Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Qupperneq 14
Miðvikudagur 25. júní.
Þennan dag byrjuðu opnir
fundir, sem voru einnig
fimmtudag og föstudag. Það var
skrítið að spennan var horfin,
er hafði verið ríkjandi seinustu
dagana. Virtust þinggestir
ánægðir með ákvarðanir, er
gerðar höfðu verið og sátu því
rólegir og virtust njóta fyrir-
lestra er haldnir voru um mis-
munandi málefni hver öðrum
skemmtilegri og fullir af fróð-
leik. Það er of langt að telja allt
upp er fram fór, en svo eitthvað
sé nefnt get ég minnzt á tækni-
legar breytingar í hjúkrun,
breytingar á kennslu, hjúkrun-
arlöggjöf, möguleika á fram-
haldsmenntun mismunandi
greina á sviði hjúkrunarmála.
Hvað er framundan? Sjúkling-
urinn, sem meðlimur fjölskyldu
í framtíðinni o. m. fl.
Alice Clamageran fyrsti vara-
forseti setti fundinn. Meðal
ræðumanna var Hr. Milton
Gregg, heilbrigðismálaráðherra
Kanada og Dr. John Wallace,
Toronto General Hospital. ,A1-
mennar umræður voru í lokin,
eins og var í lok hvers fundar-
dags.
Þetta kvöld var öllum þing-
gestum boðið á sinfóníuhljóm-
leika, er stóðu yfir í 2i/j klst.,
sem haldnir voru á Forum,
bygging, sem tekur um 12.000
gesti. Þarna komu fram þekktir
tónlistarmenn. Stjórnandi
hljómsveitarinnar var Franz
Paul Ducker. Einleikari á píanó
var Ronald Turini og söngkon-
an var Glaire Garnier. Yndis-
lega falleg verk voru spiluð og
sungin. Nutum við þess allar í
fyllsta mæli get ég fullvissað.
Að hljómleikunum loknum var
móttaka, haldin af Alice Girard
forseta I.C.N., er fram fór á
Salon Westmont Plasa Bona-
venture. Þar var tónlistarfólkið
meðal gesta.
Á fimmtudegi var Philipp
Garigue (University of Mont-
real Faculty of Social Sciences)
Forseti ICN, Alice Girard, undirrit-
ar samning um styrk til framhalds-
náms hjúkrunarkvenna, er fyrirtæk-
ið 3M veitir. Sjá nánar í Fréttir og
tilkynningar.
einn ræðumanna. Sagði hann
meðal annars að þörf væri á að
finna leiðir til þess að breyta
heimilisvenjum hjá ákveðnum
stéttum eða jafnvel heilum þjóð-
félögum. Sem dæmi tók hann
fram að í sumum löndum væri
ki’afist læknisskoðunar fyrir
giftingu. Hann sagði að hjúkr-
unarkona yrði að skilja mis-
munandi hegðun, skilja að fjöl-
skyldusiðgæði er grundvöllur-
inn til þess að verjast sjúkdóm-
um og veita betri endurhæfingu.
— Ingrid Hámelin frá Helsinki
minntist lauslega á alþjóðaþing-
ið 1929. Hún sagði að kennsla
í hjúkrunartækni væri ennþá
bundin við kennsluáætlanir, sem
hafa fastan grundvöll og sem
við ekkjum. Hún spurði: ,,Er
h j úkrunarmenntun okkar í
grundvallaratriðum rétt eins og
hún er í dag, hvað þá á morg-
un?“
Kl. 12.00 til 14.00 var mót-
taka hjá C.N.A. á Chateau
Champlin hóteli. Þar var mikið
um dýrðir og vel á borð borið
eins og á öllum þeim stöðum er
við höfum verið. Við klæddumst
íslenzka þjóðbúningnum við
þetta tækifæri. Eins og áður var
lítill friður fyrir ljósmyndur-
um og fólki, sem dáðist að bún-
ingnum. Kl. 17.00 fór fram
stjórnarkosning, en úrslit þeirra
voru kunngerð næsta dag. —
Kl. 18.30 var enn móttaka hjá
hjúkrunarfélagi Bahama á Hot-
el Bonaventure. Þar brugðum
við okkur til strandar Bahama.
Vorum við allar í sólskinsskapi
að þeirri ferð lokinni.
Föstudagur 27. júní rann upp,
seinasti dagur þingsins. Tíminn
leið allt of fljótt. Við vorum rétt
farnar að kynnast starfssystr-
um okkar er þinginu var lokið
og leiðir okkar skildu. Við gerð-
um okkur þó grein fyrir því að
við vildum endurnýja þá kynn-
ingu í framtíðinni.
Meðal ræðumanna seinasta
daginn var Dr. Robert K. Mer-
ton, prófessor í þjóðfélagsfræði
frá Columbia háskólanum í New
York og ræddi hann um stjórn-
un (Leadership in action).
Skilningur á stjórn frekar en
nota vald ætti að ríkja í hjúkr-
unarstarfinu (The concept of
leadership rather than authori-
ty should govern the practise of
nursing), sagði Joyse C. Rod-
mell, skólastjóri hjúkrunarskól-
ans í Sydney í Ástralíu.
Kl. 20.00 rann upp sú stund,
er allur þingheimur beið eftir.
Þá voru úrslit kosninganna
kunngerð. Eftirvæntingin var
svo mikil að allt skvaldur þagn-
aði og heyra hefði mátt nál detta
í þessum stóra sal. Byrjað var
á inntöku nýrra aðildafélaga,
sem voru 11 talsins. Þau voru
Argentina, Bermuda, Bolivía,
Costa Rica, Ecuador, Líbanon,
Marocco, Nepal, Portúgal,
Salvador og Uganda. Forseti
I.C.N. kallaði upp nöfn nýju að-
ildarfélaganna. Gengu formenn
viðeigandi félaga upp á svið og
þckkuðu með handabandi og
héldu síðan smá ávörp. Þær
voru klæddar þjóðbúningum
síns lands, sem vakti mikla
hrifningu. Síðan voru úrslit
kosninga lesin upp. Mun ég telja
fyrrverandi og núverandi for-
seta og varaforseta.
78 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS