Fréttablaðið - 13.04.2017, Side 18
1 3 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r18 S p o r T ∙ F r É T T a B l a ð I ð
sport
Selfoss - Afturelding 31-33
Markahæstir: Einar Sverrisson 9, Teitur
Örn Einarsson 8/5, Elvar Örn Jónsson 7,
Hergeir Grímsson 5 - Ernir Hrafn Arnarson
13/3, Árni Bragi Eyjólfsson 4/1, Kristinn
Hrannar Bjarkason 4, Mikk Pinnonen 4, Elvar
Ásgeirsson 4.
Afturelding vann einvígið 2-0 og er komin
áfram í undanúrslit.
Valur - ÍBV 31-27
Markahæstir: Vignir Stefánsson 8/1, Josip
Juric Grgic 7/1, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Atli
Karl Bachmann 5, Orri Freyr Gíslason 3 -
Sigurbergur Sveinsson 8, Róbert Aron Hos-
tert 6, Theodór Sigurbjörnsson 6/4.
Staðan í einvíginu er 1-1. Oddaleikur liðanna
fer fram á laugardaginn.
Olís-deild karla
Átta liða úrslit, leikir 2
Bayern - Real Madrid 1-2
1-0 Arturo Vidal (25.), 1-1 Cristiano Ronaldo
(47.), 1-2 Ronaldo (77.).
Rautt spjald: Javi Martínez, Bayern (61.).
Dortmund - Monaco 2-3
0-1 Kylian Mbappe (19.), 0-2 Sjálfsmark
(35.), 1-2 Ousmane Dembélé (57.), 1-3
Mbappe (79.), 2-3 Shinji Kagawa (84.).
Atl. Madrid - Leicester 1-0
1-0 Antoine Griezmann, víti (28.).
Meistaradeildin í fótbolta
Átta liða úrslit, fyrri leikir
GolF Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
og Valdís Þóra Jónsdóttir verða
flottir fulltrúar íslenska golfsins á
erlendri grundu um páskahelgina
þegar þær verða báðar í eldlínunni á
tveimur stærstu mótaröðum heims.
Þetta verður í fyrsta sinn í sög-
unni þar sem íslenskir kylfingar
keppa á þessum virtustu móta-
röðum kvennagolfsins á sama tíma.
Ólafía Þórunn hefur þegar keppt
á fjórum mótum á bandarísku
mótaröðinni og komist tvisvar
í gegnum niðurskurðinn. Valdís
Þóra er á leiðinni á sitt annað mót
á evrópsku mótaröðinni en Ólafía
keppti ekki helgina þegar Valdís
var á Oates Victorian Open í Ástr-
alíu.
Ólafía Þórunn er komin til
Hawaii- eyja þar sem hún keppir
á Lotte/Hershey-mótinu á LPGA
mótaröðinni. Hún hóf keppni í
nótt og löngu eftir að Fréttablaðið
fór í prentun en klukkan á Hawaii
er tíu tímum á eftir þeirri á Íslandi.
Flestir af bestu kylfingum heims eru
á meðal keppenda á Oahu-eyju.
Fimmta LPGA-mótið
Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu
Þórunni á sterkustu atvinnumóta-
röð heims. Hún komst í gegnum
niðurskurðinn á fyrstu tveimur
mótunum. Hún náði ekki að
komast í gegnum niðurskurðinn
á síðustu tveimur mótum. Það
munaði mjög litlu á þriðja mótinu
í Phoenix en á síðasta móti í Kali-
forníu spilaði hún í fyrsta sinn
yfir pari á LPGA-mótaröðinni.
Valdís Þóra Jónsdóttir er aftur á
móti stödd í Marokkó þar sem
hún svo eftirminnilega tryggði
sér sæti á evrópsku mótaröðinni í
desember síðastliðnum. Valdís var
þar í öðru sæti sem er besti árangur
sem íslenskur kylfingur hefur náð
á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópu-
mótaröðina.
Mótið í Marokkó er haldið sam-
hliða móti á Evrópumótaröðinni í
karlaflokki. Þetta er annað mótið
á þessu tímabili þar sem leikið er á
LET-mótaröðinni samhliða atvinnu-
móti í karlaflokki. Valdís lék einnig
á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta
LET-móti á ferlinum en mótið í
Marokkó er annað mót á þessu stigi.
Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates
Victorian-mótinu í Ástralíu þar sem
hún lék samtals á einu höggi undir
pari. Hún náði ekki síðasta niður-
skurðinum og spilaði því ekki loka-
daginn.
Ólík tölfræði hjá stelpunum
Það er fróðlegt að bera saman tölur
stelpnanna í þessum fyrstu mótum
sem sýnir að vissu leyti hvað þær
eru ólíkar. Það er reyndar aðeins
eitt mót búið hjá Valdísi Þóru en
samanburðurinn er engu að síður
fróðlegur.
