Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 12
fer með atkvæði fyrir hönd fé- lags síns í fulltrúaráðinu. Full- trúaráðið er æðsta vald samtak- anna og kemur saman til funda annað hvert ár. Ritari hvers félags sækja fundina með for- manni. Ritarar hafa málfrelsi, en hafa ekki rétt til að flytja tillögu eða greiða atkvæði. Stjórnina skipa forseti og þrír varaforsetar. Þeim til aðstoð- ar eru valdir ellefu formenn að- ildarfélaga. Þetta er fram- kvæmdaráðið (Board of Direc- tors). Þessir ellefu formenn sem eru kosnir í framkvæmdaráð- inu hafa ekki lengur rétt til setu í fulltrúaráðinu. Verða aðildar- félög þeirra því að tilnefna til dæmis varaformann í fulltrúa- ráðið. Framkvæmdaráð og nefndir eru kosnar til fjögurra ára. Alice Girard forseti I.C.N. (jAlþjóðasamband hjúkrunar- kvenna) setti fundinn og bauð alla velkomna. Sheila Quinn framkvæmdastjóri tók síðan til máls. En á henni hvíldi mest undirbúningur að þinginu og störfum þess. Ræddi hún um störf og rekstur félagsins. Að því loknu máttu formenn bera fram spurningar. Tvær mínútur voru til umráða fyrir hvern for- mann, sem þótti heldur stuttur tími. Fóru því sumar fram yfir ákveðinn tíma, þrátt fyrir harð- ar og líflegar umræður. Á eftir, frá kl. 19.30—20.30, var mót- taka haldin af forseta I.C.N., Alice Girard og hjúkrunarkon- um Quebec, á Chateau Chain- plin Hotel, sem er glæsilegt hótel. Þar sem við vorum þreyttar eftir fyrsta fundardag og mátt- um búast við erfiðum degi fram- undan fórum við snemma í hátt- inn. Sunnudagur 22. júní. Við stöllurnar fjórar byrjuð- um daginn snemma. (Frú Guð- rún Marteinsson var ekki kom- in). Við gengum um nágrenni hótelsins þar sem við bjuggum. Við horfðum á gamla franska byggingarstílinn um leið og við nutum sólarhitans. En Montreal er stærsta borg Kanada og var upphaflega byggð af Frökkum og ber enn merki þess. Við skoðuðum meðal annars St. Jos- ephs kirkju, sem við vorum all- ar heillaðar af. Er göngu okk- ar var lokið, bjuggum við okk- ur til opnunar mótsins, sem byrjaði kl. 14.30 við hátíðlega athöfn í Notre Dame kirkju. Paul Gi-egoire erkibiskup Mon- treal og systir Marie Falicitas formaður Hjúkrunarfélags Kan- ada (C.N/A.) héldu stutt ávörp. Bænir voru sagðar af fulltrú- um hindúatrúar, Buddhatrúar, Múhameðstrúar og kristinnar trúar. Einnig var lesið upp úr Torah og Gamla testamentinu af Rabbi H. Richard White. I lok guðsþjónustunnar var blóm- sveigur lagður við minningar- töflu fyrstu kanadisku hjúkr- unarkonunnar, Jeanne Mance. Heiðursgestur við guðþjónust- una var Roland Michener, land- stjóri Kanada. Kl. 18.30 var setningarathöfn, sem fram fór á Place Bonaven- tui'e. Athöfnin fór mjög vel fi-am frá byi-jun til enda. Þetta er í fyrsto sinn sem ég er viðstödd athöfn sem þessa og þótti mér mikið til hennar koma. Hvílík sjón, þúsundir kvenna í mismunandi skrautleg- um þjóðbúningum. Islenzki þjóðbúningurinn virtist ekki síður vekja athygli en hinir þjóðbúningarnir. Sá hluti at- hafnarinnar er hafði einna sterkust áhrif á mig var göngu- marzinn við byi’jun athafnar- innar. Hjúkrunai’nemar frá hjúkrunai’skólum í Montreal, klæddar sínum skólabúningum, héldu hver fyrir sig á fána mis- munandi landa með viðeigandi formann aðildai’félags og ritara marzei’andi á eftir. Það var gengið á í’auðum di’egli frá svöl- um, er voru í kringum fundai’- salinn, sem var geysilega stór niður að upphækkuðu sviði í miðjum salnum. Þar skyldu leið- ir formanna og ritara. Foi’menn fengu sæti ögrum megin við sviðið, ritarar hinum megin. Hjúkrunai’nemarnir stilltu sér hins vegar upp með fánana í kringum sviðið, sem myndaði eins konar mai’glitt blóm. — Því næst gengu formaður I.C.N., stjói’nin og heiðursgestir upp á sviðið, þar sem hver hafði sitt ákveðið sæti. Sviðið var á hægri hringhreyfingu á meðan í’æðu- höld fóru fram, þannig að fjöld- inn gat betur fylgzt með hvað fram fór. Alice Gii’ard, foi’seti I.C.N. setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Einnig minntist hún á 70 ára afmæli sambandsins á þessu ári. Sheila Quinn, framkvæmdastjóri, var annar í’æðumaður. Síðan tók systir Mary Falicitas til máls. Þakkaði hún meðal annai’s góða samvinnu hjúkrunai’kvenna um heim allan og lét í Ijósi von um aukin samskipti í fi’amtíðinni. Heiðursgestir voru Jean-Jac- ques Berti’and, landstjói’i Que- bec, Jean Di-apeau, borgai’stjóri Montreal, og Dr. Robei’t K. Mer- ton, er bar kveðju fi’á foi’sætis- ráðherra Kanada, Pierre-Elli- ott Trudeau. Hver fyrir sig hélt stutt ávarp. Ljósmyndai-ar og blaðamenn létu ljós sitt skína að athöfn lokinni. Mánudagur 23. júní. Alice Gii’ard, forseti, setti fundinn. Hún skýrði hvernig samþykktir síðasta þings höfðu reynzt í framkvæmd og hvað annað hafði gerzt milli þinga. Einnig kom hún með uppástung- ur er mætti hugleiða á þessu þingi eins og t. d. að koma á fi-amfæri alþjóðastai’fsskíi’teini (International service card) fyrir hjúkrunai’konur til aðstoð- ar annai’S staðar en í heima- landi. Reyna að komast að nið- urstöðu fyrri umi’æðna um 76 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.