Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 16
NYR FORSETI ICN Ritari danska hj úkrunarfé- lagsins, Margrethe Kruse, var kosin forseti Alþjóðasambands hjúkrunarkvenna til næstu fjög- urra ára, á síðasta alþjóðaþingi, sem haldið var dagana 22.—28. júní 1969, í borginni Montreal í Kanada. Af þessu tilefni lagði ritstjórnin fáeinar spurningar fyrir formann HFl, Maríu Pét- ursdóttur. Hvað finnst þér um Icjör Mar- grethe Kruse? Það var mörgum fagnaðar- efni að hún var kosin, ekki sízt dönskum og raunar okkur öll- um Norðurlandahjúkrunarkon- unum. Margrethe Kruse er þekkt vegna verkefna, sem hún hefur fengist við undanfarin ár, sem fulltrúi hjúkrunarstéttar- innar, á vegum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO), sbr. Tímarit Hj úkrunarfélags Is- lands 1. tbl. 1968. Einnig er hún þekkt meðal hjúkrunarkvenna víða um heim fyrir nefndarstörf hjá ICN, og var hún síðastliðin 4 ár formaður þeirrar nefndar, sem fjallar um menntun, starfs- skilyrði, þjóðfélagsleg og fjár- hagsleg velferðamál hjúkrunar- kvenna, en sú nefnd lagði fram mjög athyglisverða starfs- skýrslu og tillögur. M. a. kom nefndin með uppkast að laga- frumvarpi til fyrirmyndar og leiðbeiningar hj úkrunarf élög- um, sem annaðhvort liafa ekki fengið starfsréttindi lagalega viðurkennd, í sínu landi, eða þar sem slík lög þarfnast endurbóta. Átti Hjúkrunarfélag íslands nokkum þátt í framboði M. Kr. og kjöri? Á síðasta formannamóti ICN í júlí 1967 í Evian í Frakklandi var í einkasímtölum farið að ræða um næsta forsetakjör. Þá- verandi formaður hjúkrunar- félagsins í Panama hafði orð á því við formann finnska hjúkrunarfélagsins og mig, að hjúkrunarkonur frá Mið- og SuðurnAmeríku mundu hafa áhuga á að velja Margrethe Kruse til forseta. Við nánari athugun kom í ljós að fleiri voru sama sinnis og var þá fært í tal við Margrethe Kruse hvort hún yrði fáanleg. Tók hún þess- um tilmælum vinsamlega. Á stjórnarfundi í HFl var sam- þykkt að fara þess á leit við Dansk Sygeplejerád að tilnefna Margrethe Kruse til forseta- kjörs, svo okkur gæfist kostur á að styðja hana í framboði. Til þess að framboð teljist gilt, verður fyrst viðkomandi félag í heimalandi og svo síðan minnst tvö önnur félög að standa að tilnefningu. Þegar þessum grundvallaratriðum hafði verið fullnægt, leyfði ég mér í nafni félagsins, að fenginni stjórnar- samþykkt, að senda öllum for- mönnum aðildarfélaga ICN bréf til að afla málinu stuðn- ings. Bættust nokkur ný félög í sambandið að þessu sinni? Aðildarfélögin voru 63, 59 sendu fulltrúa. Vitanlega eru félögin misjafnlega fjársterk, og sum þeirra hafa ekki bol- magn til að greiða kostnað full- trúa, en flest félögin senda for- mann, eða staðgengil fyrir hann, sem er þá fulltrúi félags- ins, með tillögu og atkvæðarétt, og honum til aðstoðar ritara. Sá mikli fjöldi víðs vegar að úr heiminum, sem tekur þátt í þessum þingfundum, gerir það á eigin kostnað, af áhuga fyrir félagsmálum og sem skemmti- ferð um leið. Þátttakendur munu hafa ver- ið um 10.000, og frá 70 löndum, en félög sem eru að sækja um aðild mega senda áheyrnarfull- trúa. Að þessu sinni voru 11 félög tekin í sambandið. Nokkur fleiri höfðu sótt um, en hafa ekki enn fengið meðmæli nefndar þeirr- ar, er á vegum sambandsins fjallar um aðildarhæfni um- sækjanda. Þessi 11 félög voru frá eft- irtöldum löndum, Argentínu, Bermuda, Bolivíu, Costa Rica, Equador, Libanon, Marocco, Nepal, Portúgal, Salvador og Uganda. Frá Júgóslavíu hafði nefndinni borizt úrsögn, þar sem félagið hafði verið lagt niður. Kostaði HFÍ nokkurn fulltrúa að þessu sinni? Okkur í stjórn félagsins fannst að félagið hefði í svo mörg horn að líta, að við gæt- um ekki ætlast til að það greiddi ferða- og dvalarkostnað, þótt við teljum mjög mikils virði, á ýms- an hátt, að taka þát í þessu al- þjóðlega samstarfi. Samþykkt var þó að greiða þátttökugjald- ið: 40 dollara fyrir formann fé- lagsins. 80 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.