær að spreyta okk- ur á kennslu á deildum, og var þetta líka lærdómsríkt. (Ég held nú reyndar, að nemendurn- ir hafi kennt mér miklumeiraen ég gat kennt þeim, en þetta var mjög skemmtilegt að fá þarna tækifæri til að starfa aðeins við hj úkrunarstörf). Aldrei hafði ég séð svona margar forneskjuleg- ar gamlar byggingar eins og finnast sums staðar í Englandi. En það verð ég að segja, að hjúkrun var yfirleitt góð, þrátt fyrir örðugar aðstæður, og góð kennsla víðast í skólunum. Og mikill framfarahugur hjá hj úkrunarstéttinni í að bæta kennslu, kjör og vinnuaðstæður allar. Svo ég víki að sameiginlegum vandamálum þeim, sem mest voru rædd af skólafélögunum. Eftir að hafa fengið tækifæri til að miðla hvor öðrum af reynslu okkar, og fræðast mikið af kennurum og bókum, rædd- um við á ný um þá örðugleika, sem við, hvert í sínu landi, ætt- um við að etja. Ég ætla þá að- eins að drepa á þau vandamál, sem talin voru höfuðatriði og ræða þau svolítið nánar. 1. Nýjum nemendum Hjúkr- unarskóla fslands hefur nú fjölgað. í stað þess, að áður hófu 42 nám árlega, hafa milli 80 og 90 nemendur haf- ið nám á þessu og síðasta ári. Svo eitthvað hlýtur það að bæta úr hjúkrunarkvenna- skorti hjá okkur í náinni framtíð. Kj ör hj úkrunarkvenna þyrfti að bæta, og er nú smátt og smátt verið að því. í saman- burði við kjör hjúkrunar- kvenna í Englandi, get ég ekki annað en verið þakklát fyrir að mega starfa hér á íslandi. Það þarf að veita þeimhjúkr- unarkonum meiri viðurkenn- ingu, sem leggja á sig að fara í framhaldsnám. Auka þarf möguleika á, að þær hjúkrunarkonur, sem vilja fara til framhaldsnáms, geti fengið námsstyrki. Leggja þarf meiri áherzlu á það strax við hj úkrunarnema, hve kennslustörfin geta ver- ið ánægjuleg á margan hátt. 2. Samræming í bóklega og verklega náminu mun aukast við þessa bættu kennslu, og vonandi verður einnig hægt að veita nemendum meiri kennslu á deildum, í verklegu námi þeirra, áður en langt um líður. 3. Með þessari auknu kennslu hefur samvinna og skilning- ur aukizt milli skólans og sjúkrahúsanna. Læknar og kandidatar liafa einnig sýnt mikinn skilning og verið mjög hjálpfúsir með alla kennslu. En samstarf allra þessara aðilja er grundvöll- urinn fyrir því, að góður ár- angur náist í námi hinna upprennandi nýj u h j úkr- unarkvenna. Forstöðukonur hinna ýmsu sjúkrahúsa, bæði innan og utan Reykjavíkur þurfa þannig að vinna með skólanum í að samræma nám hvers nemanda með tilliti til reglugerðar skólans, en það er takmarkið, sem allir í sam- einingu verða að keppa að. 4. Með aukinni tækni á öllum sviðum er óhjákvæmilegt, að tækjabúnaður aukist innan veggja sjúkrahúsanna. Þetta eykur kröfurnar um aukna þekkingu. Öll þessi nýjutæki eru mjög verðmæt, en eru einskis nýt, ef ekki er fyr- ir hendi kunnátta starfs- fólksins til að nýta þau. Flest eru þessi tæki til að auðvelda vinnuna á einhvern hátt, spara spor, sem sagt spara vinnuafl og tíma, en hvort tveggja eru þetta náttúrulega fjárhagsleg verðmæti. Auk þess eru mörg þessi tæki sjúklingnum til aukins ör- 98 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.