Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Síða 13
* félagsmál samninganefnd ríkisins vera tilbúin til að semja við okkur um bókun með öðru orðalagi en við höfðum lagt fram varðandi launaþróun, þ-e.a.s. ef launaþróun annarra yrði önnur en samningur okkar segði til um. Skrifað var undir nýjan kjara- samning 7. maí. Verður hann kynntur mjög fljótlega og atkvæða- greiðsla varðandi hann fer fram í framhaldi af því. Pórdís Sigurðardóttir, formaður kjararáðs. ÁRSSKÝRSLA fræðslustjóra Námskeið: Veturinn 1989-1990 voru haldin 12 námskeið, 10 tveggja vikna námskeið og tvö námskeið í hagnýtri tölvufræði, 30 kennslu- stundir hvort. Barnahjúkrun og hjúkrun krabbameins- og alnæmis- sjúklinga, ásamt töluvnámskeiðun- um eru nýmæli. Námskeið í geð- hjúkrun og rannsóknaraðferðum féllu aftur á móti niður vegna lítillar þátttöku. Þessi tíu hálfsmánaðar námskeið taka alls yfir 5 mánuði. Alls sóttu 212 hjúkrunarfræðingar af öllu landinu námskeiðin. Erlend viðskipti: Erlendir hjúkr- unarfræðingar sækjast talsvert eftir því að starfa hérlendis. Þrettán hjúkrunarfræðingar komu og fóru á síðastliðnu ári og þar að auki voru þrir búnir að vera hérlendis í 1-2 ár. I árslok 1989 voru 24 erlendir hjúkr- unarfræðingar starfandi hérlendis. ~i sænskir, 5 danskir, 5 þýskir, 3 belgískir, 3 bandarískir og einn frá Hollandi, Noregi og Ástralíu. Auk þess eru hér starfandi erlendir hjúkrunarfræðingar, sem fengið hafa hjúkrunarleyfi og eru ekki taldir með hér. Þrír íslenskir hjúkrunarfræðing- ar fóru til starfa í Danmörku á ár- >nu. Önnur erlend hjúkrunarfélög greiða ekki fyrir hjúkrunarfræðing- um að fá starf. Menntanefnd Hjúkrunarfélags íslands: Þann 18. janúar var stofn- uð menntanefnd félagsins. Hjúkr- unarfræðingar, sem eru í BS námi við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, hafa lagt tals- verða vinnu í að taka saman upplýs- ingar um námsmat það sem gildir fyrir hjúkrunarfræðinga inn í náms- brautina. Hefur það mat vægast sagt verið tilviljunarkennt. Fundur var haldinn í janúar þar sem full- trúar þessa hóps voru mættir með formanni, fræðslustjóra og fleirum, sem fjallað hafa um þessi mál. Ákveðið var að endurvekja menntanefnd félagsins. í henni eiga sæti: Árný Helgadóttir, Fann- ey Friðbjörnsdóttir, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Margrét Tómas- dóttir, María Finnsdóttir sem er formaður nefndarinnar, Sólfríður Guðmundsdóttir og Stefanía Sigur- jónsdóttir. Nefndin hefur þegar haldið 8 fundi. Aðalviðfangsefnið hefur verið að ræða niðurfellingu námsmats inn í námsbrautina og gera tillögur um hvaða viðbótarfög væri eðlilegt að taka inn í námið. Þær viðræður eru ennþá í gangi. í öðru lagi hefur verið umræða um uppbyggingu og skipulag fram- halds- og endurmenntunardeildar- innar. Hjúkrunarfélagið leggur áherslu á að deildin verði stjórnun- arlega, faglega og fjárhagslega sjálfstæð með tengsl við náms- brautarstjórn til BS náms. Einnig að deildin hafi ákveðið húsnæði til afnota. Hér er um mikilvægan þátt að ræða „því lengi býr að fyrstu gerð“. Við vonum að Hjúkrunarfé- lagi íslands takist að beina fram- halds- og endurmenntunardeild hjúkrunarfræðinga inn á þá braut sem leiði til heilla fyrir alla hjúkr- unarfræðinga í framtíðinni. María Finnsdóttir. HJÚKR UN - TÍMARIT HFÍ Útgáfustarfsemi ársins 1989 hófst í janúar með útkomu FRÉTTA- BLAÐS 44. HJÚKRUN 1. tölublað kom út í mars sl. FRÉTTABLAÐ 45 kom út í júní. HJÚKRUN 2.-3. tölublað sá dags- ins ljós í september og 4. tölublað HJUKRUNAR kom út í desem- ber. Síðasta blað ársins var stærra í sniðum en önnur blöð. Til þess lágu margar ástæður og eindregnar ósk- ir um efni til birtingar. Ritstjórn skipuðu: Ása St. Atla- dóttir, Sigríður Skúladóttir og Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Mér hefur veist sú ánægja að rit- stýra þessu blaði í 20 ár. Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir gefandi og ánægju- legt starf. Ingibjörg Árnadóttir. SKRIFSTOFA HFÍ Á skrifstofu félagsins starfar for- maður, skrifstofustjóri og fræðslu- stjóri í fullu starfi, skrifstofumaður í 80% starfi og tveir ritstjórar sem skipta með sér 80% starfi og vinna hvor um sig 40% starf fyrir HJÚKRUN, tímarit HFÍ. Ritstjór- arnir, Stefanía Sigurjónsdóttir og Lilja Una Óskarsdóttir, voru ráðn- ar til starfa frá 15. janúar 1990 en Ingibjörg Árnadóttir, fyrrverandi ritstjóri, lét af störfum samkvæmt eigin ósk í árslok 1989. Skrifstofustörfin taka ekki mikl- um stökkbreytingum frá ári til árs. Þar er um að ræða fyrirgreiðslu við félagsmenn, upplýsingaþjónustu og almenn skrifstofustörf, bók- hald, vélritun og skjalavörslu. Um- sjón er með fundarsal, kaffistofu og vinna í sambandi við sumarhús fé- lagsins og orlofsíbúðina hér í hús- inu er mjög mikil, þótt vinna við sumarhúsin sé vitanlega árstíða- bundin og sé mest á vorin. Margur dagurinn hefst við sím- ann og lýkur þar, en bunkinn sem átti að vinna við yfir daginn, fer HJÚKRUN Vío—66. árgangur 13

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.