Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Side 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Side 6
Fyrsti sjúklingurinn kemur á nýju Slysavarðstofuna í Borgarspítalanum. skyldi frá upphafi og er því fyrirkomulag engan veginn sem æskilegt væri. Hitt er auðvit- að ómetanlegt að hafa slysa- móttöku í spítala, þar sem flestar greinar lækninga og læknisrannsókna eru starf- ræktar. Þó er tilfinnanlegur skortur á góðri aðstöðu til sjúkraþjálfunar og er það baga- legt, en vafalaust verður bætt úr því, þegar byggingu spítal- ans líkur. Eins og sjá má af ofanskráðu, hefur Slysavarðstofan í reynd orðið hálfgerð „polyklinik“. Veit ég, að ýmsum finnst það miður farið. I því sambandi má þó benda á, að sama þróun hef- ur átt sér stað í flestum lönd- um þar sem ég þekki til. Skipt- ingin milli slysa og „ekki“ slysa er óglögg og það, sem megin máli skiptir er, hvort aðkall- andi læknishjálpar sé þörf eða ekki. Sjúklingur, sem skyndi- lega fær kransæðastíflu, getur ekki beðið eftir, að læknir komi heim til hans og sendi hann síð- an í sjúkrahús. Hann þarf strax að fara þangað, er stöðug lækna- vakt er fyrir hendi, svo að hægt sé að koma honum í réttan stað. Sama máli gegnir með ýmsa aðra sjúklinga. Þegar slysavakt er staðsett í spítala með almennum sérdeildum á þetta að vera auðvelt. Nú er mikil áherzla lögð á fyrstu hjálp í þeim löndum, er hátt standa í læknismennt. Hvílir það fyrst og fremst á sjúkraflutningaliðum. Slík hjálp getur ráðið úrslitum hvað batahorfur sjúklingsins varðar. Alþ j óðaheilbrigðismálastof nun- in hefur barizt fyrir því að koma upp ströngum námskeið- um fyrir þá, er annast flutn- inga sjúkra og fyrstu hjálp. Fer þá námið fram að verulegu leyti í ýmsum deildum sjúkrahús- anna. Sums staðar er hægt að kalla til lækna og hjúkrunar- konur að fara á staðinn, þar sem slys hefur orðið eða alvarlegan sjúkdóm borið að höndum. Eru þá notaðar sérstaklega útbúnar sj úkrabifreiðar. Auðvitað er þetta aðeins gert í alvarlegum tilfellum. Á þessu sviði stöndum við mjög höllum fæti og er brýnt að úr verði bætt. Ekki þori ég að spá neinu um það, hver verð- ur þróunin í slysaþjónustu hér í Reykjavík á næstu áratugum, og ekki er það heldur mitt að dæma hvernig sú tilraun, sem gerð hefur verið undanfarið í þeim efnum, hefur tekizt. Þar eð greinarkorn þetta birt- ist í blaði hjúkrunarkvenna, vil ég sérstaklega færa þeim mörgu og ágætu hjúkrunarkonum, er unnið hafa í Slysavarðstofunni, þakkir fyrir þeirra ómetanlegu störf. Dreg ég ekki í efa, að sú slæma starfsaðstaða, sem var svo lengi ríkjandi, hafi bitnað meir á þeim en öðrum. / tilefni 50 áro afmœlis H.F.Í. er hjúkrunarkonum 60 ára og eldri boðið til kaffidrykkju í Landsspítalanum mánudaginn 10. nóv. kl. 10.30. Stjórn H.F.Í. 70 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLACS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.