Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 26
sem þurfa að hreyfa sig og hitapokarnir illa séðir. Ein konan
sagði mér, að henni hefði verið kalt á fótunum síðan hún kom.
Ég gæti trúað að hún hafi ekki verið sú eina. Hún hafði hrein-
lega aldrei hugsað út í að segja hjúkrunarliðinu frá því. Þegar
mikið veikir sjúklingar liggja allt í kring, virðast þeir frískari
gleymast. Svo gjörsamlega fellur maður inn í umhverfið, að ekki
einu sinni ég gat fengið af mér að segja: „Því ekki að segja hjúkr-
unarkonunni frá því“. Hins vegar stakk ég upp á, að hún fengi
sokka af manninum sínum. Stuttu seinna tók ég eftir, að hún
var komin í þá. Hann hlýtur að hafa farið heim sokkalaus það
kvöldið.
>fSá veit bezt, sem reynir'*.
Það var á matartímum, sem mest bar á kenningunni „bara botn-
langinn“. Eg man eftir einu sinni, þegar ég var að læra, að ég
fór með vel úti látinn matarskammt til sjúklings, sem ýtti bakk-
anum til hliðar og sagði: „Borðaðu það sjálf, hjúkrunarkona".
1 hvert skipti sem komið var með kúfaðan disk til mín minntist
ég þessa atviks. „Sá veit bezt, sem reynir“.
Þótt margt megi segja um „bara botnlangann“, ber eins að
geta. Ólíkt öðrum sjúklingum er hann ekki kvíðinn og hræddur
um framtíð sína. Hann veit, að batinn er öruggur og sjúkrahús-
dvölin verður ekki löng.
Satt er, að sælla er að gefa en þiggja og þiggjandinn á oft
erfitt. Ég fyllist nýrri aðdáun á þeim, sem eru hugrakkir í mikl-
um veikindum. Ég dáðist að ættingjunum, sem með glöðu geði
eyddu löngum tíma í sjúkraheimsóknirnar. Hver leit eftir börn-
unum, og hvenær fengju þeir kvöldmat? Ég hafði alveg gleymt,
hvað læknirinn gefur sjúklingi sínum mikið, og hvað hann vinn-
ur mikið. Stolt fylgdist ég með, hvort nútíma hjúkrunartækni,
umhyggja og góð almenn hjúkrun hefðu sigur í alvarlegustu til-
fellunum. Að lokum varð mér hugsað til þarfa sjúklinganna, sem
eru næstum heilbrigðir. Líf þeirra getur verið hart.
Lauslega þýtt af tveim nemum H.S.Í.
Ritstjórnarþáttur — Framh. af bls. 67.
mörku, til forseta ICN næstu 4 árin. Páll Sigurðsson, trygginga-
yfirlæknir, ritar um Fjármögnun heilbrigðismála. Er þar að finna
forvitnilegar upplýsingar um útgjöld til heilbrigðismála á ís-
landi, eins og t. d. að 1967 námu þau á ríkisreikningi 13.5% af
heildarútgjöldum. THl þakkar Páli greinina, sem á væntanlega
erindi til þeirra hjúkrunarkvenna, sem starfa við stjórnun. RacLdir
hjúkrunarnema segir á gamansaman hátt frá hjúkrunarkonu, sem
fékk botnlangakast eftir 40 ár í starfi, og lærði hún þá enn ýmis-
legt um hjúkrun og viðhorf sjúklinga til hjúkrunarfólks. Betra
seint en aldrei. Að lokum eru þættirnir ný lyf, fréttir og tilkynn-
ingar, áherzla er lögð á afmælishátíð HFl í nóv. 1969 og borgun
félagsgjalda, og Pósthólfiö, sem hefur göngu sína.
Einnig segir frá pressufundi SSN í Kaupmannahöfn vegna
þingsins á Islandi 1970, en þá verður minnst 50 ára afmælis sam-
takanna. Gert er ráð fyrir að um 800 norrænar hjúkrunarkonur
sæki þingið svo það er um að gera að spjara sig og njóta þessa
þings til eflingar stétt okkar, kjörum og hugsjónum í þágu hjúkr-
unarmála á Islandi.
90 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS