Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 28

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 28
talningu. Ræktuðust við þá rannsókn colibakteríur, og’ var sjúklingur settur á meðferð við því, caps. penbritin. Sólarhringsþvag fyrir protein var aftur sent þann 20/8. Reyndist þá vera 110 mg% í því. Bedside" röntgenmynd var tekin af bjarta og lungum tveim dögum eftir komu sjúklings, og sáust á þeirri mynd stasar í lungum, og e. t. v. einhverjar bólgubreytingar. Intravenust pyelogram var tekið, þegar sjúklingurinn var kominn á bataveg, í þeim tilgangi að reyna að leiða í ljós orsökina fyrir hinni miklu proteinuri, sem hann hafði. Fyrir þessa myndatöku þarf sjúklingur að iaxera, fá stólpípu, og fasta frá kl. 24 kvöldið fyrir rannsóknina. Nýrna- myndirnar sýndu alveg eðlileg nýru, svo að álitið var, að próteinútskiln- aðurinn hefði stafað af því, að maðurinn var mjög dekompenseraður. Starfshæfni nýrna var reynd með því að gera koncentrationspróf hjá sjúklingnum. Þetta próf er framkvæmt þannig, að eftir kl. 18 að kvöldi fær sjúklingur aðeins þurrkost. Klukkan 20 er þvagsöfnun hafin, og þvagi safnað til kl. 8 næsta morgun, magn mælt, svo og eðlisþyngd. Þá er þvagi safnað áfram frá kl. 8 til 10, og það mælt eins og áður. Eftir þennan tíma má sjúklingur drekka eðlilega. Þvagmagn frá kl. 22 til 8 mældist 275 ml og eðlisþyngd þess 1020, og frá 8—10 75 ml og eðlisþyngd 1020. Er niðurstöður þessa prófs lágu fyrir, þótti sýnt, að nýru störfuðu eðlilega. Röntgenmynd, sem tekin var af hjarta og lungum rúmlega mánuði eftir innlagningu, sýndi lítið eitt stækkað hjarta, svo og þykknun á pleura (post myocardiinfarctions syndrom). Lyfjameðferð. Eins og fyrr var getið, var sjúklingi við komu á deildina gefið inj. morphine 15 mg i. v. Þar sem sjúklingur var dekompenseraður, og bjúgur hafði safnast í lungu, var honum gefið inj. lasix 40 mg i. v., en þetta lyf hefur kröftuga diuretiska verkun. Inj. cedilanid 0,8 mg i. v. fékk sjúkling- ur einnig fljótlega eftir komu. Þetta lyf af digitalisflokknum hefur þau áhrif, að hjartsláttur hægist, kraftur hjartavöðvans eykst, dregur úr blóð- magni í bláæðakerfi, og léttir með því á starfi hjartans. Heparingjöf var þegar hafin, en þetta lyf hindrar eða seinkar sega- myndun í blóði. Fékk sjúklingur inj. heparin 100 mg i. v. x4 á sólarhring. Þá var hafið að gefa heparin 1 ml subcutant, og jafnframt hafið að gefa tabl. dicumaroli, sem hafa svipaða verkun, í samræmi við niðurstöður P. P. mælinga, sem gerðar voru tvisvar í viku. (Þetta er mæling á prothrombin og proconvertin, sem eru mikilvægir faktorar í storknun blóðsins.) Heparini var svo seponerað þrem dögum síðar. Jafnframt áðumefndum lyfjum fékk sjúklingur tabl. acylanid (digitalis), 1 töflu þrisvar á dag, tabl. lasix 40 mg tvisvar á dag. Tabl. meprobamat fékk sjúklingur 1 töflu þrisvar á dag, en nauðsynlegt er að gefa sjúkling- um með infarct einhvers konar róandi lyf, vegna hinnar miklu hræðslu og spennu, sem þjakar þá oft og einatt, svo og vegna þeirrar nauðsynjar að slíkir sjúklingar séu í algjörri ró og hvíld. Caps. penbritin 250 mg x 4 fékk þessi sjúklingur einnig vegna meintrar bólgu í lungum, svo og sem með- ferð gegn bakteríum í þvagi. Dagleg umhirða og hjúkrun. Hjúkrun slíkra sjúklinga verður að öllu leyti að vera mjög nákvæm og góð. Minnsta áreynsla, sem sjúklingurinn verður fyrir getur valdið því, að hann fái nýjan infarct. Þessir sjúklingar eru nær undantekningarlaust settir á svokallaða infarct-meðferð. Sú meðferð er í því fólgin, að sjúklingurinn er á strangri legu, á rólegri stofu, hann mataður, þveginn, og þess gætt, að hann verði alls ekki fyrir neinu hnjaski. Slika meðferð fékk sjúklingur sá, er hér um ræðir. Umbúnað hjá þessum sjúklingi önnuðust alltaf tvær, og var umbúnaður framkvæmdur eins og venja er hjá sjúklingum með infarct. Sjúklingur þessi svitnaði mjög mikið, og þurfti oft að þvo af honum svitann og færa hann í hrein föt. Neðanþvottur var framkvæmdur tvisvar á dag, og var sjúklingur þá nuddaður vel um leið. Er þessi hreinlætisaðgerð mjög mikilvæg vegna þess hve sjúklingar með infarct liggja þungt, og alltaf í sömu skorðum, auk þess virtist þessi sjúklingui* vera sérstaklega við- kvæmur. Þess var og gætt mjög vel, að hafa lök ávallt vel strengd og þurr, því vanræksla í þeim efnum eykur mjög hættuna á legusárum. Fyrstu fjóra dagana var maðurinn hafður í monitor, sem auðveldaði 104 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.