Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Side 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Side 19
Marjatta Katajamiiki, formaður „pressunefndar“ SSN og ritstj. THÍ. eru ofarlega á baugi. Ekki voru fundarkonur ánægðar með orð- ið „vurdering“ og reyndu án ár- angurs að finna annað liprara orð, sem „dekkaði" sama hug- tak og gengi betur í eyru al- mennings. Komu fram margar tillögur svo sem „Sygeplejen i sögelys- et“, „Sygeplejen under lup“, „Udvikling og framgang“, „Forske, finde, formá“, o. s. frv. Að lokum var samþykkt að íslenzka orðið „lhugun“ væri ágætt orð, það hefur hljóm- grunn í hinum þremur skani- navisku málum, svo samþykkt var að bera fram þá tillögu við stjórn SSN að það yrði notað sem lykilorð á þinginu. Um hátíSarit vegna 50 ára afmæli SSN er það að segja að Hjúkrunarfélag Tslands hefur þegar sent ritstjóra ritsins, Veru Brock, nokkur gögn þar að lútandi, greinar, athuga- semdir og myndir. Rætt var um samvinnu nor- rænu ritstjóranna og mikilvægi þess að hittast árlega. Væri það til mikils gagns að skiptast á skoðunum, viðhorfum og reynslu. Þess má geta að rit- stjórar norska og sænska hjúkr- unarblaðsins eru ekki hjúkrun- arkonur heldur blaðakonur og þykir þeim það bæði gott og illt. Að kvöldi fyrri fundardags- ins bauð frk. Vera Brock okk- ur til kvöldverðar og sýndi þar nýja hæfileikahlið á sviði mat- argerðar og garðræktar. Seinni dagurinn var fræSslu- dagur og var hann mjög vel skipulagður frá hendi Veru Brock. Við hittumst í Gutenberghús- inu, en þar er Tímarit danska hjúkrunarfélagsins prentað, og sáum hvernig það verður til, allt frá þeirri stundu að rit- stjóri fær handritið í hendurnar þangað til áskrifendur fá blað- ið í póstinum. Var mjög ánægju- legt og fróðlegt að fylgja þessu stig af stigi og bera saman við okkar hagi. Fyrirspurnum okk- ar var fúslega svarað varðandi ýmisleg tæknileg atriði um blað- ið, sérstaklega í sambandi við upplímingu þess. Helzt hefðum við viljað vera í Gutenberghúsi allan daginn, en eigi vannst tíma til þess því tvær stofnanir biðu okkar. Næsti áfangi var Sygehus- foreningen i Danmark, sem eru samtök stofnuð vegna vaxandi stafylokokkinfektiona, en sam- tökin hófu starf sitt 1960. Starfsfólk þessarar stofnunar ferðast um landið og heimsækir sjúkrahús, hefur eftirlit með hreinlæti og sótthreinsun og leiðbeinir um þessi efni. Við stofnunina starfa 3 bakteriolog- ar, 4 hjúkrunarkonur og ritari. 1 Sygehusforeningen beið okkar hádegisverður að afloknu mjög fróðlegu erindi, sem yfir- hjúkrunarkonan, frk. Lis Lar- sen hélt. Verður nánar sagt frá starfsemi þessarar stofnunar í blaðinu seinna. Næst lá leið okkar í John F. Kennedy Instituttet í Glostrup. Er það stofnun sem er í senn rannsóknastöð og hæli fyrir börn sem þjást af sjúkdómi þeim er nefnist Föllings sjúk- dómur eða Phenylketonuri. Einnig verður sagt nánar frá þessari stofnun í blaðinu. Yfirlæknir John F. Kennedy stofnunarinnar, dr. med. Erik Wamberg, flutti fyrirlestur um stofnunina og sjúkdóm þann sem hún fæst við. Einnig skoð- uðum við húsakynnin undir leiðsögn yfirhjúkrunarkonu, frk. Elisabeth Möller. Þessum ánægjulega fræðslu- degi lauk svo með kvöldverði í boði Dansk Sygeplejerád og leikhúsferð á eftir, sáum við „Kátu ekkjuna". Næsta morg- un hélt svo hver til síns heima- lands. Undirbúningur undir SSN þing á Islandi er þannig í full- um gangi og verður næsti fund- ur í pressunefndinni haldinn í Stokkhólmi í marz 1970. E. P. M. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 83

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.