Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 26
UPPLÝSINGAR UM LÁNVEITING- AR ÚR LÍFEYRISSJÓÐI HJÚKRUN- ARKVENNA A-lán (langtímalán) Hverjir eiga rétt á A-láni? Greiöandi sjóösfélagar eiga rétt á A-láni úr lífeyrissjóðnum, er þeir hafa greitt iögjöld til sjóðsins í tvö og hálft ár, miðað við fullt starf eftir að námi lýkur. Jafnframt er metinn sá tími, sem greitt hefur verið í Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins. Hver sjóðsfélagi, sem greitt hefur í Lífeyris- sjóð hjúkrunarkvennaaf fullu starfi Í10ár, hefur lánsrétt þó að hann sé ekki lengur greiðandi í sjóðinn. Lífeyrisþegar njóta sama lánsréttar og aðrir sjóðsfélagar. Hver sá sjóðsfélagi, sem greitt hefur upp eldra lífeyrissjóðslán sitt, á rétt á fullu láni að nýju, þegar liðin eru tvö og hálft ár frá upp- greiðslu, hafi hann greitt iðgjöld til sjóðsins á sama tíma eða hafi tíu ára iðgjaldagreiðslu að baki. Lánsupphæð og lánskjör Hámark lánsfjárhæðar er nú kr. 1.000.000,00. Lánin eru veitt til 25 ára og eru vextir af nýjum lánum nú 5,5% á ári. Lánin eru með fullri verðtryggingu skv. lánskjaravísitölu og heimild til breytinga á vöxtum á lánstímabil- inu. Nýjung - B-lán (skammtímalán) Hverjir eiga rétt á B-láni? Greiðandi sjóðsfélagar eiga rétt á B-láni hafi þeir greitt iðgjöld til sjóðsins í 8 ár eða lengur. Hafi umsækjandi greitt iðgjöld í aðra lífeyris- sjóði, er sá ekki metinn til lánsréttar þegar um B-lán er að ræða. Hver sjóðsfélagi, sem greitt hefur í Lífeyris- sjóð hjúkrunarkvenna af fullu starfi í 10 ár, hefur lánsrétt þó að hann sé ekki lengur greiðandi í sjóðinn. Lífeyrisþegar njóta sama lánsréttar og aðrir sjóðsfélagar. Lánsupphæð og lánskjör Hámark lánsfjárhæðar er nú kr. 500.000,00. Lánin eru veitt til 5 ára og miðast vextir við vegið meðaltal vaxta lánastofnana skv. auglýs- ingu Seðlabankans hverju sinni. Lánin eru með fullri verðtryggingu skv. lánskjaravísitölu. A-Ián og B-Ián Veðtrygging Lán eru veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði. Leyfð eru önnur lán á undan láni frá Lífeyris- sjóðnum, en hvorki fjárnám né lögtak. Þó mega önnur lán og lán frá Lífeyrissjóðnum samanlagt aldreifarafram úr70% af fasteignamati eignar- innar né 65% af brunabótamati. Hús í smíðum telst veðhæft sé lagt fram fok- heldisvottorð og brunatryggingarvottorð, sem ber með sér hvert sannvirði hússins sé, enda sé það staðfest með sérstakri áritun. Að öðrum kosti má láta framkvæma sérstakt mat á eign- inni. Sjóðstjórn má hverju sinni láta matsmann sinn meta fasteign, telji hún sérstaka ástæðu til þess. Ef stjórnin telur þörf á frekari upplýsing- um um fasteign, er henni jafnframt heimilt að krefjast fyllri gagna, áður en til lánveitingar kemur. Lánsumsókn og afgreiðsluháttur Lánsumsókn skal vera skrifleg. Um það bil hálfum mánuði áður en lánið er afgreitt skal umsækjandi skila veðbókarvottorði um þá eign, sem veðsetja skal. Jafnframt skal fylgja vottorð um fasteignamat og brunabótamat, sé eign ekki metin sérstaklega. Umsækjandi skal upplýsa hverjar séu eftir- stöðvar veðlána, ef slík lán eru áhvílandi á eigninni. í því sambandi nægir t.d. að sýna nýjustu afborgunarkvittanir eða greiðslutil- kynningar frá viðkomandi stofnun. Afgreiðslufrestur lífeyrissjóðslána er þrír mánuðir frá því að umsókn berst til sjóðsins. Mikilvægt er að lánsumsóknir séu skýrar og greinagóðar og veiti fullnægjandi upplýsingar um umsækjanda, svo sem fullt nafn, heimilis- fang, nafnnúmer og kennitölu. Uppgreiðsla Lánþegi má greiða lán sitt upp hvenær sem er á lánstímabilinu, ef hann óskar þess. AÐSETURSSKIPTI Félagsmenn og áskrifendur „Hjúkrunar" vinsamlegast tilkynnið aðsetursskipti til Hjúkr- unarfélags íslands, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 68 75 75. KVENNABREKKA Kvennabrekka, orlofshús HFÍ í Mosfellsbæ, verður leigt í vetur til lengri eða skemmri tíma í senn. Skrifstofa HFÍ, sími 68 75 75. 26 HJÚKRUN 3Aj—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.