Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 15
Fyrrverandi:
Ethel Alice Girard, forseti,
Alice Clamageran, 1. varafor-
eti,
Ruth Elster, 2. varaforseti,
Kofoworola Pratt, 3. varafor-
seti.
Núverandi:
Margrethe Kruse (Danmörku)
Dorothy A. Cornelius (U.S.A.)
Ethel Alice Girard (Kanada)
Ruth Elster (Þýzkalandi).
Mikið lófatak og húrrahróp
gall við er hinn kjörni forseti
gekk fram. Voru þær glæsileg-
ar ásýndum forsetarnir tveir,
sá sem var að hætta og sá sem
var að taka við, er þær þökk-
uðu hvor annari fyrir með inni-
legu faðmlagi. — Þá hélt E. A.
Girard stutt lokaávarp og þakk-
aði gott samstarf liðinna ára
og bauð nýju stjórnina vel-
komna til starfs. Margrethe
Kruse flutti ávarp og þakkaði
það traust er þingið hafði sýnt
henni. Ávarp hennar hafði sterk
áhrif á fundargesti.
Er athöfninni var lokið
þeystu ljósmyndarar og fund-
argestir að sviðinu af svo mik-
illi ákefð, að bæði A. Girard
og M. Kruse urðu að fá lög-
regluvernd út úr fundarsalnum.
Kirsten Stallknecht, formaður
Danska hjúkrunarfélagsins,
hafði móttöku fyrir hinn ný-
kjörna forseta á Hotel Bona-
venture. Og á eftir bauð hún
persónulega nokkrum hjúkrun-
arkonum, þar á meðal okkur
Islendingunum til híbýla sinna,
þar sem við skáluðum í kampa-
víni henni til heiðurs.
Þrátt fyrir mikið annríki var
séð fyrir ferðum um borgina,
þar sem helztu byggingar voru
skoðaðar. Einnig var kostur á
lengri ferðum eftir fundina fyr-
ir þær hjúkrunarkonur, er
höfðu áhuga.
Laugardaginn notuðum við
til þess að skoða heimssýning-
una (Expo), sem við höfðum
mikið gaman að. Því miður gátu
systir Thaddeus og systir Ger-
trude ekki verið með okkur á
heimssýningunni.
Fyrir utan fundina sjálfa
voru alls kyns fræðslufyrir-
lestrar úti í bæ, sem stóðu okk-
ur til boða. Má nefna notkun
reikningsheila (computers) við
h j úkrunarkennslu, h j úkr unar-
blaðamennsku, hjúkrun sjúkl-
inga eftir nýrnaflutninga og
hjartaaðgerðir, geðsjúkdóma og
hjúkrun geðveikra, hjúkrunar-
rannsóknir, Space Age Nurs-
ing (þýðing?) o. fl.
Þessir fáu dagar í Montreal
liðu fljótt, en verða okkur, er
þar vorum, ógleymanlegir.
Næsta alþjóðaþing mun verða
í Mexico 1973. Vonandi geta
fleiri íslenzkar hjúkrunarkonur
sótt það þing, en í ár. Sá tími
og það fé, sem eytt er í það,
svarar kostnaði.
NÝ I..YF KYNNT
ESBATOL - REGULIN
„Nú duga ekki svefntöflur lengur, ég
VERÐ að borga félagsgjaldið".
Stöðugt er leitað nýrra lyfja
gegn háþrýstingi. Flest þau sem
völ er á hafa í för með sér óþægi-
legar aukaverkanir fyrir sjúkl-
inginn.
Nýlega kom á markaðinn lyf,
bethainidin, sem hér á landi fæst
undir nöfnunum Esbatal og
Regulin. Það verkar á svipaðan
hátt og Ismelin, sem lengi hef-
ur verið notað hér, þ. e. hefur
áhrif á taugaenda og samskeyti
í ósjálfráða taugakerfinu og
kemur í veg fyrir verkun nor
adrenalins á þessum stöðum.
Hins vegar verkar það hraðar
og er því auðveldara að ákveða
skammtastærð og það sem
kannske er mest um vert hefur
færri aukaverkanir og fátíðari
en flest önnur kröftug blóð-
þrýstingslækkandi lyf. Þar við
bætist svo, að verðið á þessu
lyfi er mjög skikkanlegt miðað
við það, sem tíðkast um slík lyf.
Töflustærðin er 10 og 50 mg og
byrjunarskammtur 5 mgX2 á
dag. Síðan er skammturinn auk-
inn um 5 mg á dag, unz tilætluð-
um árangri er náð, venjulega
með 50—100 mg á dag. Sé um
að ræða alvarlegan háþrýsting
má gefa stærri skammta í byrj-
un og þá jafnvel dæla lyfinu í
æð.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 79