Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 10
og fremst að notum við val á
ósérlærðu starfsliði, þar sem
námsstig og skólaeinkunnir gefa
litla hugmynd um dómgreind
einstaklingsins. Gerðar eru
ákveðnar lágmarkskröfur um
frammistöðu í prófinu, og eru
þær ekki strangari en svo, að
hver sæmilega greindur maður
stenzt þær auðveldlega. Áf eðli-
legum ástæðum er reynt að forð-
ast að ráða mjög illa greint fólk
að spítalanum. Sérhæft starfs-
lið, sem lokið hefur prófum í
grein sinni, hefur vafalaust allt
nægilega almenna greind, en
dómgreind getur þó skerzt af
ýmsum orsökum og er sjálfsagt
að ganga úr skugga um það.
Þá er mikilsvert að vita um þá
einstaklinga, sem eru líklegir
til að hafa mjög góða dóm-
greind, til þess að geta fremur
valið þá til ábyrgðarmeiri
starfa.
MMPI-prófið samanstendur
af 550 staðhæfingum, sem lýsa
hugsunum, tilfinningum, atferli
og almennu heilsufari einstakl-
ingsins. Sá sem prófið tekur, á
einfaldlega að merkja við á þar
til gert eyðublað, hvort stað-
hæfingin sé rétt eða röng varð-
andi hann sjálfan, hvort hún
eigi við hann eða ekki. Atriðin
eru upphaflega valin þannig,
að tekin eru mest einkennandi
lýsingar ákveðinna sj úkdóms-
hópa á einkennum sínum, per-
sónuleika, skoðunum o. fl. Nið-
urstöður prófsins sýna, að hve
miklu leyti hinn prófaði líkist
sjúklingum með tiltekna sjúk-
dóma eða sjúkdómseinkenni.
Prófið hefur að sjálfsögðu verið
vandlega staðlað í mörgum lönd-
um. Hér á landi hefur verið gerð
minniháttar stöðlun, sem þó er
nægileg til að sýna, að prófið er
nothæft hér á landi með lítils
háttar breytingum, sem gerðar
hafa verið. Með úrvinnslu á
prófinu má finna út, hvort og
þá hve mikið einstaklingurinn
víkur frá hinu normala í hverj-
um þætti. Sömuleiðis hafa verið
gerðar rannsóknir á hlutföllum
innbyrðis á milli þátta, þannig
að lokaniðurstaðan felur í sér
alhliða lýsingu á persónuleikan-
um. Sjúkdómsþættirnir eða
klinisku þættirnir eru 8: hypo-
chondria, depression, hysteria,
psykopatia, paranoia, psykas-
thenia, schizofrenia og mania.
Auk þess eru nokkrir aðrir þætt-
ir venjulega metnir, svo sem
innhverfa/úthverfa og styrk-
leiki sjálfsins, svo eitthvað sé
nefnt. Prófið tekur 1 til 2
klukkustundir og töluleg úr-
vinnsla tekur aðeins stutta
stund og fæst þá allgott heild-
aryfirlit yfir persónuleikann og
andlegt ástand einstaklingsins í
línuritsformi. Þeir mælikvarð-
ar, sem látnir eru gilda í þessu
prófi um val á starfsfólki eru
tiltölulega einfaldir. Styrkleiki
sjálfsins má ekki vera lakari en
svo að um 12% fólks sé með
minni styrk en viðkomandi ein-
staklingur (en það svarar til
þess, að einstaklingurinn má
ekki víkja meira en einu dreifi-
bili niður á við frá meðaltalinu).
Reynslan hefur sýnt, að fólk
með lélegri persónuleikastyrk á
í erfiðleikum með að valda álagi
hins daglega lífs, og er því frem-
ur ólíklegt til að valda því auka-
álagi, sem starf á geðsjúkrahúsi
hefur í för með sér. Sjúkdóms-
þættirnir mega ekki vera meira
áberandi en svo hjá umsækj-
anda um starf, að 2—3% fólks
sé hærra en hann í hverjum
þætti. (Þetta svarar til þess að
einstaklingurinn má ekki víkja
meira en tveimur dreifibilum
upp á við frá meðaltalinu).
Þetta er hin almenna regla, en
nokkrar undantekningar eru
gerðar. Þannig er það ekki tal-
ið til skaða, þótt einn þáttur
fari upp fyrir mörkin, ef allir
hinir eru innan eðlilegra marka,
en þó fer það nokkuð eftir því
hver þátturinn er. Þunglyndi
einstaklingsins má t. d. vera dá-
litlu hærra en mörkin og er ekki
talið til skaða. Verra er ef ein-
staklingurinn fer upp fyrir
mörkin í psykopatiu, þótt aðrir
þættir séu eðlilegir. Stundum
geta komið fram markatilfelli
og verður þá að meta þau með
frekari prófum eða viðtali.
I prófi sem þessu má alltaf
gera ráð fyrir matsskekkju.
Þeir mælikvarðar, sem notaðir
eru hér, miða að því, að skekkj-
an verði á þann veg, að engum
sæmilega andlega heilbrigðum
manni sé neitað um starf á
grundvelli prófsins. Aftur á
móti er nokkur hætta á, að ein-
staka starfsmaður í slæmu and-
legu jafnvægi eða með óheppi-
lega skapgerð falli innan þeirra
marka í prófinu, sem hér eru
metin eðlileg. Ef mörkin væru
höfð þrengri, mundu hins veg-
ar einstaka vel hæfur starfs-
kraftur tapast, en minni líkur
fyrir því, að óheppilegt starfs-
fólk yrði valið. Skekkjur þess-
ar eru þó óverulegar miðað við
það hagræði og hlutlæga mat,
sem fæst með prófunum.
Á Kleppsspítalanum er nú
allt nýtt starfsfólk, sem hefur
bein afskipti af sjúklingum
spítalans, prófað með þeim sál-
fræðilegu prófum, sem hér hef-
ur verið lýst, áður en það hefur
starf. Áður hafði mestur hluti
stafsliðs spítalans verið prófað-
ur til að athuga gildi prófanna
til vals á starfsfólki og til að
ákveða þá mælikvarða, sem bezt
hentuðu. Undantekningalítið
hefur starfsfólkið tekið þessum
nýmælum vel, og flestir hafa
sýnt þeim talsverðan jákvæðan
áhuga. Starfsfólk hefur fullviss-
að sig um, að farið er með próf-
gögnin sem strangasta trúnað-
armál, en eins og unnið er úr
þeim, koma einkamál starfs-
mannsins ekki einu sinni fyrir
augu þess sálfræðings, sem
vinnur úr þeim, heldur aðeins
tölur um ákveðna þætti í per-
sónuleika hans.
I mörgum löndum eru sál-
fræðileg próf notuð í síauknum
Framh. á bls. 92.
74 TÍMAIUT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS