Fréttablaðið - 13.04.2017, Page 24

Fréttablaðið - 13.04.2017, Page 24
„Blái leðurjakkinn minn er líklega uppáhaldsflíkin mín núna, hann er svo skemmtilega „eitís“, segir Ögmundur Kára- son. Jakkann keypti hann notaðan á um 6.000 kr. á fatamarkaði við Hlemm. MYND/EYÞÓR Hljómsveitin Phlegm lenti óvænt í öðru sæti Músíktil-rauna í upphafi mánaðarins. Sveitin, sem var stofnuð einungis viku fyrir keppnina, er skipuð þeim Flemming Viðari Valmunds- syni bassaleikara og Ögmundi Kárasyni trommuleikara en báðir sjá þeir um sönginn. Ögmundur er tvítugur strákur af Seltjarnar- nesi og skipar tónlistin stóran sess í lífi hans. „Ég spila reglulega með ýmsum hljómsveitum og vona að ég geti unnið við og lifað á tónlist í framtíðinni. Einnig hlusta ég mikið á tónlist, grandskoða hana og pæli mikið í henni. Ég er hægt og rólega að stækka safnið mitt, bæði af geisladiskum og plötum, og meira að segja kasettum.“ Phlegm spilar einhvers konar blöndu af hardcore- og noise-rokki og segir Ögmundur Músíktilraunir hafa verið mjög skemmtilega upp- lifun. „Þetta var rosalega gaman allt saman, að spila og líka bara að kynnast öllu þessu fólki. Ég verð að segja að árangurinn kom mér mjög á óvart, mér brá eiginlega þegar Phlegm var lesið upp. Svo varð ég mjög hissa að vinna verð- launin trommuleikari ársins vegna þess að það voru aðrir mjög góðir trommuleikarar að keppa líka.“ Ögmundur lýsir fatastíl sínum sem frekar einföldum. „Hversdags- lega er ég yfirleitt bara í gallabux- um og ýmist í skyrtu eða bol, og þá oft tónlistarbol, og svo kannski í peysu. Ég klára svo heildarmynd- ina oft með einhverjum skemmti- legum jakka yfir.“ Hvenær fékkstu áhuga á tísku? „Ég hef ekki beint áhuga á tísku, frekar bara áhuga á fötum. Áhug- inn kviknaði í menntaskóla þar sem fatasmekkur minn þróaðist hægt og rólega. Gallabuxurnar hafa þrengst aðeins í gegnum tíðina og tónlistarbolum hefur fjölgað. Ég hef líka verið að safna í smá slaufusafn.“ Hvað einkennir klæðnað karla í dag? „Tíska karl- manna virðist vera skemmtileg blanda af götuklæðnaði og smá dassi af íþróttavörum, þá aðallega skóm. Föt með pínu fínum blæ sem finnast t.d. í búðum eins og Húrra Reykjavík.“ Áttu þér uppáhaldsverslanir? „Ég er eiginlega bara svolítill flakk- ari og fer á milli búða og vonast eftir því að finna mér eitthvað flott. Það eru margar mjög fínar versl- anir bæði hér heima og erlendis en engin sérstök í uppáhaldi. Annars finnst mér mjög gaman að fara á fatamarkaði og skoða meðal ann- ars notuð föt.“ Hverjir eru uppáhaldshönnuð- irnir? „Ég fylgist ekki svo mikið með hönnuðum en mér hefur alltaf fundist Coco Chanel mjög einkennilegt og skemmtilegt nafn. Mér fannst reyndar líka Kanye West ansi brattur þegar hann skellti sér í tískuna. Þetta sýnir bara hversu lítið ég fylgist með. Aftur á móti þá þekki ég einn íslenskan hönnuð ágætlega persónulega. Hann heitir Jón Gunnar Zoëga og hefur verið að gera nokkuð góða hluti með merkinu sínu Modern Day Slaves. Ég hlakka til að sjá hvað hann gerir í framtíðinni.“ Áttu uppáhaldsflík? „Jakkafötin sem ég klæddist við útskriftina úr menntaskóla eru í miklu uppá- haldi hjá mér en þau eru spari. Blái leðurjakkinn minn er líklega uppáhaldsflíkin mín núna, hann er svo skemmtilega „eitís“. Ég keypti hann notaðan á um 6.000 kr. á fatamarkaði við Hlemm. Ég hef fengið að heyra að hann minni meðal annars á Michael Jackson, með smá svona „thriller vibe“ og á Julian Casablancas úr The Strokes.“ Bestu og verstu kaupin? „Blái jakkinn er klárlega ein bestu kaup sem ég mun nokkurn tíman gera. Annars get ég líka nefnt ponsjó sem ég keypti á Hróarskeldu, mér varð hvorki of kalt né of heitt. Verstu kaupin væru mögulega flestar buxur sem ég hef keypt í H&M því að þær rifna svo auðveld- lega í klofinu.“ Næstu tónleikar hjá sveitinni verða á sumardaginn fyrsta þar sem hún kemur fram á Bar Ananas ásamt félögum í Captain Syrup og CeaseTone. „Svo munum við líka spila á Iceland Airwaves í haust en utan þess er lítið annað planað.“ Áhugasamir geta fylgst með þeim félögum á Facebook (Phlegm) og hlustað á tvö lög sveitarinnar á síðu Músiktilrauna á Soundcloud.com (musiktilraunir). Blái jakkinn í miklu uppáhaldi Leðurjakki Ögmundar Kárasonar úr hljóm- sveitinni Phlegm minnir marga á Michael Jackson og Casablancas úr The Strokes. Múmínbolli ársins 2017 er að mörgu leyti sérstakur. Á hann er þrykkt mynd sem höfundurinn Tove Jansson teiknaði sjálf í sög- unni Pípuhattur galdra- karlsins en hún kom fyrst úr árið 1948. Múmínbollarnir frá Arabia eru óhemju vinsælir og margir safna þeim. Á hverju ári kemur ný útgáfa af boll- anum í takmörk- uðu upplagi. Bollarnir geta því orðið verðmætir eftir því sem þeir eldast. Í fyrra seldist Múmínbolli á rúmlega 991 þúsund krónur í Sví- þjóð eða 79.000 sænskar krónur. Hann var úr Fazer-seríunni og var einungis gerður í 400 eintökum árið 2004. Aðeins 380 bollar fóru í verslanir. Nýi bollinn sem kemur út í maí er gerður til heiðurs Tove Jansson og verkum hennar um Múmínálf- ana. Jafn- framt fagnar Finnland 100 ára sjálfstæði á þessu ári og verður mikið um dýrðir af því tilefni. Fágætur og fínn nýr Múmínbolli Múmínbolli ársins 2017. Áhuginn kviknaði í menntaskóla þar sem fatasmekkur minn þróaðist hægt og rólega. Gallabuxurnar hafa þrengst aðeins í gegnum tíðina og tónlistarbolum hefur fjölgað. Ég hef líka verið að safna í smá slaufusafn. Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Gleðilega páska CREENSTONE KÁPURNAR KOMNAR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . a P r í L 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 9 -2 7 6 8 1 C A 9 -2 6 2 C 1 C A 9 -2 4 F 0 1 C A 9 -2 3 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.