Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 43
byggt upp af þrem bóklegum önn- um, haustönn, vorönn og sumar- önn. Fyrstu tvær annirnar voru kenndar fjórar meginnámsgreinar en á vorönn tvær. Eftir haustönn var tveggja vikna verklegt tímabil, þá var farið í heimsókn í eitthvert af 13 heilbrigðisumdæmum Skotlands °g fylgst með störfum stjórnenda í hjúkrun. Þá áttum við að greina vandamál sem upp komu hjá stjórnendunum og meta hvort okk- ur þætti rétt unnið úr þeim. Nem- endur fengu að velja sér umdæmi. Mig langaði að fara út fyrir Edin- borg 0g dvaldi því á vesturströnd Skotlands. Annað verklegt tímabil var eftir sumarönn. Þá áttum við að kynna okkur fjárhagsrekstur í skoska heilbrigðiskerfinu. Ég samdi við námsstjórann minn um uö fá að breyta út af vananum og kynna mér stjórnun starfsmanna- ^uála og hann fékk námspláss fyrir uug í Englandi. Milli vor- og sumar- unnar var 4 vikna kennslufrí, sem notað var til ritstarfa og til að undir- búa vorprófin. Vorpróf voru úr öll- um námsgreinum nema einni sem Prófað var úr eftir jól. Mastersrit- gerðin var skrifuð á sumarmánuð- Unum fjórum. Ekki voru gerðar kröfur um að nemendur gerðu rannsókn. Ritgerðina áttu nem- endur að byggja á umfjöllun um beimildir um ákveðið efni sem val- 'ö var í samráði við námsstjórann. Hluti af ritgerðinni var einnig rann- sóknaráætlun. Hvaða fög voru kennd? Námið skiptist í fjórar megin- námsgreinar; stjórnun heilbrigðis- ^ála, stjórnun starfsmannamála, rannsóknir og heilbrigðisfræðslu eða hjúkrun og félagslegar breyt- 'ugar. En val var milli þessara tVeggja námsgreina og valdi ég þá síðarnefndu. Innan hverrar megin uamsgreinar voru mismunandi ^urgar aðrar námsgreinar. í stjórn- Un heilbrigðismála voru t.d. náms- §reinar eins og heilsuhagfræði, a‘etlanagerð, stjórnun heilbrigðis- s:' nám erlendis mála, sem var lang viðamesta námsgreinin, og þróun hjúkrunar. í stjórnun starfsmannamála voru kenndar námsgreinar eins og at- vinnusálarfræði, starfsmanna- stjórnun og þróun verkalýðsmála, en samskipti við verkalýðsfélög er stór þáttur í starfi stjórnenda innan breska heilbrigðiskerfisins. Nú, í rannsóknum var farið í rannsókna- aðferðir og tölfræði og í hjúkrun og félagslegum breytingum var fjallað um áhrif félagsfræðinnar á hjúkr- un, félagsfræðilegar kenningar voru skoðaðar og hvernig mætti nota þær til að koma á breytingum innan hjúkrunar. Hvernig fór námsmat fram? Námsmat var í formi verkefna sem voru nær eingöngu einstakl- ingsverkefni, ritgerðir, framsögur og umræðufundir. Eina hópverk- efnið var smá könnun í rannsóknar- kúrsinum. Próf voru í lok hverrar annar og svo lokapróf í maí. Ann- arpróf giltu ekki til lokaeinkunnar, en verkefni námu 30% af lokaeink- unn. Eftir lokapróf var þeim nem- endum, er náðu 6 í heildareinkunn, boðið að skrifa mastersritgerð. Mikil spenna ríkti innan hópsins þá viku, sem leið frá síðasta prófi, þar til einkunnir voru kynntar. Einn nemandi náði ekki tilskilinni einkunn og fékk prófgráðuna Di- ploma í hjúkrunarstjórnun. Aðrir nemendur fengu kærkomið bréf frá forseta félagsvísindadeildar. Fannst þér námið erfítt? Já, mér fannst námið erfitt. Kennsla á haust- og vorönn var mjög stíf og mér fannst aldrei næg- ur tími til að sinna lestri. Ennfrem- ur voru verkefni mjög veigamikil og tíð sérlega á vorönn, mér fannst ég lítið annað gera á þeirri önn en vinna að þeim. Námsstjórinn gerði okkur mjög snemma grein fyrir því að ef við ætluðum að ná árangri þá dygði ekkert annað en að vinna. Hann hafði fyrst nokkrar áhyggj- ur af mér vegna skyldna minna við fjölskylduna. En það sýndi sig að fjölskyldan bjargaði mér alveg, t.d. tölvusetti sonur minn margar rit- gerðirnar mínar og aðrir fjölskyldu- meðlimir hugsuðu um heimilið. Án þeirra hefði þetta verið óyfirstígan- legt. Hvaða prófgráðu fékkst þú að námi loknu? Ég fékk Msc gráðu í hjúkrunar- stjórnun. Breytti námið faglegri sjálfs- mynd þinni? Já, ég tel að svo hafi verið. Það er mjög þroskandi að stunda nám á æðra skólastigi. Maður þarf að geta fært rök fyrir máli sínu og skoðun- um það eykur sjálfstæði manns. Þarna var hjúkrun hafin til virð- ingar. Við fengum mikla hvatningu í náminu til að hefja hjúkrunarstarf- ið til vegs, lögð var áhersla á já- kvæða umræðu um hjúkrun, nem- endur voru hvattir til að taka fag- lega á ágreiningsmálum, sem upp kynnu að koma í starfi, og mikil- vægi stjórnunarþáttarins innan hjúkrunar var mjög haldið á lofti. Ennfremur hvatti námsstjórinn okkur mjög til að gæta þess að staðna ekki heldur halda áfram fag- legri þróun alla tíð. Nýtist námið þér í starfí þínu núna? Já, tvímælalaust. Námið nýtist mér mjög vel í því starfi sem ég stunda nú, t.d. vaknaði mikill áhugi hjá mér á starfsmannastjórnun. Hefur þessi menntun (prófgráða) haft áhrif á launin? Já, hún hefur tveggja launa- flokka hækkun í för með sér. Hvernig fannst fjölskyldunni að koma heim aftur? Fjölskylda mín var mjög ánægð að koma aftur heim. Aftur á móti átti ég sjálf í ákveðnum erfiðleik- um. Það voru talsverð viðbrigði að koma úr hinu akademíska um- hverfi í gamla starfið sitt og senni- lega hafa væntingar mínar til starfs- ins ekki verið alveg raunhæfar. Ég er sérlega þakklát fjölskyldu HJÚKRUN 66. árgangur 43

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.