Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Qupperneq 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Qupperneq 8
Gylfi Ásmundsson, sálfræöingur: Sálfræðileg próf fyrir starfsfólk sjúkrahúsa Allar stofnanir og fyrirtæld vilja hafa í þjónustu sinni bezta starfslið, sem völ er á. Góður starfskraftur á réttum stað er stofnun eða fyrirtæki til meiri ávinnings en nokkuð annað í starfsemi þess. Á sama hátt get- ur óhæfur starfskraftur orðið þeirri sömu stofnun eða fyrir- tæki til meira tjóns en nokkuð annað. Því skiptir ráðning starfsfólks meginmáli í vel- gengni hverrar stofnunar, og á það ekki síður við um sjúkra- hús en aðrar stofnanir. Þeir, sem þar hafa mannaforráð, gera sér góða grein fyrir þessu og eyða oft miklum tíma til þess að vanda val starfsfólks síns sem bezt. Þrátt fyrir reynslu og oft góða mannþekkingu þess- ara aðila getur stundum slæðst inn í störf á sjúkrahúsum fólk, sem af einhverjum ástæðum er ekki starfi sínu vaxið, og kem- ur það þá sjaldan í Ijós fyrr en eftir nokkurn tíma. Er þá sá tími, sem starfsmanni var ætl- aður til þess að komast inn í starfið, orðinn spítalanum til lítilla nota og e. t. v. fremur til ógagns. Þá verður að vinna það lítt öfundsverða verk að segja manninum upp og ráða nýjan í hans stað. Ef liægt er að meta íyrirfram, hvort umsækjandi um starf hafi til að bera nauð- synlega eiginleika til þess að rækja það vel, er það spítalan- um beinn og óbeinn fjárhags- legur ávinningur fyrir utan öll þau vandamál, sem hægt er að sneiða hjá með slíku mati. Enn- fremur er það mikilsvert fyrir starfsmanninn að vita um það fyrirfram, að hann muni geta leyst starfið vel af hendi, og þá ekki síður að fyrirbyggja þau vonbrigði og óþægindi, sem hann kann að verða fyrir, þeg- ar starfið reynist honum of- vaxið. Sálfræðileg próf má nota á tvennan hátt við val á starfs- fólki: 1) til að velja hæfasta starfskraftinn úr hópi margra umsækjenda, 2) til að tína úr þá umsækjendur, sem tvímæla- laust eru miður hæfir til starfs- ins, en láta aðra mælikvarða ráða vali á þeim, sem eftir standa. Þegar um aðeins einn umsækjanda er að ræða eða mjög fáa, og enginn stenzt þær kröfur, sem gerðar eru við próf- unina, getur verið hagkvæmara að halda stöðunni ófylltri um sinn fremur en að sitja uppi með óhæfan mann um lengri eða skemmri tíma, sem gerir e. t. v. meira ógagn en gagn. Þessi síð- artalda notkun sálfræðilegra prófa er miklum mun vanda- minni en hin fyrri, þar sem ekki er reynt að greina á milli þeirra, sem á annað borð teljast hæfir, enda koma venjulega ýmis önn- ur sjónarmið til greina í endan- legu vali, sem sálfræðiprófið sem slíkt getur ekki metið, svo sem menntun, reynsla o. fl. Þessi aðferð hefur nú verið notuð um skeið á Kleppsspítal- anum í tilraunaskyni og gefið góða raun. Það gefur auga leið, að starfslið á geðsjúkrahúsi, Kleppsspítalinn. 72 TÍMARIT H.IÚICRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.