Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 11
* félagsmál úar 1990. Einnig var ákveðið að stjórnir beggja félaganna gerðu könnun á vilja félagsmanna til sam- einingar. Könnunin var send út þann 20. apríl og niðurstöður hjá HFÍ voru þær að af 1953 félögum greiddu 1218 atkvæði eða 62,36%. Þar af sagði 1191 já eða 97,78%. 21 sagði nei eða 1,72%. Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 0,50%. bsrb málefni Formannafundur BSRB var haldinn þann 5. október 1989. Fyrir fundinum lágu margvísleg mál m.a. húsnæðismál, dagvistunarmál, skattamál, Evrópubandalagið o.fl. Fulltrúar framkvæmdastjórnar og kjarmálanefndar sóttu fundinn. Aðalfundur fulltrúaráðs orlofs- heimila BSRB var haldinn 20. mars 1990. Formaður sat fundinn. Fulltrúi HFÍ í stjórn BSRB er Hólmfríður Geirdal, sem starfar á Geðdeild Landspítalans. lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna Stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunar- kvenna hélt 4 fundi á árinu að venju. Um áramótin 1989-1990 voru 149 hjúkrunarfræðingar á eft- irlaunum og 9 nutu örorkubóta. Á árinu 1989 voru veitt íbúðalán Ú1 80 sjóðsfélaga að upphæð 65 milljónir og 590 þúsund krónur. Frumlán úr sjóðnum til íbúða- kaupa er ein milljón krónur eftir tveggja og hálfs árs starf. Endurlán eru einnig ein milljón og er biðtími eftir láni tvö og hálft ár frá því að frumlán var greitt upp. Viðbótarlán eru 500 þúsund krónur til 5 ára með meðalvöxtum óanka. Viðbótarlán eru óháð frum- jánum. Réttur til þeirra skapast eft- lr 8 ára greiðslu í sjóðinn. Skuldabréfakaup af Húsnæðis- tnálastjórn og fjárfestingarsjóðum n'kissjóðs voru samtals 130 milljónir króna árið 1989. Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna ber að kaupa skuldabréf Húsnæðismálstjórnar fyrir 55% af ráðstöfunarfé sjóðsins, sem gefur félagsmönnum rétt til að sækja um lán frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins. Sjóðurinn hefur raunar keypt skuldabréf Húsnæðis- málastjórnar fyrir mun hærri upp- hæð. Fjárahagsstaða sjóðsins 3. apríl 1990 var 38.280.222 krónur. Stjórn sjóðsins er þannig skipuð: Formaður HFÍ Sigþrúður Ingi- mundardóttir, Ólafur Ólafsson landlæknir og Lárus Ögmundsson, lögfræðingur Ríkisendurskoðunar, sem jafnframt er formaður sjóð- stjórnar. SSN ~ Formaður og varaformaður hafa sótt stjórnarfundi SSN, sem haldnir eru í janúar og apríl ár hvert og í tengslum við fulltrúafund samtak- anna. Fulltrúafundur Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga, SSN, var haldinn að Vilvorde, ráðstefn- ustað danska hjúkrunarfélagsins, dagana 20.-22. september 1989. Fundarefnið var „Upplýsingatækni í hjúkrun - verkfæri - hvatning - ógn“. Fundinn sátu ásamt formanni þær Pálína Sigurjónsdóttir varafor- maður, Hólmfríður Geirdal, Þóra Sigurðardóttir, Erla Björk Sverris- dóttir, Kristín Ólafsdóttir, hjúkr- unarnemi frá Akureyri, og Ingi- björg Elíasdóttir en hún flutti er- indi fyrir íslands hönd um sérstöðu íslands og íslenskra hjúkrunarfræð- inga við beitingu tölvutækni í litlu og fámennu landi. Fundinum voru gerð skil í 4. tbl. HJÚKRUNAR 1989. Félagsgjald HFÍ til SSN eru 6 danskar krónur fyrir hvern starf- andi félagsmann. Það var á árinu 1989 kr. 61.401.00. ICN ~ 19. alþjóðaþing ICN var haldið í Seoul í Suður-Kóreu dagana 28. maí - 2. júní 1989. Yfirskrift þings- ins var „Hjúkrun framtíðinnar“. Formaður og varaformaður sátu þingið og formannafund ICN sem haldinn var í tengslum við þingið. Þinginu voru gerð ítarleg skil í 4. tbl. HJÚKRUNAR 1989. Vinnuhópur evrópskra hjúkrun- arfræðinga, sem stunda hjúkrunar- rannsóknir W E N R, samanstend- ur af fulltrúum allra hjúkrunarfé- laga í Evrópu sem eru aðilar að ICN. Fulltrúi HFI er Anna Birna Jens- dóttir og sótti hún fund vinnuhóps- ins á síðasta ári sem, ásamt opinni ráðstefnu í hjúkrunarrannsóknum, var haldinn þann 7.-8. september 1989 í Franfurt am Main í Þýska- landi. ÝMIS MÁL Nefnd á vegum HFÍ um hagræð- ingu í heilbrigðisþjónustunni hefur starfað milli fulltrúafunda. Nefndin hefur átt viðræður við fulltrúa Heil- brigðis- og Fjármálaráðuneytisins. Ákveðið hefur verið að standa að sameiginlegri ráðstefnu um málið næsta haust. Formaður nefndar- innar er Sigrún Gerða Gísladóttir, formaður Vestfjarðadeildar HFI. Félagstjórn réði Lilju Óskars- dóttur og Stefaníu Sigurjónsdóttur til starfa frá 1. október til 15. des- ember 1989 til að safna inn heimild- um varðandi hjúkrun, en erfiðlega hafði gengið að fá inn upplýsingar. Nokkuð vel gekk með verkið og ómetanlegt er að fá frá fyrstu hendi upplýsingar um þann tíma er hjúkr- un var að stíga sín fyrstu spor sem starfssétt hér á íslandi. Ingibjörg Árnadóttir lét af störf- um um áramótin 1989-1990 sem rit- stjóri HJÚKRUNAR, tímarits HFÍ, eftir 20 ára farsælt starf. Lilja Óskarsdóttir og Stefanía Sigurjóns- dóttir hjúkrunarkennarar voru ráðnar í stöðu ritstjóra frá og með 15. janúar 1990. Þær skipta stöð- HJÚKRUN %o—66. árgangur 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.