Ólafía Þórunn kemur nefnilega
mjög vel út í nákvæmni í upphafs-
höggum (84 prósent – 21. sæti) og
fáum púttum (29,0 – 27. sæti) en ekki
eins vel í því að hitta flatir í áætl-
uðum höggfjölda (66 prósent – 117.
sæti) eða að bjarga sér upp úr sand-
gryfjum (32 prósent – 129. sæti).
Valdís Þóra er aftur á móti best
í því að bjarga sér upp úr sand-
gryfjum (100 prósent – 1. sæti) og
að hitta flatir í áætluðum högg-
fjölda (78 prósent – 9. sæti) en
hefur gengið verr í nákvæmni sinni
í upphafshöggum (64 prósent – 77.
sæti) og að pútta (32,0 – 69. sæti).
Þær geta vonandi bætt þessar tölur
um helgina.
Bæði mótin á Golfstöðinni
Íslenskir golfáhugamenn ættu að
geta eytt páskahelginni í að fylgjast
með íslensku stelpunum. Lotte/
Hershey-mót Ólafíu Þórunnar
verður í beinni á Golfstöðinni alla
dagana og þá verða tveir síðustu
dagarnir á móti Valdísar Þóru í Mar-
okkó einnig sýndir á Golfstöðinni á
laugardag og sunnudag.
Nú er bara að vona að það verði
nóg af íslenskum páskafuglum hjá
okkar konum og að þær nái báðar
niðurskurðinum, sem verður eftir
leik í nótt hjá Ólafíu en eftir leik á
morgun hjá Valdísi Þóru.
ooj@frettabladid.is
Vonir um íslenska páskafugla
Páskahelgin er söguleg fyrir, því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á
sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Valdís Þóra Jónsdóttir.
14.00 KR - FH Sport
19.00 Ajax - Schalke Sport 2
19.45 Anderlecht - Man. Utd Sport
19.00 Lyon - Besiktas Sport 3
19.00 RBC Heritage Golfstöðin
19.05 Keflavík - Skallagrím. Sport 4
23.00 Lotte á LGPA Golfstöðin
Í dag
Valsmenn tryggðu sér sæti í Domino’s-deild karla í gærkvöldi
Fögnuður á Hlíðarenda Valur tryggði sér sæti í Domino’s-deild karla með risasigri á Hamri, 109-62, í oddaleik í umspili í gærkvöldi. Ótrúlegur 47
stiga sigur Valsmanna sem lentu 2-1 undir í einvíginu. Tímabilið hefur verið mikið ævintýri fyrir Valsmenn sem fóru einnig í undanúrslit í Malt-
bikarnum. Valur lék síðast í efstu deild tímabilið 2013-14. Þá unnu Valsmenn aðeins tvo leiki og féllu niður í 1. deild. FRéttABLAðið/AntOn BRinK
Valdís Þóra varð í 2. sæti
á lokaúrtökumótinu í
desember sem fór líka fram í
Marokkó.
Ólafía Þórunn hefur
spilað tólf fyrstu hringina
sína á LpGA á -5.
15.50 Wolves - Brighton Sport
18.35 newcastle - Leeds Sport
19.00 RBC Heritage Golfstöðin
23.00 Lotte á LGPA Golfstöðin
Á morgun
OddALEiKJArEyNsLubOLTAr
Keflavík og skallagrímur spila í
kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í
úrslitaeinvíginu um Íslandsmeist-
aratitilinn. sigurvegarinn í kvöld
mætir Íslandsmeisturum þriggja
síðustu ára í snæfelli í lokaúrslit-
unum sem hefjast á mánudag.
Það er mikill munur á reynslu
leikmanna liðanna af oddaleikjum
í úrslitakeppni. Tveir leikmenn
skallagríms, þær sigrún sjöfn
Ámundadóttir og Kristrún sigur-
jónsdóttir, munu setja nýtt met
í kvöld með því að spila báðar
sinn níunda oddaleik á ferlinum.
Kristrún hefur nú spilað oddaleik
í sjö seríum í röð í úrslitakeppni.
sigrún er í oddaleik í undanúr-
slitum annað árið í röð en hún
tapaði með Grindavík við sömu
kringumstæður í fyrra. Liðsfélagi
þeirra, Jóhanna björk sveinsdóttir,
spilaði tvo oddaleiki með Haukum
í úrslitakeppninni í fyrra. Eini
Keflvíkingurinn sem hefur tekið
þátt í oddaleik
er fyrir-
liðinn Erna
Hákonar-
dóttir og
það bara
einu sinni.
Erna kom
hins vegar
ekki inn
á þegar
snæfell
vann Hauka
í úrslitaleik
um titilinn í
fyrra.
1
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
9
-5
3
D
8
1
C
A
9
-5
2
9
C
1
C
A
9
-5
1
6
0
1
C
A
9
-5
0
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K