Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Page 26
RADDIR HJUKRUNARNEMA
RITNEFND:
Þóra G. Sigurðardóttir,
Glöf St. Arngrimsdóttir,
Margrét Pétursdóttir.
Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarnemi á þriöja ári:
Hjúkrun sjúklings með infarctus myocardii
Móttaka.
Sjúklingur sá, er hér fjallar um, var lagður „akut“ inn á deild 111 þann
3. ágúst vegna kransæðastíflu.
Strax og tilkynnt var, að þessi sjúklingur væri væntanlegur, var hafiz:
handa um að undirbúa komu hans. Ákveðið var að leggja hann á rólega
tveggja manna stofu; rúm var búið upp, hækkaður höfðagafl, fjórir kodda:1
settir til höfða, og armkoddar hafðir til taks. Áhöld til súrefnisgjafar voru
tekin til, svo og blóðþrýstingsmælir og hlustpípa. Þá voru föt á sjúkling
höfð tilbúin, einnig innlagningarseðlar og blað til skrásetningar á blóð-
þrýstingi og púls.
Við komu á sjúkrahúsið er sjúklingurinn, sem er GO ára gamall karlmaður,
talsvert þjáðui’, er þungt, og kvartar um verk í hægri olnbogabót, og fram
í hendi. Einnig hefur hann takverk í vinstri síðu. Það vottar fyrir cyanosu á
vörum. Sjúklingi er strax komið fyrir í rúmi, honum hagrætt, og gefið
súrefni. Að því loknu voru athuganir hafnar.
Blóðþrýstingur mældist 115/90, púls 126/mín., og hiti 38,5°. Hjarta-
línurit var tekið, og sýndi það drep í framvegg hjartans, og við hlustun kom
í ljós, að maðurinn hafði lungnabjúg, sem er merki um hjartadekompensa-
tion, þ. e. hjartað annar ekki sínu hlutverki.
Strax að þessum athugunum loknum er sjúklingi gefið i. v. inj. morphine
15 mg, en það linar verkinn, dregur úr andlegri spennu sjúklings, og hefui
einnig önnur jákvæð, en lítt þekkt áhrif á sjúkling með infarct. Einnig
fékk hann i. v. inj. lasix 40 mg, vegna lungnabjúgsins, inj. heparin 100 mg,
en það er segavarnarlyf, og inj. cedilanid 0,8 mg, digitalislyf, sem eykur
kraft og vinnslugetu hjartans. Er sjúklingurinn hafði jafnað sig eftir feið-
ina, og að fengnu leyfi læknis, var þveginn af honum svitinn, og hann færður
í hrein föt, og síðan hagrætt á ný — Blóðþrýstingur og púls var mælt á
15 mín. fresti. Fljótlega var sjúklingur þó settur i monitor, sem er tæki,
sem auðveldar mjög allt eftirlit með slíkum sjúklingum. Hjartalínurit sézt
stöðugt á þar til gerðum skermi á vaktherbergi, svo og hraði hjartsláttar.
Þarf þá ekki lengur að ónáða sjúkling með púlstalningu.
Kransæðastífla, infarctus myocardii, er sjúkdómsmynd, sem kemur, ef
einhver grein kransæðanna lokast snögglega, þannig að sá hluti hjarta-
vöðvans, sem hún sér fyrir blóði, missir næringuna. Af því leiðir súrefnis-
skort og drep.
Ef um er að ræða stíflu í h'tilli æðagrein, þarf skaðinn ekki að verða
svo stór, þar sem aðrar æðar geta tekið yfir stai-fsemi stífluðu æðarinnar.
Ef aftur á móti stór æðagrein hefur stíflast, getur drepið í hjartavöðvanum
orðið það mikið, að sjúklingurinn deyi' innan fárra tíma vegna lítillar starfs-
getu hjartans.
102 TÍ.MAHIT HJÚKRUNAHFÉLAGS ÍSLANDS