Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 3
vmct FORSÍÐUMYND: Áhugi fólks á umhverfisvernd og óspilltri náttúru fer vaxandi og er fjallaö um þaö mál í ritstjóraspjalli blaösins. Myndina tók Kristján Einarsson. 2. tölublað, maí 1990 66. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS RITSTJÓRAR OG ÁBYRGÐARMENN: Lilja U. Óskarsdóttir og Stefanía V. Sigurjónsdóttir RITSTJÓRN: ÁSA ST. ATLADÓTTIR, SlMI 51126 SIGRI'ÐUR SKÚLADÓTTIR, SÍMI 43908 RANNVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 40187 AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING: SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 687575. BLAÐIÐ KEMUR ÚTÁRSFJÓRÐUNGSLEGA endurprentun bönnuð án leyfis ritstjóra. ÁSKRIFTARGJALD ER KR. 1.000,00 EFNISYFIRLIT Arsskýrsla stjórnar til fulltrúafundar ................ bls. 4 Er handþvottur metinn sem skyldi? ..................... bls. 16 Handklæðaböðun ........................................ bls. 15 Ótroðnar slóðir........................................ bls. 19 Geðþóttalyf............................................ bls. 28 Líkamsklukkan - hvað er það? ......................... bls 32 Eréttir................................................ bls. 35 Smitgát og sýkingavarnir............................... bls. 37 Rriður er okkar fag.................................... bls. 38 Rramhaldsnám erlendis.................................. bls. 40 'SSN 0250-4731 ÚMSJÓN MEÐ ÚTGÁFU BLAÐSINS: FRÓÐI HF„ ÁRMÚLA 18, SÍMl 82300. PRENTVINNSLA: G. BEN. PRENTSTOFA HF. Ritstjóra- spjall I ár er meiri umrœða um umhverfið, umhverfisvernd og samspil manns og umhverfis en endranœr. Það leiðir hugann að áhrifum umhverfis á heilsu fólks, bœði til góðs og ills. Mörg heilbrigðisvandamál, sem við glímum við í dag, eiga rœtur sínar að rekja til umhverfis og lífsstíls, sem við höfum sjálf skapað. Ofarlega í huga eru sjúkdómar af völdum mengunar og aukaefna afýmsu tagi, t. d. í andrúmslofti, vatni og matvœl- um, umferðarslys, slys í heimahúsum og slys í atvinnulífinu, svo eitthvað sé nefnt. Hvert er hlutverk okkar hjúkrunarfrœðinga í sambandi við verndun umhverfis mannsins ogfyrirbyggingu sjúkdóma afvöldum umhverfisins eins og það er í dag? Einstaklingurinn liefur bœði réttindi og skyldur þegar um heilbrigði er að rœða. Sérhver einstaklingurhefurmikla ábyrgð varðandiþað að vernda umhverfið og bæta það, en það getur skipt sköpum fyrir afkomu mannsins og vellíðan íframtíðinni hvernig til tekst. Sérhver hjúkrunarfrœðingur hefur enn meiri ábyrgð, þar sem hann býr yfir þekkingu um manninn og um mikilvœgi þess að samspil manns og umhverfis sé í jafnvœgi, effyrir- byggja á ýmis heilbrigðisvandamál. Hlutverk hjúkrunarfrœðings tel ég margþœtt. Þaðfelst m.a. íþví — að afla sér frekari þekkingar, t.d. úr rannsóknum, — að vera þátttakandi í rannsóknum, sem gefa upplýsing- ar um umhverfisþœtti sem ógna kunna heilbrigði, — að greina áhrif umhverfisins á heilbrigði, — að hafa markmið og tímamörk að leiðarljósi, t.d. markmið WHO „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, en það næst aðeins með virkri þátttöku okkar allra og í samvinnu við aðra, — að miðla daglega þekkingu til einstaklinga, fjölskyldna og samfélags um leiðir til að viðhalda heilbrigði, auka vellíð- an og fyrirbyggja áhrif heilsuspillandi umhverfisþátta, — að vinna með heilbrigðisyfirvöldum og standa vörð um réttþegnanna íþjóðfélaginu til heilsusamlegs umhverfis. Hjúkrunarfrœðingar geta með þekkingu sinni Itaft áhrifá viðhorf og lífsstíl fólksins í landinu. Ekki má gleyma því að sífellt stærri hópur fólks er orðinn mjög meðvitaður um mikilvœgi heilbrigðis og leiðir til að viðhalda heilbrigði. Því ber að fagna. Hjúkrunarfrœðingum ber skylda til að bœta við þekkingu fólks, að hvetja það og styðja á leið sinni til heilsusamlegri lifnaðarhátta. Þannig getum við fjárfest á arðbæran hátt í framtíðinni í formi bœttrar heilsu og vellíðunar þegnanna í þjóðfélaginu. Sumarkveðja. Lilja Óskarsdóttir. HJÚKRUN 7*—66. árgangur 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.