Fréttablaðið - 13.04.2017, Qupperneq 6
ORF Líftækni hf., kt. 420201-3540, boðar hér með til aðalfundar
félagsins fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi kl. 16:30 í nýjum
aðalstöðvum félagsins, Víkurhvarfi 7, í Kópavogi.
Fundarefni:
1. Setning fundar, skipun fundarstjóra og fundarritara
2. Venjuleg aðalfundarstörf, m.a.
• Skýrsla stjórnar og kynning á starfsemi félagsins
• Kynning á reikningum félagsins
• Samþykkt ársreiknings
• Meðferð rekstrarhagnaðar/taps
• Kosning stjórnar og endurskoðanda
• Greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðanda
3. Lagabreytingar þar sem helstu tillögur til breytinga alla um;
• Heimild stjórnar til útgáfu nýrra hlutabréfa
4. Kynning forstjóra
5. Kynning framkvæmdastjóra rannsókna- og vöruþróunarsviðs
6. Önnur mál
Eftir lok fundar gefst hluthöfum kostur á að skoða nýtt húsnæði
félagsins.
Stjórn ORF Líftækni hf.
Aðalfundur
ORF Líftækni hf.
27.aprí l 2017
heilbrigðismál Nú styttist mjög
í það að krabbameinsáætlun fyrir
Ísland líti dagsins ljós. Hins vegar
er það gagnrýnt hversu lengi vinnan
hefur velkst um í kerfinu. Strax um
mitt ár 2014 var boðað að áætlunin
yrði lögð fram fyrir árslok.
Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson,
læknir og formaður ráðgjafarhóps
ins, telur að krabbameinsáætlunin
verði send út til umsagnar fljótlega
og birt á vef ráðuneytisins – líklega
strax eftir páska. „Hún er tilbúin
en það er alveg rétt að þetta hefur
dregist úr hófi fram. Við skiluðum af
okkur í nóvember 2015. Ég tek undir
gagnrýni um seinagang í stjórnsýsl
unni,“ segir Ófeigur.
Nefnd gagnrýni hefur ekki síst
komið frá félagasamtökum, Krabba
meinsfélagi Íslands og Reykjavíkur,
sem hafa sent ráðuneytinu erindi og
ályktað að undanförnu, til að grafast
fyrir um stöðu mála. Þeim skrifum
hefur ekki verið svarað formlega.
Minnt hefur verið á að Ísland er eina
Norðurlandaþjóðin sem hefur ekki
enn sett heildstæða krabbameins
áætlun. Mikil vinna hafi verið lögð
í áætlunina og hætta sé á að hún
verði til lítils ef upplýsingar og gögn
úreldast.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
samþykkti áskorun á heilbrigðisráð
herra síðast 20. mars síðastliðinn.
Engan tíma megi missa. Nú greinist
árlega 1.500 manns með krabba
mein og eftir fimmtán ár megi búast
við að tilfellum hafi fjölgað um 30%
sem skýrist fyrst og fremst af hækk
andi meðalaldri og fjölgun íbúa.
Ófeigur telur að krabbameins
áætlunin sé gríðarlega mikilvægt
verkefni.
„Það eru tæplega 15.000 Íslending
ar sem eru lifandi með krabbamein í
dag. Þetta er orðinn fyrirferðarmikill
þáttur í íslenskri heilbrigðisþjón
ustu, og ekki bara það heldur einnig
í félagsþjónustunni,“ segir Ófeigur
og bætir við að þessi áætlun sé hluti
af stærri heilbrigðisáætlun fyrir
Ísland, og það sé á valdi ráðherra að
ákveða hvernig farið verður með til
lögur ráðgjafarhópsins – hvort unnið
verði eftir áætluninni eins og hún
kemur fyrir eða lögð verði áhersla á
ákveðna þætti hennar.
Spurður um þær breytingar sem
krabbameinsáætluninni gætu fylgt
nefnir Ófeigur hvernig megi sam
hæfa þjónustu innan heilbrigðis
kerfisins og félagslegan stuðning.
„Við tökum á því á heildstæðan
hátt hvernig fólk fær stuðning, allt
frá því það greinist. Það á bæði við
um fullorðna og börn. Þetta er voða
lega losaralegt og sundurleitt kerfi
sem mætir fólki í dag. Full ástæða
er til að bæta hér úr því fólk kemur
oft mjög laskað út úr meðferð. Þessi
skýrsla tekur á þessu frá a til ö,“ segir
Ófeigur og nefnir marga fleiri þætti
sem ættu að færast til betra horfs, og
þar á meðal forvarnir.
Mörg vestræn ríki, þar með talin
Norðurlöndin, hafa sett fram sínar
eigin krabbameinsáætlanir en til
samanburðar lauk þessari vinnu
árið 1998 í Noregi.
svavar@frettabladid.is
Hillir loks undir
krabbameinsáætlun
Krabbameinsáætlun fyrir Ísland verður kynnt eftir páska, ef að líkum lætur.
