Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Side 44
* nám erlendis minni og vinnuveitanda fyrir að gefa mér tækifæri til að sækja þetta nám. Við háskólann í Edinborg er boðið upp á MSc gráðu í kennslu- fræði, ennfremur eru sérstök nám- skeið til MSc gráðu fyrir hjúkrunar- fræðinga með kennarapróf (MSc in Advanced Nursing Science). Það má líka koma fram hér að háskólar í Englandi eru að byrja með náms- leiðir til MSc gráðu í klínískri hjúkrun, sem væri mjög spennandi fyrir áhugasama hjúkrunarfræð- inga að kynna sér. ANNA BIRNA Hvernig datt þér í hug að fara í nám erlendis? Á námsárum mínum í Hjúkrun- arskóla íslands 1978-1981 kom fljót- lega fram hugmyndin um að stefna að framhaldsnámi í hjúkrun. Lögð var rík áhersla á gildi þekkingar hjá kennurum skólans, nauðsyn þess og skyldur hjúkrunarfræðinga að ætíð þyrftu þeir að viðhalda þekk- ingu sinni. Mér varð því snemma ljóst að námið í HSI var undir- stöðuþekking í hjúkrunarfræði og til þess að geta unnið með hjúkrun- arfræðina og geta haft áhrif á þróun hennar, bæri að stefna á framhalds- nám. Var það ekki síst varðandi rann- sóknarvinnu og stjórnun í hjúkrun sem hugurinn stefndi. í kringum 1983-1984 er ég var búin að starfa við hjúkrun frá útskrift var ljóst að maðurinn minn þurfti að ljúka sínu námi erlendis. Hófst þá leitin að landi og skólum, sem henta myndi okkur báðum. Rætt var um að halda annað hvort vestur um haf, til Evrópu eða Norðurlanda. Höfðum við heyrt að vel væri búið að náms- mönnum með fjölskyldu, en við áttum tvo unga drengi, á Norður- löndum, sérstaklega í Danmörku. Sigurlín Gunnarsdóttir, þáverandi hjúkrunarforstjóri Borgarspíta- lans, hafði verið við nám við Dan- marks Sygeplejerskehöjskolen ved Aarhus Universitet í Árósum í Danmörku. Leitaði ég til hennar varðandi upplýsingar, sem lofuðu spennandi námi. Eins þekktu fyrr- verandi kennarar mínir úr HSI til skólans og fór af honum gott orð. í Árósum var einnig góður skóli fyrir manninn minn, þannig að ákvörð- unin um að stefna á Danmörku var létt og hentaði okkur báðum vel. Hafist var handa við að skrifa út og afla upplýsinga allt að 2 árum áður en námið hófst. Upplýsingar þurfti um inntökuskilyrði, námslýsingar, námslengd o.s.frv. Jafnframt leituðum við upplýs- inga um aðbúnað fyrir námsmenn og börn þeirra, þ.e. upplýsinga um húsnæði hjá námsmönnum sem dvalið höfðu nýlega í Danmörku. Fjölskyldan sá fram á skemmti- legan tíma við undirbúning og framkvæmd. Bréflega sóttum við um íbúð hjá íbúðaleigufélagi með 1 og hálfs árs fyrirvara og fengum góða 4 herbergja íbúð úthlutað hálfu ári áður en við fluttum. Við vorum því ekki á stúdentagörðum eins og margir námsmenn, heldur á almennum markaði. Einnig sóttum við um barnaheimilispláss fyrir börnin tvö en fengum ekki svar fyrr en að við vorum flutt út og stóðum í smá stappi fram á síðasta dag þegar námið skyldi hefjast. En það fór vel og börnin voru á góðu og velreknu barnaheimili þau tæp tvö og hálft ár sem við bjuggum í Árósum. Árið áður en við fluttum fór fjölskyldan í sumarleyfi til Danmerkur. Við ætl- uðum að líta á aðstæður og fara yfir til Jótlands en það varð nú reyndar aldrei af því vegna hitabylgju á Sjá- landi og flatmöguðum við á strönd- inni allan tímann. Börnin áttu góð- ar minningar úr þeirri ferð og því full tilhlökkunar þegar kom að bú- ferlaflutningi árið á eftir. Inntökuskilyrði í DSH voru mis- munandi eftir því hvaða línu maður valdi. Eg valdi hjúkrunarstjórnun á sjúkrahúsum og varð ég að uppfylla eftirfarandi kröfur: - Að vera handhafi dansks hjúkr- unarleyfis sbr. lög um hjúkrunar- fræðinga í Danmörku. - Að hafa starfað við hjúkrun í minnst 3 ár og hafa reynslu frá minnst tveimur deildum. - Að hafa reynslu innan ákveðins sérsviðs og hafa verið í fullu starfi a.m.k. 2 ár. Annað af þessum tveimur árum varð að vera innan síðustu 3ja ára. - Hafa unnið innan sl. 3ja ára á almennri sjúkradeild þar sem möguleiki var að veita heildræna hjúkrun í lengri tíma bæði sjúkling- um og aðstandendum. Ofangreint varð að vera vottfest frá vinnuveitenda og varð að senda skriflega með umsókninni. Til þess að fá danskt hjúkrunarleyfi þurfti að vottfesta góða þekkingu í dönsku. Nægjanlegt var að hafa stúdentspróf í dönsku og senda vottorð um það. Það tók nokkra mánuði að fá leyfið og fékk ég það ekki fyrr en ég var skráð inn í landið og komin með danskt heimilisfang. Einnig voru sértæk skilyrði sem litið væri á sem kost að hafa: - Að hafa unnið á öllum vöktum. - Að hafa unnið að ábyrgðar- verkefnum, s.s samhæfingu, kennslu, leiðbeiningu og verið hóp- stjóri, aðstoðardeildarstjóri eða deildarstjóri í a.m.k. 6 mánuði. Góð enskukunnátta var einnig áskilin. Eg rétt marði að uppfylla ofan- greindar kröfur vegna þess hve stutt var síðan ég útskrifaðist og var yngsti nemandinn í skólanum fyrsta árið. Þegar ég fékk svarbréf um að umsóknin mín hefði verið sam- þykkt, fékk ég sendan lista yfir les- efni, sem ég átti að vera búin að kynna mér áður en nám hæfist. Þar á meðal voru síðustu þrír árgangar af danska hjúkrunartímaritinu „Sygeplejersken“ sem er gefið út vikulega. Ekki hafði ég nú lesið það blað mikið, en var svo lánsöm að 44 HJÚKRUN 2/»—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.