Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 7
* félagsmál Ekkert námskeið var haldið fyrir trúnaðarmenn félagsins á árinu 1989. menntunarmál Nýi hjúkrunarskólinn lauk starfi s>nu sem menntasetur fyrir fram- halds- og sérfræðimenntun hjúkr- unarfræðinga innan HFÍ nú um áramótin. Skólinn starfaði í 17 ár. Tveir nemendahópar áttu eftir uð ljúka námi; - nemendur í skurð- og svæfinganámi — og ljúka þeir námi frá Háskóla íslands í vor. 24. maí 1989 auglýsti Mennta- málaráðuneytið 2 af stöðum kenn- ara við Nýja hjúkrunarskólann lausar til umsóknar. 1. Stöðu lektors í hjúkrunar- fræði. Undir starfið fellur skipu- lagning á viðbótar- og endurmennt- un hjúkrunarfræðinga. 2. Hálfa stöðu lektors í hjúkrun- arfræði. Undir starfið fellur skipu- lagning á námi hjúkrunarfræðinga til BS prófs í hjúkrunarfræði. 3. Hálfa stöðu lektors í hjúkrun- arfræði. Aðalkennslugrein: Hjúkr- unarstjórnun. Stöðurnar hlutu: Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigríður Halldórs- dóttir og Birna Fljgenring. Fyrir liönd HFI óska ég þeim til hamingju og býð þær velkomnar til starfa. María Finnsdóttir, fræðslustjóri HFI, mun gera framhalds- og end- urmenntunarmálum okkar betri skil í sinni skýrslu. Ritun sögu Hjúkrunarskóla ís- lands er að mestu lokið. Örn og Orlygur munu að öllum líkindum gefa bókina út, en ekki er ákveðið hvenær það verður, en með næsta fréttablaði HFÍ mun fylgja áskrift- arseðill fyrir bókina og vil ég hvetja alla hjúkrunarfræðinga til að kaupa hana. Afrit af prófskírteinum nemenda HSÍ mun skrifstofa námsbrautar í hjúkrunarfræði afgreiða í framtíð- 'uni. Ekki hefur endanlega verið gengið frá því, en á meðan hefur Þorbjörg Jónsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskóla ís- lands, sinnt þessu. FAGLEG MÁLEFNI í síðustu ársskýrslu var ítarlega greint frá gangi mála varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.58/1984 um sjúkraliða. Frumvarpið varð að lögum 19. maí 1989 og jafnframt féll úr gildi 8. grein hjúkrunarlaga frá 1974. Sjá 1. grein laga um breytingu á lögum nr. 58/1984 um sjúkraliða og 8.gr. hjúkrunarlaga). í lögum um almannatryggingar nr. 67/1971 43. gr. með breytingu frá 1986 er eftirfarandi: „Sjúkrasamlag skal veita þá hjálp, sem hér er talin. Hjúkrun í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og slysa sam- kvæmt samningum sem Trygginga- stofnun ríkisins gerir og reglum er tryggingaráð setur.“ Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga hafa gert samning við Trygg- ingastofnun ríkisins á grundvelli þessara laga. Samningurinn var undirritaður þann 15. júní 1989 og er sá fyrsti sinnar tegundar á ís- landi. Hér er um einskonar tilrauna- samning að ræða og til eins ár. Samkvæmt honum geta tíu hjúkrunarfræðingar starfað sjálf- stætt með eigin rekstur, svipað og læknar og sjúkraþjáflarar. Fulltrúi HFÍ í viðræðum var formaður ásamt Öldu Halldórsdóttur, hjúkr- unarráðgjafa á Landakoti. Full- trúar FHH voru Laura Sch. Thor- steinsson formaður, Jón Snorra- son, deildarstjóri í Arnarholti. Birgir Björn Sigurjónsson hagfræð- ingur BHMR veitti nefndinni fag- lega aðstoð. Síðastliðið haust skipaði heil- brigðisráðuneytið nefnd er skyldi útbúa frumvarp um skilgreiningu á dauða- og flutningi líffæra. For- maður HFI sat í nefndinni. Aðrir nefndarmenn voru Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, sem var formaður nefndarinnar, Þórður Harðarson, * Lög um breytingu á lögum nr. 58/1984 um sjúkraliða. 5. gr. laganna orðast svo: ^ Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða hjúkrunareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Þar sem hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengist til starfa að undangenginni auglýsingu getur sjúkraliði borið ábyrgð á störfum sínum gagnvart þeim sérfræðingi sem hlotið hefur viðurkenningu heilbrigðisráðuneytisins. Þó skal slík skipan háð samþykki heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og ekki standa lengur en eitt ár í senn og er þá skylt að auglýsa á ný eftir hjúkrunarfræðingi. Komi upp ágreiningur um ráðningu sjúkraliða samkvæmt 2. mgr. skal ráðuneytið skera úr um þann ágreining. Ráðherra ákveður í reglugerð um nám sjúkraliða og starfsemi Sjúkraliðaskóla íslands. Hjúkrunarlög: Heimilt er að þjálfa sjúkraliða til aðstoðar við hjúkrun og skal nám þeirra, starfsréttindi og skyldur ákveðin í reglugerð. Ákvæði 6. og 7. gr. gilda einnig um sjúkraliða eftir því sem við á. HJÚKRUN 2/n—66. árgangur 7

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.