Vinnunni er löngu lokið. Stjórnsýslan hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang.
Krabbameinsfélög hafa spurt yfirvöld um stöðu málsins en ekki verið svarað.
Mótmælt í nafni Ataturk
Kona mótmælir fyrirhuguðum stjórnarskrárbreytingum og veifar fána með mynd af föður Tyrklands, Mustafa Kemal Ataturk. Til stendur að kjósa
um að færa forseta landsins meira vald á kostnað þingsins þann 16. apríl. Kannanir benda til þess að mjótt gæti orðið á munum og hefur fylgið
sveiflast mjög að undanförnu, þótt andstæðingar breytinganna hafi yfirleitt mælst fleiri. Nordicphotos/AFp
Full ástæða er til að
bæta hér úr því fólk
kemur oft mjög laskað út úr
meðferð. Þessi skýrsla tekur
á þessu frá a til ö.
Ófeigur Tryggvi
Þorgeirsson, læknir
og formaður
ráðgjafarhóps
um krabbameins
áætlun
Fjögur ár síðan vinnan hófst
l Ráðgjafarhópur vegna vinnu við
gerð krabbameinsáætlunar var
fyrst kallaður saman í febrúar
2013, að frumkvæði Guðbjarts
Hannessonar, þáverandi heil
brigðisráðherra.
l Verkefninu var skipt upp í fimm
afmarkaða verkþætti sem unnið
var að í jafnmörgum vinnu
hópum.
l Þeir fjölluðu um faraldsfræði og
skráningu, forvarnir og heilsu
gæslu, rannsóknir og gæða
stjórnun, meðferðarþætti og
mannafla og loks var hópur
um eftirmeðferð og líknandi
meðferð.
l Þvert á þessa hópa störfuðu
tveir rýnihópar fulltrúa full
orðinna sem greinst hafa
með krabbamein og fulltrúar
krabbameinsgreindra barna og
aðstandenda þeirra.
l Gert er ráð fyrir að setja fram
markmiðsmælda og tímasetta
aðgerðaáætlun til þriggja eða
fimm ára.
samgöngur Fyrsta flug finnska
flugfélagsins Finnair til Helsinki frá
Keflavíkurflugvelli er á þriðjudag.
Þetta eru talin nokkur tímamót
þar sem flug Finnair mun stór
bæta tengingar Íslands við Asíu og
átján áfangastaði flugfélagsins þar.
Svo dæmi sé tekið verður hægt að
komast milli Íslands og Peking með
Finnair í gegnum Helsinki á aðeins
þrettán klukkustundum.
Kerfi Finnair svipar til þeirra sem
Icelandair og WOW styðjast við
milli Evrópu og NorðurAmeríku.
Á þessu ári munu fjórfalt fleiri
flugfélög bjóða upp á áætlunarflug
til og frá Keflavíkurflugvelli en árin
fyrir hrun. – shá
Styttra til Asíu
Með millilendingu í Finnlandi
kemstu til peking á 13 klukkutímum.
Nordicphotos/AFp
viðskipti Íslenska svefnrannsókna
fyrirtækið Nox Medical er á lista
Financial Times yfir þau fyrirtæki í
Evrópu sem hafa vaxið hvað hraðast
á milli áranna 2012 til 2015.
Af fyrirtækjunum þúsund er Nox
Medical í 482. sæti listans. Sé ein
ungis litið til heilsugeirans og þeirra
fyrirtækja sem hafa náð meira en 10
milljónum evra í ársveltu hefur ekk
ert fyrirtæki vaxið hraðar en Nox
Medical, samkvæmt Finincal Times.
„Við erum afskaplega stolt af
þessum árangri,“ segir Pétur Már
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Nox Medical. „Starfsfólk okkar, eig
endur og samstarfsaðilar eiga allan
heiðurinn af þessu enda hafa þau
lagt mikið á sig.“ – shá
Nox Medical
vex hraðast
árétting
Vegna fréttar Fréttablaðsins í
gær, 12. apríl, undir fyrirsögninni
„Loforð um aukið fé til lyfjakaupa
ekki efnt“ vill Guðrún Gylfadóttir,
formaður lyfjagreiðslunefndar,
árétta að heilbrigðisráðherra er
með fullan vilja til að efna loforð
sitt um aukið fjármagn til nýrra
krabbameinslyfja.
Málið sé í góðum farvegi og
lyfjagreiðslunefnd sé nú þegar farin
að samþykkja ný lyf.
1 3 . a p r í l 2 0 1 7 F i m m t u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
9
-4
9
F
8
1
C
A
9
-4
8
B
C
1
C
A
9
-4
7
8
0
1
C
A
9
-4
6
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K