Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Page 36
* fréttir Ólafur Ólafsson, landlæknir: Líknardauði/líknardráp Nokkrar umrœður um líknardauða/líknardráp hafa farið fram að undanförnu trúlega vegna þess að líffæraflutningar gerast nú tíðari. Líkt og oft áður erum við seinni til en nágrannaþjóðir okkar, en þar hófst umrœða um þessi mál fyrir 10-15 árum, trúlega vegna betri tœknilegra möguleika til líffœraflutninga. í aldir hafa þessi mál verið rædd meðal lækna. T.d. má minna á að í herlæknisfræðinni var og er lækn- um og hjúkrunarfólki kennt að í fyrstu yfirferð á vígvellinum eftir orrustu sé rétt að sinna frekar særð- um hermönnum sem eiga sér lífs- von en þeim sem eru helsærðir. Þetta er einnig ríkjandi stefna í nú- tíma stórslysalæknisfræði. Það hef- ur tíðkast á sjúkrahúsum að hætta meðferð eða jafnvel að hefja ekki meðferð þegar engin von er um líf. Dæmi: Alhliða næringarmeðferð er hætt, sjúklingar teknir úr önd- urnarvélum eða sjúklingur ekki settur í nýrnasíu. Þetta eru erfiðustu ákvarðanir sem læknir tekur á lífsleiðinni enda undantekningalaust teknar eftir ít- arlega athugun og meðal annars hin síðustu ár eftir nána athugun á heilastarfsemi viðkomandi sjúkl- ings. Nú er með fullri vissu unnt að ganga úr skugga um hvort um heila- dauða er að ræða eða ekki. Þar af leiðandi er ekki réttmætt að kalla þann verknað líknardráp, þó að öndunarvél sé stöðvuð í þessu til- felli. Heiladauður maður er horfinn héðan. Á íslenskum sjúkrahúsum er ætíð leitast við að eiga náið sam- ráð við nánustu ættingja um fram- angreindar aðgerðir eða aðgerða- leysi, en stundum er það ekki unnt, t.d. ef sjúklingur er einstæðingur. Jafnframt hafa læknar samráð sín á milli svo og við hjúkrunarfólk. Ef ljóst er að engin lífsvon er og með- ferð er hætt eða ekki hafin deyr sjúklingur líknardauða. Það er vei í ætt við upprunalega þýðingu orðs- ins Euthanasia eu= góður, hægur, thanatos = dauði, þ.e. „hinn góði dauði“. Aðrar þjóðir nefna þessa aðgerð gjarnan dauðahjálp (t.d. dödshjalp á sænsku). Samkvæmt merkingu orðsins er læknum skylt að sýna sjúklingi umhyggju, hlýju og leitast við að lina þjáningar hans eftir fremsta megni og gera honum dauðastríðið sem léttbærast. Þessi athöfn á því lítið skylt við dráp í mínum huga, þó að sumir lögfræð- ingar séu ekki sammála mér. Ég trúi því að sú aðgerð, ef rétt er að verki staðið, sé gerð með samþykki almennings og að kristnir siðfræð- ingar viðurkenni réttmæti hennar. Á síðustu tímum hafa sumir vilj- að leggja aðra merkingu í þetta orð, þ.e. að lækni sé skylt og rétt að stytta líf deyjandi manns sem þjáist af kvalafullum sjúkdómi. Ef læknar valda dauða sjúklings með lyfjum eða aðgerð, þ.e. deyða sjúkling í líknarskyni eða aðstoða við sjálfsmorð, fellur sá verknaður undir líknardráp, enda varðar það við lög og er refsivert. Hugsanlega má finna einhverjar málsbætur í því tilviki, sbr. 213. gr. hegningarlaga. Seint trúi ég að lög á Vesturlöndum muni leyfa slíkan verknað. Eftir að eyðnifarsóttin reið yfir hafa hol- lenskir læknar gripið til þessa ráðs fyrir þrábeiðni sumra sjúklinga. Enn sem komið er hafa hollensk heilbrigðisyfirvöld látið þessar að- gerðir afskiptalausar en málið er í athugun að sögn hollenska land- læknisins. I umræðu sem þessari koma upp mörg tilvik sem e.t.v. geta flækt málið. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að ef læknir getur ekki útvegað sjúklingi með ónýtt lífs- nauðsynlegt líffæri heilbrigt líffæri jafngildi það líknardrápi! Vissulega Framhald bls. 39 Fræðslustarf Hjúkrunarfélags íslands Eftirfarandi námskeið verða haldin á vegum Hjúkrunarfélags ís- lands á vetri komanda: Haustönn 1990: I. -12. október: Stjórnun II 22. október - 2. nóvember: Rannsóknaraðferðir 5. -16. nóvember: Hjúkrun aldraðra 19.-30. nóvember: Stjórnun I Vorönn 1991: 21. janúar -1. febrúar: Handlæknis-, lyflæknis- og gjörgæsluhjúkrun II. -22. febrúar: Kennslufræði 25. febrúar - 8. mars: Hjúkrun krabbameins- og alnæmissjúklinga Stjórnun II11. - 22. mars. 8. -19. apríl: Samtalstækni og ráðgjöf 22. - 24. apríl: Almenn hjúkrunarfræði Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands og eru sendar þeim er þess óska. Allir hjúkrunarfræðingar eru velkomnir á námskeiðin. 36 HJÚKRUN -/w—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.