Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 46

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 15.05.1990, Qupperneq 46
Leiðréttingar: í 4. tölublaði HJÚKRUNAR 1989 eru nokkrar villur, sem leið- réttast hér með. í grein Helgu Sigurðardóttur, „Hjúkrunarstjórnendur og samfé- lagið“, á bls. 16, stendur að 20% af rekstrarkostnaði sjúkrahúsa sé launakostnaður. Þar á að standa 70%. í grein Sigurbjargar Björgvins- dóttur og Stefaníu G. Snorradótt- ur, „Hjúkrun og meðferð sjúklinga með bráða kransæðastíflu“, á bls. 9-10 var „Vinstri hjartabilun og lost (cardiogenic shock)“ birt í misgrip- um undir kaflanum „Eftirmeðferð eftir bráða kransæðastíflu" en til- heyrir kaflanum „Fylgikvillar eftir bráða kransæðastíflu og meðferð þeirra“. í viðtali við Ingibjörgu Árnadótt- ur, fráfarandi ritstjóra, á bls. 83 misrituðust ártöl. Þar var verið að ræða tilkomu námsbrautar í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands. Þar segir: „Fyrsta opinbera kynningin hér heima var á félagsfundi HFI í Domus Medica fundarsalnum. Frá þeim fundi er skýrt í 4. tölublaði HJÚKRUNAR 1983.“ Þarna á að standa 1973. Á sömu síðu stendur: „Einnig leysti Stefanía Sigurjóns- dóttir mig af í níu mánuði, frá sept- ember 1987 til maíloka 1989.“ Þarna á að standa til maíloka 1988.“ Nöfn þeirra Arndísar Finnsson og Hrafnhildar Baldursdóttur féllu niður í umfjöllun um ritstjórnarað- ila. í frásögn af 70 ára afmæli HFÍ, á bls. 84, er sagt að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hafi veitt viðtöku viðurkenningu fyrir störf móður sinnar. í raun veitti hún við- töku vinargjöf úr hendi formanns fyrir hönd HFÍ og sömuleiðis fékk heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, vinargjöf en var ekki heiðraður. Nafnavíxl. Nöfn víxluðust undir myndum í greininni „Fordómar í garð geðsjúkra - getum við eytt þeim?“ á bls. 51. í miðopnu var leiðrétting frá námsbraut í hjúkrunarfræði í Há- skóla íslands vegna þess að María Pétursdóttir hafði verið kölluð fyrsti námsbrautarstjórinn, en hefði átt að standa kennslustjóri. I grein, sem Ingibjörg R. Magnús- dóttir ritar í tímaritinu HJÚKR- UN, 4. tbl. 1976 segir orðrétt: „Með stjórninni starfar kennslu- stjóri eða námsbrautarstjóri. Fyrsti námsbrautarstjórinn var María Pétursdóttir skólastjóri, en 1. mars 1976 tók Ingibjörg R. Magnúsdóttir við því starfi.“ í 1. tölublaði Hjúkrunar 1990, bar blaðið merki nokkurra byrj- endaörðugleika bæði af hálfu nýrra ritstjóra og af hálfu Fróða hf. sem er nýtekinn við umsjón með útgáfu blaðsins og biðjumst við velvirðing- ar á því. Við viljum þó leiðrétta nokkrar misfellur. Á bls. 2 stendur að Ásta St. Atla- dóttir sé í ritstjórn. Þar á að standa Ása.... Á bls. 3 í „Formannsþönkum“ var prentvillupúkinn einnig á ferð í fyrstu setningu í hægra dálki. Setn- ingin á að vera: „Nám er felur í sér ákveðna viðbót eins og nám fyrir hjúkrunarfræðinga til B.S. gráðu gerir, en einnig framhaldsnám er felur í sér...“ Ábls. 9er höfundur vísnanna um „Sögu búningsins" Guðrún Guðna- dóttir, en ekki Gunnarsdóttir. í næstsíðustu vísu hennar féll niður eitt orð. Síðasta ljóðlínan er því: „veittu sjúkum hjúkrun og hugsaðu ei um frí.“ Á bls. 20 í viðtali við Ingibjörgu R. Magnúsdóttur stendur í dálki lengst til hægri, þroskaþjálfara, en á að standa þroskaþjálfa. Á bls. 30 í formála að stjórnarkjöri er Hildi- gunnur sögð Friðriksdóttir en hún er Friðjónsdóttir. Þau leiðu mistök urðu að nafn Sigrúnar Magnúsdóttur, fyrrver- andi forstöðukonu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, sem gerð var Sigrún Magnúsdóttir. að heiðursfélaga í tengslum við 70 ára afmæli HFÍ, féll niður. Sigrún lést 9. nóvember sl. Hún var brautryðjandi í íslenskum hjúkrun- armálum og var fyrsta forstöðu- kona Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Sigrún átti að baki fjölþættan menntunar- og starfsfer- il hér á landi og erlendis. Ritstjórn biður lesendur blaðsins velvirðingar á þessum mistökum og hvetur þá til að færa þessar leiðrétt- ingar inn í 4. tbl. 1989 og 1 tbl. 1990. Lilja Óskarsdóttir, Stefanía Sigurjónsdóttir. Framhald af bls. 45. ur. Þar þyrfti að verða bót á. Stund- um kalla ég það „rússneska bónus- inn“ þ.e. því meiri vinna, því meiri mannaforráð og ábyrgð því minni umbun í launakjörum. En starfs- ánægja kemur af öðrum þáttum líka, sérstaklega þegar vel hefur tekist til í starfi og maður finnur að maður veldur því sem fengist er við. Hjá mér er hægt að fá upplýsing- ar um námið og til gamans má geta að DSH stefnir í að bjóða upp á Ph.D. nám í hjúkrun 1991 sem framhald af S.D. og S.A. gráðum við skólann. Það var gott að koma heim aftur og gekk vel fyrir fjölskylduna að aðlagast. Námsárin eru eins og draumur, sem maður sér í hilling- um, og minningarnar eru ánægju- legar. 46 HJÚKRUN 2/x>—66. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.