Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 23
TAFLA VII IÍTGJÖLD SVEITARFÉLAGA TIL HEILBRIGÐISMÁLA Reykjavík 1967: Framkv. og heilbr.eftirlit . . . 4.298 Sjúkrahúsrekstur .............. 39.004 Heilsuvernd .................... 4.552 Samtals 47.854; kr. 600 á íbúa Allvr lireppar 1965 Heilbrigðismál .............. 5.699 Þar af Árnessýsla ........ 1.982; kr. 250 á íbúa Þar af Strandasýsla ...... 0.020; kr. 15 á íbúa Hlutfall heilbrigðismála af heildarútgjöldum: Reykjavík ................................ 4.5% Aðrir kaupstaðir.......................... 4.0% Hreppar .................................. 1.5% Taflan sýnir ennfremur hreppa landsins í hnot- skurn og hvaða útgjaldamunur verður í hreppi, ef hann er þátttakandi í sjúkrahúsrekstri. SuinanbMiriYur viiY hin .Vei'diirlöndin. Ég læt nú útrætt í bili um þessi atriði en sný að samanburði við aðrar þjóðir. Slíkur saman- burður er ávallt erfiður en gefur þó nokkrar hug- myndir um, hvar við stöndum í samanburði við aðra. Eins og ég sagði fyrr, hef ég ekki handbærar töflur um heilbrigðismál eingöngu, en birti hér töflu um útgjöld til félagsmála á Norðurlöndum 1964. Sjá töflu VIII neðst á bls. 86. Taflan er í 4 liðum, sjúkdómar, elli og örorka, fjölskylda og börn og önnur félagsmál og tölurn- ar í gjaldmiðli hvers lands. I töflunni eru svo útgjöld til félagsmála reikn- uð sem hundraðshluti hreinna þjóðartekna og út- gjöld á hvern íbúa og er það ef til vill sá útreikn- ingurinn, sem mestar upplýsingar gefur í saman- burði. Hér að framan hefur á ýmsan hátt verið gerð grein fyrir, hvaðan féð er tekið, sem til heilbrigð- ismála gengur. Næsta tafla er samanburðartafla um það, hvernig Norðurlandaþjóðirnar hafa val- ið að leggja útgjaldabyrðar vegna félagsmála á greiðsluaðila. TAFLA IX: HIUTFALLSLEG SKIPTING FRAMLAGA TIL FÉLAGSMÁLA 1964 Ríki Svettar- fél. Atv.rek. Hinir tryggðu % % % % Uanmörk .... 63.1 18.7 3.0 15.2 Pinnland 35.2 20.5 35.8 8.5 ísland .... 49.3 23.8 9.1 17.8 Noregur .... 24.9 27.6 22.0 25.5 Svíþjóð .... 37.2 24.8 21.1 16.9 Hér eru það ríki, sveitarfélög, atvinnurekend- ur og þeir tryggðu, sem í mismunandi hlutföll- um greiða kostnaðinn. Danmörk hefur hlutfall ríkisins langhæst og sama er hér og í Svíþjóð, Finnland gerir hlut at- vinnurekanda hæstan, en Noregur hlut sveitar- félaganna, enda þótt þar sé skiptingin jöfnust. Svona samanburður sýnir, að vandi er að taka fyrirkomulag frá einu landi og heimfæra það á annað. Aðstæður í hverju landi hafa að sjálf- sögðu valdið því, hvaða leið var valin að aðstæð- um könnuðum. Eiiifaldura kvrfi. Síðasta taflan, sem hér birtist, sýnir, hvernig það kerfi, sem ég hef reynt að lýsa, kemur mér fyrir sjónir. Sjá yfirlit á bls. 93. Hér eru ritaðir upp í flatarmynd greiðsluaðil- arnir 4, ríkissjóður, sjúkratryggingar, sveitar- sjóðir og einstaklingar og þar í kring helzta starf- semi, sem hér um ræðir, og hvernig þeir greiða til hennar. Ég sagði í byrjun, að ég mundi ekki koma með breytingartillögur að neinu marki, en aðeins benda á leiðir til einföldunar. Ég held, að það sé rétt lausn milli þessara þriggja aðila að stofna sameiginlegan sjóð til þessara greiðslna. Ég tel því, að sjúkratryggingin eigi að haldast, en ekki í núverandi formi með 220 sjúkrasamlögum, heldur með færri sjúkra- samlögum og jafnvel einni heildar sjúkratrygg- ingu fyrir landið. Vísir að þessari tryggingu er þegar kominn með nýskipan sjúkratrygginga- deildar Tryggingastofnunar ríkisins, sem í fram- kvæmd komst í byrjun þessa árs. Sj úkratryggingin á síðan að greiða allan kostn- að vegna sjúkrahúsvistar, og þann kostnað vegna sjúkrahjálpar utan sjúkrahúsa, sem einstakling- ar greiða ekki. Þar undir að sjálfsögðu kostnað vegna heilsugæzlu og heilsuverndar. Ég tel, að hluti sveitarfélaga í framlagi til sj úkratrygginga eigi að stækka, þar á móti komi, að ríkissjóður sjái um allan kostnað vegna bygginga sjúkra- húsa, læknisbústaða, lækningastöðva og heilsu- verndarstöðva, hvort heldur er í dreifbýli eða þéttbýli. lAnnað, sem til greina kemur, er, að ríkið hætti algerlega sjúkrahúsrekstri, en fengi sjúkrahús- rekstur sinn í hendur sveitarfélaga, þar sem sjúkrahúsin eru staðsett. Við það mundi vinnast betri heildarstjórn og betri heildarnýting ýmissa þátta sjúkrahússtarfanna en nú er og draga úr hættu á togstreitu og óskynsamlegri samkeppni. Þótt ekki kæmi til þessara breytinga, mundu þær breytingar, sem ég hef þegar á minnst, gera kerfið einfaldara, fækka rásunum í teikningunni og minnka þannig starfið, sem liggur á bak við það að ýta milljónunum í hring. Framh. á bls. 93. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 87

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.