Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 20
um er kunnugt hefur dr. Anna Ed- ström kennt hér á þjálfunarnám- skeiðum Aromatherapy, þ.e. með- ferð með ýmsum ilmolíum, sem unnar eru úr jurtum, og Reflex Therapy sem kallað hefur verið þrýstinudd. Mér til mikillar undrunar og gleði var mér boðið að fylgjast með því sem þar fór fram. Námskeiðin þóttu dýr og því miður bar lítið á fulltrúum úr heibrigðisstéttum. Dr. Anna Edström er ein þeirra 15 lánsömu sem fá inngöngu í þessa nýju háskólanámsbraut. Eg spurði hana hvers vegna hún vildi fara í þetta nám, þar sem hún hefði mikla þekkingu og kunnáttu á þessu sviði og væri auk þess með doktorsgráðu frá háskólanum í Uppsölum. Hún svaraði því til að hún væri með gráðu í lífefnafræði en hefði áhuga á að læra meira í þessum fræðum, sem ganga í háskólanum þar undir nafninu Complementary Medicine (viðbótarlæknisfræði). Ég met mikils að hafa komist í kynni við þessa mikilhæfu og hríf- andi konu og að fræðast af henni er í senn áhugavert og skemmtilegt. Enda skil ég mætavel að áhugasam- ir umsækjendur skuli vera mýmarg- ir í þetta nýja háskólanám. Vildi raunar að mér hefði staðið til boða að læra þessa fræðigrein á nemaár- unum. Nú læt ég mér nægja drauma um að aðrir fái svona kennsluefni í sínu hjúkrunarnámi eða ef þess ger- ist ekki kostur þá í endurmennt- unarnámi fyrir hjúkrunarfræðinga. En hér eru flestir á varðbergi gegn hugsanlegum blekkingum, bera fullt traust til okkar ágætu lækna, hjúkraunarfræðinga og ann- arra aðila í heilbrigðisþjónustunni og láta sér það nægja. Énglending- ar o.fl. eru síður gagnrýnir á þessar aðferðir og vita að þær geta oft og tíðum stuðlað að betri líðan heil- brigðra og sjúkra og eru ekki var- hugaverðar séu þær í höndum trú- verðugra kunnáttumanna. í bókinni Aromatherapy for Everyone eftir Rober Tisserand segir að þess konar nudd sé notað á sumum spítölum í Englandi að nokkru leyti í stað svefnlyfja, til að Dr. Anna Edström. draga úr vöðvaspennu jafnvel verkjum, lækka háan blóðþrýsting og betrumbæta líðan. Á Compton sjúkrahúsinu í Wolverhampton fá krabbameinssjúklingar nudd með ilmolíum. Hjúkrunarforstjórinn kveður þetta mjúklega nudd hjálpa sjúklingum til að ná betri slökun og dregur það úr andlegri og líkam- legri vanlíðan. Tengslin við hjúkr- unarfræðingana verða nánari og þá eiga skjólstæðingarnir auðveldara með að segja hug sinn. Sjúklingar með bein- eða vöðvaverki hafa að sögn haft mjög gott af þessari nudd- meðferð, sem auðveldar þeim hreyfingar. Dr. Peter Nixon, hjartasérfræðingur á Charing Cross sjúkrahúsinu, hefur innleitt þetta sérstæða nudd sem þátt í meðferð á hjartasjúklingum til að draga úr streitu. í Frakklandi eru a.m.k. fjórar stofnanir þar sem læknar geta lært aromatherapy og árið 1988 voru læknarnir um 1500 sem skrifuðu líka jurtailmolíur á lyf- seðla. Við St. Thomas sjúkrahúsið í London stóð til boða í september 1989 námskeið fyrir 16 hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða starfandi á þremur bráðadeildum aldraðra, á vegum London College of Massage and Shiatsu (nudd með þrýsting á orkustöðvum). Hjúkrunarfræðing- ar víða á Englandi hafa sýnt fram á hvað svona nudd er mikils virði fyrir sjúklingana, segir í tímaritinu Nursing Times. En á námskeiðum hefur komið í ljós að margir hjúkr- 20 HJÚKRUN 2/m—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.