Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 9
prófessor við læknadeild Háskóla íslands, Ólafur Ólafsson landlækn- ir, Páll Ásmundsson yfirlæknir og Sigfinnur Þorleifsson, skjúkra- húsprestur Borgarspítalans. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur í heilbrigð- isráðuneytinu var ritari nefndar- innar. Nefndin lauk störfum í apríl 1989 °g lagði ráðherra frumvarpið fram til kynningar á Alþingi. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1983 um heilbrigðis- þjónustu var lagt fram á 112. lög- gjafarþingi íslands 1989. HFI fékk frumvarpið til umsagn- ar og sendi þann 8. desember 1989 inn umsögn í samvinnu við FFH. Nýmæli í frumvarpinu eru m.a. þau að skipa skuli héraðshjúkrun- arfræðing í Reykjavík, á Norður- landi eystra og í Reykjaneshéraði til 4 ára í senn. HFÍ hefur í mörg ár barist fyrir slíkri skipan. Á afmælis- ráðstefnu þann 4. nóvember 1989 tilkynnti heilbrigðisráðherra fyrst opinberlega að hann myndi setja þetta inn í frumvarpið. Mikil ánægja er með slíka skipan mála hjá hjúkrunarfræðingum og í umfjöllun Þingsins um málið var það einnig talið gott mál. Annað nýtt atriði er það að rísi UPP ágreiningur um valdsvið sér- menntaðs starfsliðs á heilbrigðis- stofnunum, skeri stjórn úr, en hægt sé að áfrýja úrskurði stjórnar til fáðherra. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a. orðrétt: „Ágreiningur hefur verið vax- andi vandamál á undanförnum ár- um ekki síst milli lækna annars veg- ar og hjúkrunarfræðinga hins veg- ar.“ Pá er lagt til að 17. grein laganna falli niður þar sem kveðið er á um Það að hjúkrunarfræðingar, ljós- mæður og sjúkraþjálfarar skuli starfa við heilsugæslustöðvar. I stað þess ráði stjórnir stöðvanna starfsfólk. í:‘ félagsmál HFÍ og FHH áttu fund með Læknafélagi íslands út af frum- varpinu. Þar kynntu félögin þær umsagnir er gefnar yrðu um það. Félögin áttu einnig saman fund vegna þeirra fullyrðinga er fram koma í frumvarpinu um vaxandi ágreining stéttanna. Fulltrúi land- læknisembættisins, Vilborg Ing- ólfsdóttir, sat einnig fundinn. Þar kom fram að ágreiningsefni milli þessara tveggja stétta væru oftast af persónulegum toga spunnin, en ekki faglegum, og ágreiningsmálin væru fá miðað við þau miklu sam- skipti sem læknar og hjúkrunar- fræðingar hefðu. Ákveðið var að boða fulltrúa læknadeildar í Há- skóla íslands og námsbrautar í hjúkrunarfræði á næsta fund. Vegna mikillar óánægju með úrskurðarvald ráðherra í ágrein- ingsmálum heilbrigðisstétta kom ný tillaga fram um það að yfirlæknir yrði úrskurðaraðili. Þannig fór málið til efri deildar Alþingis. Hjúkrunarfélögin höfðu með sinni umsögn óskað eftir fundi með nefndinni. Þann 24. apríl 1990 fóru formenn félaganna, Sigþrúður Ingimundardóttir og Ásta Möller, á fund nefndarinnar og lögðu fram bréf þess efnis að greinin yrði felld út. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi þann 4. maí 1990 og var þá búið að fella út áðurnefnda grein. HFÍ og FHH sendu frá sér í ann- að sinn umsögn um íslenska heil- brigðisáætlun. Þar kemur skýrt fram stefna félaganna varðandi markmið Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, Heilbrigði fyrir alla árið 2000. Þann 10. ágúst 1989 barst HFÍ bréf frá landlækni, Ólafi Ólafssyni. Þar kemur fram að vaxandi þörf sé á heilbrigðisstarfsfólki, sérstaklega á heilsugæslustöðvunum, og að ástæðurnar séu aðallega stóraukin verkefni á sviði heilsugæslu, ásamt minnkandi aðsókn, og útskrift fólks úr skólum heilbrigðisstétta. Meðfylgjandi eru síðan drög að starfslýsingu fyrir nýja stétt á heilsugæslustöðvum, „heilsuliða", samin af Stefáni Þórarinssyni, hér- aðslækni Austurlands. Svar HFÍ var sent 29. ágúst 1989. Þar kemur fram að ekki sé talið rétt að fara að búa til nýja stétt heil- brigðisstarfsmanna. Réttara væri að nýta þær starfsstéttir sem fyrir væru. Umsögn varðandi reglugerð um meðferð og meðhöndlun frumu- eyðandi lyfja þann 15. september 1989 gaf félagið til Lyfjaeftirlits rík- isins. Félaginu berast ávallt til umsagn- ar hin margvíslegustu mál er tengj- ast heilbrigðisþjónustu, en ég læt hér staðar numið. AFMÆLIHFÍ 70 ára afmælis HFÍ var veglega minnst þann 3. nóvember 1989 með ráðstefnu er bar yfirskriftina „Hjúkrun - félagslegt afl“. Rúm- lega 300 hjúkrunarfræðingar sóttu ráðstefnuna er tókst vel. Um kvöldið var svo fjörugt afmælishóf að Hótel Islandi. í tilefni afmælis- ins var einnig móttaka fyrir vini og velunnara félagsins þann 22. des- ember 1989. 1. tölublað HJÚKRUNAR 1990 er sannkallað afmælisblað en þar er afmælisins minnst á verðugan hátt. FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR Samstarfshópur hjúkrunarfræð- inga í heilsugæslu um hjúkrunar- greiningar er starfandi á vegum landlæknisembættisins. Kristín Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslustöðvarinnar Sólvangs í Hafnarfirði, er fulltrúi félagsins. Hún er einnig fulltrúi félagsins í hóp um sama efni er hjúkrunar- fræðslustjórar hafa myndað. HJÚKRUN %o—66. árgangur 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.