Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Side 24
Ritnefnd:
RADDIR HJUKRUNARNEMA
Margrét Pétursdóttir.
I>óra G. Sigurðardóttir.
Ásrún Hauksdóttir.
BARA BOTNLANGINN! Eftir brezka sjúka hjúkrunarkonu.
NURSING TIMES, 12. tbl. 64. árg.
Jafnvel hjúkrunarkona með 40 starfsár að baki getur fengið
botnlangabólgu!
Botnlangaskurðir eru heldur hversdagslegir í heimi skurðlækn-
inganna. Líklega hefur það verið öðru vísi, þegar fyrstu botn-
langaskurðirnir voru gerðir. Árum saman hafa þeir þótt fremur
lítilfjörlegar aðgerðir, einkum í augum yngri hjúkrunarkvenna.
Þegar ég var að læra, sáu hjúkrunarkonurnar um uppþvott-
inn. Ef við höfðum botnlangabólgusjúkling í rúminu, færðum við
honum þurrku og áhöld á bakka til að þurrka. Meira að segja man
ég eftir einum, sem var að vísu kominn á fætur, er þvoði alveg
upp fyrir okkur einn daginn, þegar við höfðum hvað mest að gera.
Þess vegna varð ég meira en lítið undrandi, þegar ókunnugi iækn-
irinn, sem stóð álútur við rúmið mitt á hótelinu, sagði: „Ég held,
að þér hafið fengið botnlangabólgu“. — Eins og mér fannst ég
mikið veik.
Mennirnir á sjúkrabílnum voru mjög góðir. Sjúklingur með
uppköst var engin nýjung fyrir þá. Þeir stungu myndarlegum
bréfpoka í hægri hönd mína og bunka af bréfþurrkum í þá vinstri.
Einn þeirra greip handtöskuna mína með þessum orðum: „Þér
munuð þurfa þetta“, og svo var lagt af stað.
.1») 40 nnim liðnuin.
Mín fyrstu kynni af stórum slysadeildum, voru fyrir nærri
40 árum. Ég fékk skarlatssótt. Þess vegna voru allar persónu-
legar eigur mínar fjarlægðar, jafnvel vasaklúturinn minn, og
mér fannst ég vera skilin eftir klukkustundum saman ein og
yfirgefin.
Nú horfði öðru vísi við. Allir önnuðust mig af einstakri alúð.
Ég komst árekstralaust stig af stigi og vaknaði loks í hvítu ljósi
uppvakningaherbergisins.
f lefjn.
Næsta sólarhring fékk ég hina beztu aðhlynningu með einni
undantekningu þó. Einhvern tímann um morguninn setti ung
hjúkrunarkona tvo stóla aftan við rúmið mitt. Hún dró tjöldin
frá, fjarlægði sængina, breiddi yfir mig lak, skellti þvottafati
á náttborðið og sagði mér að fara að þvo mér sjálf, hún myndi
koma aftur seinna. „Bara botnlanga“-kenningin var enn í fullu
gildi. — Það ætti að vera hægt að komast úr nælonnáttfötum,
sem loða við rúmfötin, þó maður hafi verið skorinn upp daginn
88 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS