Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Síða 18
*
Utbreiðslu- og kynningarnefnd SSN
Fundur haldinn í Kaupmannahöfn
Ritstjóri Tímarits Hjúkrun-
arfélags íslands átti þess kost
að sækja fund í útbreiðslu- og
kynningarnefnd eða „pressu-
nefnd“ SSN í Kaupmannahöfn
dagana 8. og 9. maí s.l.
Fundinn sátu:
Nefndarkonur:
Marjatta Katajamáki,
Finnlandi, formaður.
Elsabeth Engesland,
Noregi.
Kerstin Hesselström,
Svíþjóð.
Vera Brock, Danmörku.
Varamenn:
Ingrid Reinan, Noregi.
Marianne Lundquist, Sví-
þjóð.
Helga Josephsen, Dan-
mörku.
Ritstjórar:
Gisela Juselius, Finnlandi.
Elísabeth P. Malmberg,
Islandi.
Susanne Stubbendorff,
Svíðþjóð.
Áheyrnarfulltrúar:
Kristen Brink, Danmörku.
Solvejg Torbensen, Dan-
mörku.
Dansk sygeplejerád var gest-
gjafi okkar og var fundurinn
haldinn í húsakynnum þess í
Vimmelskaftet eða „á Strik-
inu“ eins og við köllum það.
Móttökurnar voru frábærar og
hver mínúta skipulögð fyrir
okkur þessa tvo daga.
Umræðuefni fundarins að
þessu sinni var aðallega:
1. Upplýsingaþjónusta á SSN
þingi á íslandi 1970.
2. Hátiöarit, sem gefið verður
út í tilefni af 50 ára afmæli
SSN 1970.
3. Samvinna ritstjóranna við
hin norrænu hjúkrunartíma-
rit o. fl.
Á SSN þinginu á Islcmdi, sem
haldið verður í júlí 1970, koma
til landsins um það bil 800
hjúkrunarkonur frá hinum
Norðurlöndunum. Eins og gef-
ur að skilja er áhugi almenn-
ings mikill fyrir svo fjölmennu
þingi og því mokið atriði að
dagblöð, hljóðvarp og sjónvarp
á Islandi fái góðar upplýsingar
um hvað sé á döfinni á þingi
þessu.
Ekki nægir að hefjast handa
um upplýsingar þessar þegar
mótið hefst, heldur verður með
fyrirvara að kynna hjúkrunar-
stéttina, bæði hér og á hinum
Norðurlöndunum. Vandamál
okkar verða að koma fram, til-
lögur til úrbóta og ýmsar ný-
ungar í starfi og félagsmálum,
Ritstjórarnir Stisanne Stubbendorff,
Svíþjóð og Elisabeth Engesland,
Noregi.
viðhorf til heilbrigðismála,
hjúkrunarnáms o. fl.
Einnig þurfum við að senda
h j úkrunartímaritum N orður-
landa greinar um ísland, íslenzk
hjúkrunarmál og íslenzku
h j úkrunarstéttina.
Geysilegur áhugi er fyrir
þingi þessu meðal hjúkrunar-
kvenna á Norðurlöndum og
margar hafa í hyggju að dvelj-
ast hér lengur en þingið stend-
ur yfir. Er því mikið atriði að
búa vel að þessum stóra hópi
og reyna að gera dvölina hér
eftirminnilega.
Fulltrúi Islands á fundinum
í Kaupmannahöfn gerði grein
fyrir undirbúningi okkar í sam-
bandi við þingið og afhenti rit-
stj órum h j úkr unartímaritanna
á hinum Norðurlöndunum
fyrstu greinarnar frá Islandi
til birtingar. Voru það
„Sygepleje i Island“ eftir Maríu
Pétursdóttur, formann HFl.
„Nogle fakta om Island“ eftir
Guðmund Þorláksson, cand.
mag., og grein um Samtök
heilbrigðisstétta eða
„Sundhedsgrupper i Island
danner forbund“.
Greinar þessar verða birtar á
næstunni ásamt fjölda mynda,
sem þeim fylgdi.
Eitt aðalumræðuefni á fund-
inum var um „motto“ eða lykil-
orð SSN þingsins á Islandi. Er
það á skandinavisku málunum
fyrst um sinn „VURDERING“,
sem þýða má stranglega sem
MAT og frjálslega sem IHUG-
UN.
Ut frá lykilorðinu væri hægt
að ræða ýmis hjúkrunarmál sem
82 TÍMAKIT HJÚKRUNAKFÉLAGS ÍSLANDS