Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 5
um ef ekki náðist í heimilis- lækni, en slíkt virtist algengt með ólíkindum. Leiddi þetta oft til ófriðar og klögumála. Ef til vill má segja með nokkrum rétti, að starfslið Slysavarðstofunn- ar hafi gengið of langt í slíkri hjálparstarfsemi, sem hlaut að leiða til misnotkunar, en skoð- un mín er þó sú, að hjá því hafi ekki verið hægt að komast. Sé litið á sjúkraskýrslur stofnun- urinnar sést, að sjúklingar flestra tegunda hafa fengið þar uokkra úrlausn mála sinna. Eru þar á meðal fjöldi fólks með bráða sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga- og meltingarfærasjúk- dóma. Þangað hafa leitað konur uieð fósturlát, geðsjúklingar að ógleymdum eiturlyfjaneytend- um og alkoholistum. Mikil að- sókn hefur verið af fólki með augnsjúkdóma og háls-, nef- og eyrnakvilla. Tannlækningar eru að mínu áliti svartasti blettur- inn í öllum heilbrigðismálum landsins og hefur Slysavarð- stofan orðið áþreifanlega vör við þann ófögnuð. Útigangsfólk °g umrenningar hafa alla tíð verið mikið vandræðamál og hyllir þar ekki undir neina lausn að ég veit. Eins og þegar hefur verið tekið fram, hafa þrengsl- ln í sjúkrahúsunum valdið uiiklum vandræðum. Hafa þau jeitt til þess, að fjölda sjúkl- inga hefur orðið að lækna ,amb- ulant“, enda þótt þeir ættu sam- kvæmt öllum lögmálum læknis- ú'æðinnar að leggjast í sjúkra- hús. Ekki sízt hefur þetta bitn- uð á þeim, er við fyrstu athug- uu höfðu ekki ótvíræða þörf fyrir innlagningu. Oft verða félagslegar aðstæður til þess, að fólk geti ekki dvalið í heima- húsum, en í slíkum tilfellum er erfitt fyrir yfirfulla spítala að homa til hjálpar. Það ræður að líkum, að lækn- ingastörf Slysavarðstofunnar undir þeim kringumstæðum, er ég hef lýst, hafa því miður oft 01’ðið lakari en skyldi. Engum mun það ljósara en þeim, er þar hafa unnið. Gagnrýni hefur heldur ekki skort og hefði stundum mátt renna undir hana styrkari stoðum. Þeim sem læknisstörf vinna, er oft örð- ugt að bera hönd fyrir höfuð sér. Þar er málum gjarnan þannig varið, að vart er hægt að tala hreint út. Aðsókn að Slysavarðstofunni hefur aukizt jafnt og þétt og árið 1968 komu þar rúmlega 20 þúsund sjúkl- ingar alls rúmlega 40 þúsund sinnum og er sú tala nær þre- falt hærri en fyrsta árið. Svo sem sjá má af þessu, er aukn- ingin miklu meiri en samsvar- ar fjölgun íbúanna. Er mér ekki fullkomlega ljóst hver skýring- in er. Þó má geta þess, að utan- bæjarfólk kemur þar meir en áður, einkum úr nágranna- byggðum Reykjavíkur. Vorið 1968 urðu gagnger þáttaskipti í starfsemi Slysa- varðstofunnar, er flutt var í Borgarspítalann í Fossvogi. Húsnæði þar hafði því mið- ur ekki verið skipulagt sem TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 69

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.